Misskipting miðalda er handan við hornið.

 

Og börn okkar munu upplifa ánauð ef við spyrnum ekki við fótum.

Ef við höldum áfram að sætta okkur við fjármálabraskið, vaxtaokrið, auðlindaeinokunina.

 

Það er ekki bráðum, það er núna sem við þurfum að snúa bökum saman og reka illþýðið af höndum okkar.

Endurheimta landið okkar, endurheimta efnahagslífið úr höndum fjármálabraskara.

Og reka vogunarsjóðina úr landi, án þess að þeir hafi með sér krónu af illa fengnu fé.

 

Um áramótin á að afhenda þeim þjóðina sem mjólkurkú.

Enginn segir orð, nema landvarnarfólkið í Indefence.

 

Finnst okkur það boðlegt.

Finnst okkur það lýsa foreldraást eða foreldrakærleika.

 

Að aumingjaskapur okkar verði ánauð barna okkar.

Ég bara spyr,.

Kveðja að austan.

 


mbl.is Ríkustu 5% eiga 46%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar

Þið sem kjósið framsókn og sjalla berið fulla ábyrgð á þessu.

Óskar, 7.11.2015 kl. 18:28

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þann 20. nóvember verður málflutningur í Hæstarétti í máli sem Hagsmunasamtök heimilanna standa að þar sem verður látið reyna á lögmæti verðtryggðra neytendalána, þar á meðal húsnæðislána. Eins og samtökin hafa oft og ítrekað varað við má alls ekki hleypa kröfuhöfum úr landi með fleiri hundruð milljarða verðbætur sem mun þurfa að endurgreiða þegar dómur í málinu fellur í samræmi við íslensk lög. Við segjum "þegar" og trúum því að Hæstiréttur muni dæma samkvæmt lögum líkt og stjórnarskráin mælir fyrir um, þar til annað kemur í ljós. Ef þetta "annað" kemur hinsvegar í ljós blasir við að ryðja þarf réttinn og skipa nýja dómara sem eru þess umkomnir að starfa í samræmi við stjórnarskrá lýðveldisins.

Guðmundur Ásgeirsson, 7.11.2015 kl. 18:34

3 Smámynd: Púkinn

En hversu mikil misskipting er eðlileg? Að heimta að allir hafi hafn mikið á milli handanna er álíka fjarstæðukennt og að heimta að allir skuli hafa tekjur yfir meðaltali. Það verða alltaf einhverjir sem sökum heppni, dugnaðar eða af öðrum ástæðum munu hafa það betra en aðrir. Misskiptingin er reyndar minni hér á landi en í flestum öðrum löndum,en hún er ekkert að hverfa.

Púkinn, 7.11.2015 kl. 19:12

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Púkinn. Svarið er einfalt. Öllum ætti að vera veitt viðunandi lágmarksframfærsla. Eftir það má svo misskipta því sem er afgangs.

Guðmundur Ásgeirsson, 7.11.2015 kl. 19:25

5 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Guðmundur minn. Það er stjórnarskrárvarinn og löglega varinn réttur einstaklinga, að fá lágmarksframfærslu-laun og bætur. Sumir hafa víst misskilið stjórnarskrána, og talið að ofurlaunaðir einstaklingar hafi stjórnarskrárvarinn verkfallsrétt.

Ég er sammála þér að eftir tryggða útborgaða lágmarks-kaupmáttarframfærslu nettó launa/lífeyris miðað við þjónustuþarfir og félagsstöðu, þá megi deila um það sem er afgangs. Vonandi lendi ég á sæmilegum giktardegi, og get mætt í hæstarétt þann 20 nóvember, til að vera velviljaður stuðningsaðili.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 7.11.2015 kl. 22:21

6 identicon

Ef öllum á að veita lágmarksframfærsla, þá er spurningin einföld, hver á að veita öllum lágmarksframfærslu?

Þeir sem vinna?  En hversvegna á einhver að vinna ef hann getur fengið lágmarksframfærslu frá einhverjum?

Menn geta svifið um á bleiku skýi og blaðrað eins og fábjánar, en hafi þeir ekki svör við einföldustu spurningum það hafa þeir heldur engar lausnir.

Ef verðtryggingin er afnumin hvað þá?  Lækka afborganir um sem nemur hluta verðtryggingarinnar eða verða bara óverðtryggð lán með hærri vöxtum?  Væntanlega ætlar GÁ að lána fólki fjármuni óverðtryggt með vöxtum undir verðbólguprósentu og tapa á öllu saman, en er einhver annar tilbúinn til þess?

Bjarni (IP-tala skráð) 8.11.2015 kl. 00:08

7 identicon

Alveg er það dæmalaust að hlusta á menn og konur þræta um þennan ófögnuð sem kallast verðtrygging á Íslandinu.

Hverig stendur á því að önnur þjóðfélög geta sinnt lánsþörf venjulegra og þokkalega dugandi einstaklinga án þessa ófögnuðar. Jú, verðbólga er óveruleg, launahækkanir alls ekki sjálfgefnar og þaðan af síður í tugum prósenta. Þjóðfélagsþegnar skynja nokkuð vel verðlagsþróun og þó vissulega beri stundum á gremju þar sem laun hækka ekki í nokkur ár, þá má ekki gleyma því að þau eru líklega alls ekki svo slæm að upplagi.

Þegar skrifað er undir lán hér í Ameríkunni liggur ljóst fyrir hver afborgunin er frá upphafi til enda. Og lánastofnanir komast vel af og skila bara prýðilegum hagnaði. En það hlýtur að liggja einhver ábyrgð hjá öllum, þ.e. beggja vegna borðsins. Kannski liggur einhver hundur grafinn þar. Það er á markvissan hátt barist gegn ofurverðbólgu, fáir komast upp með einhverjar og sífelldar "skyndiþarfir", s.s. nýjan bíl, utanlandsferðir (sem eru séríslenskt fyrirbæri), nýjan síma, klæöi og svo fram eftir götunum. Kerfið er örugglega ekki fullkomið, fjarri því en virkar. Fylgst er með hverjum einasta einstakling  í hverjum einasta mánuði af þremur fyrirtækjum, allir öðlast skor, (Credit Score) frá 350 - 850. Má segja að afkoma manns ráöist í stórum dráttum af því hvaða skor maður hefur. Svosem lán til fasteignakaupa, tryggingar á bíl, kaup á síma og velflestu öðru. Ef einstaklingur er ekki með um eða yfir 700 í skor þá verður allt verulega dýrara og þyngra í vöfum. 'Eg sé fyrir mér að mörgum 'Islendingum muni finnast eins og þetta séu hömlur á frelsi einstaklingsins (smákóngadæmið) en sætta sig við hið séríslenska lánakerfi sem gengur af hverjum manni dauðum. Og vísa ég þá einfaldlega til þess að t.d. 30M lán endar hiklaust í endurgreiðslu upp á 2-300M, (30 ár) á meðan aðrir greiða 60-70M. Og ekkert mál að vera duglegur ef vill og klára þetta á 10-20 árum með aukagreiðslum.

'Eg er enginn fjármálaspekúlant, og þaðan af síður menntaður í þeim geira. En það þarf ekki nema barnaskólapróf (og reynslu af hvoru tveggja) til að átta sig á því hversu klikkað ástandið er og hefur verið undanfarna áratugi. Hvað þarf eiginlega að gerast til að rétta hlut harðduglegs fólks á landinu góða?? Spyr sá sem ekki veit!!

'Islandsbanki er að rembast við að rukka mig um einhverja endaleysu sem ég hafði samviskusamlega borgað af í 10 ár. (2002-2012)  'An þess að fara með neinar ýkjur er ég svona um það bil búinn að greiða af skuldinni um 120%, með 8% vöxtum! En skulda (samkvæmt þeirra ágætu útreikningum) ennþá mun hærri upphæð en lagt var upp með. Algjör endaleysa. Eftir langt samtal við lögfræðing hér, og talsverðar útskýringar féllst hann á að hjálpa mér og setti saman bréf til innheimtufyrirtækisins sem þeir höföu fengið sér til aðstoðar hérna megin hafsins. Í stuttu máli benti hann þeim á að lanið væri ÓLÖGLEGT í USA og þeir skyldu hætta öllum þreifingum og kröfum með það sama. Það hefur ekkert heyrst frá þeim aftur, en auðvitað hætta þeir ekkert (þá meina ég Íslandsbanki), það birtist eitthvað einhversstaðar!!

Það skal skýrt tekið fram að ég þurfti að útskýra njög skilmerkilega hvernig í öllu stóð, lögfræðingurinn ætlaði sko alls ekki að aðstoða mig við að hagnast á þessu, eða að hlaupa frá mínum skuldbindingum. Það var mjög erfitt að útskýra fyrir honum hvernig íslensk lán eru í raun, og hann var ekki ánægður með mínar útskýringar fyrr en hann hafði átt samtal við annan Íslending sem hann hefur átt samskipti við og sannreynt mína frásögn.

Jæja, orðið allt of langt. En talsvert verður að breytast þarna heima. Nú, eða ekki, en ég mun ekki taka þátt í þessu samfélagi eins og það er. 'Eg vil samt benda þeim fjölmörgu sem ábyggilega hugsa mér þegjandi þörfina og vita allt miklu betur, að ég er búinn að vinna og skila mínu í rúma 3 áratugi á landinu okkar fallega, sama með foreldra (í a.m.k fimm áratugi) og ekkert nema skuldir sem standa eftir. Alveg pottþétt að mörgu leiti okkur sjálfum um að kenna......en samt. Eitthvað fleira sem kemur til!

Það er eitthvað mikið að !!

Bestu kveðjur að sunnan

GÞB

Guðmundur Þór Björnsson (IP-tala skráð) 8.11.2015 kl. 03:34

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið og umræðuna ágæta fólk.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 8.11.2015 kl. 09:37

9 identicon

Sæll.

Ég tek heilshugar undir með nr. 6 hér að ofan. Bara ef fleiri hefðu örlítinn skammt af heilbrigðri skynsemi og slepptu því að láta vinstrahyskið ljúga að sér. 

GÁ er auðvitað að mæla fyrir valdbeitingu með því að segja að öllum beri að veita viðunandi lágmarksframfærslu. Þessi málflutningur er í besta falli skrýtinn. Hvað þýðir viðunandi? Er utanlandsferð innifalin í því? Hvað á að taka mikið af vinnandi fólki svo hægt sé að gera það sem GÁ vill? Neyðin kennir naktri konu að spinna og lötum manni að vinna.

Auðvitað eru einhverjir sem ekki geta unnið. Lífið er ekki sanngjarnt og verður það aldrei en þeir sem eru t.d. fatlaðir eiga samt ekki rétt á annarra manna fé. Hið opinbera getur veitt vinnandi fólki og fyrirtækjum ríflegan skattaafslátt ef fyrrnefndir kjósa að gefa t.d. fötluðum fé. Vel má vera að margir sem í dag vinna ekki vegna fötlunar geti fundið vinnu við hæfi ef skattar væru lækkaðir almennilega á fyrirtæki enda myndi veruleg skattalækkun skapa fyrirtækjum mýmörg tækifæri, bæði nýjum fyrirtækjum sem og þeim sem fyrir eru. Ég vil ekki setja þá sem minna mega sín á guð og gaddinn, alls ekki, en aðra lausn en núverandi þarf að finna. Muna menn ekki eftir viðtalinu við öryrkjakonuna í DV nýlega sem var með mun meira fé á milli handanna en margir vinnandi menn? Er það eðlilegt?

Menn skilja ekki að hið opinbera lifir eins og sníkjudýr á einkageiranum. Allt sem hið opinbera vill gera þarf það að fjármagna með því að taka frá einkageiranum. Í einkageiranum fer verðmætaframleiðsla samfélaga fram. 

Það sem menn skilja ekki er að frá því gullfóturinn var endanlega afnuminn í USA 1971 hefur bilið á milli ríkra og fátækra þar aukist. Halda menn að það sé tilviljun? Ég ætla ekki út í smáatriðin hér en þeir sem eru aðeins lesnir munu vita vel hvað ég er að fara.

Hið opinbera stuðlar beinlínis að stækkandi bili milli ríkra og fátækra þó Ómar vilji auðvitað ekki kannast við það þó ég hafi gert fjölmargar tilraunir til að útskýra þennan einfalda hlut fyrir honum. Reynum samt aftur :-)

Halda menn virkilega að þeir sem eiga fé vilji ekki eignast meira fé? Fyrirtæki reyna með öllum hætti að koma í veg fyrir að keppninautar komi á markaðinn. Adam Smith varaði við þessu á sínum tíma og við sjáum glöggt dæmi þessa í hegðun bæði fyrirtækja og hins opinbera í dag gagnvart t.d. Uber. 

Þegar hið opinbera er jafnstórt og raun bert vitni, bæði hér og erlendis, verður það að tæki sem hinir ríku beita fyrir sig til að verja sína hagsmuni og bæta sinn hag. Slíkt er svokallaður pilsfaldakapítalismi og hefur ekkert með kapítalisma að gera.

Halda menn að stjórnmálaöfl þiggi fé frá hagsmunaaðilum án þess að eitthvað hangi á spýtunni? Hvort eru hinir ríku eða fátæku í betri aðstöðu til að hafa áhrif á hið opinbera og stefnu þess með fé?

Dæmi þess að hinir ríku verji sína hagsmuni með því að bera fé á stjórnmálaöfl eru fjölmörg og fullkomlega eðlilegt að hinir ríku, eins og allir aðrir, reyni að verja sína hagsmuni með því að beita stjórnmálaöflum fyrir eigin vagn (sbr. t.d. Uber). Lausnin er einföld, afnema alls kyns reglur sem gagnast þeim fyrirtækjum sem fyrir eru á fleti og draga verulega saman bæði völd og umfang hins opinbera þannig að það geti ekki unnið fyrir einn og gegn öðrum í tilteknum geira. Virkja þarf markaðinn með því að sjá til þess að eins óheft samkeppni ríki og hægt er. 

Hversu auðvelt halda menn að það sé í dag að stofna nýjan banka? Þegar bankar græða vel er sterkur hvati til þess að stofna nýjan vegna gróðavonar - ekki satt? Þegar fyrir eru reglur sem gera nýjum aðilum erfitt að hasla sér völl á markaði gagnast það augljóslega þeim sem fyrir eru. Hverjir setja slíkar reglur og að undirlagi hverra?

Það er í sjálfu sér ekki mikill vandi að reka fyrirtæki með gróða þegar samkeppni er lítil sem engin og stjórnmálaöfl hafa gefið viðkomandi skotleyfi á almenning. Sýnt hefur verið fram á að auðhringar þurfa nauðsynlega á hinu opinbera að halda til að viðhalda einokun sinni. 

Ómari er tíðrætt um fjármálabrask og vaxtaokur. Hvort tveggja er skilgetið afkvæmi hins opinbera sem hann berst síðan um á hæl á hnakka við að verja. Maður veit ekki hvort maður á að hlæja eða gráta yfir slíkum málflutningi þegar fyrrgreint er haft í huga.

Helgi (IP-tala skráð) 8.11.2015 kl. 10:57

10 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Helgi.

Ég var farinn að hafa áhyggjur að þú myndir ekki ná þessari hrinu hjá mér, ég yrði hættur áður en þú kæmir í heimsókn.

Að venju er margt sagt, og líklegast allt marg sagt áður.

En þar sem ég er fróðleiksfús, eins og þú veist, þó tregari sé að tileinka mér fræðin þá get ég ekki stillt mig aftur um biðja þig að útskýra þessa fullyrðingu fyrir mig.

Menn skilja ekki að hið opinbera lifir eins og sníkjudýr á einkageiranum. Allt sem hið opinbera vill gera þarf það að fjármagna með því að taka frá einkageiranum. Í einkageiranum fer verðmætaframleiðsla samfélaga fram.

Mér vitanlega náði aðeins eitt stórveldi að drottna yfir hinum þekkta menningarheimi Suður Ameríku, og þar var ekkert einkaframtak eftir bestu heimildum.  Og það þurfti utanaðkomandi tækni til að fella það.

Hins vegar veit ekkert dæmi þar sem algjörlega frjáls samfélög, og þá nota ég frjálshyggju skilgreininguna á frelsi, það er frelsið frá hinu opinbera, hafa náð víðlíkum árangri.

Og reyndar eftir því sem ég best veit þá hafa þau orðið það rækilega undir í samkeppninni að þau má einungis finna í afskekktustu hlutum frumskóga Nýju Gíneu, þó sagnir séu um að slík samfélög megi ennþá finna í lítt könnuðu hlutum Amasón frumskógarins.

Og sem frjálshyggjumaður átt þú að vita að sá hæfasti verður ofaná.

Síðan varðandi skilvirknina, þá getum við tekið ágætt dæmi sögunnar, en það er hrakfarir Ungverja fyrir Mongólum á 13. öld.  Ungverjar voru öflugasta ríki Evrópu á þeim tíma, en urðu fyrir frjálshyggjusmiti frá Englandi, fengu sitt Magna Charta þar sem einkaframtakið (aðalsmennirnri) heftu mjög ríkisvaldið.  Og herir einkaframtaksins dugðu mjög skammt gegn Mongólum.

Mjög skammt.

Reyndar var enginn her í Evrópu sem stóð hinum ríkisreknu Mongólum snúning, en Evrópa var mjög frjálshyggjusinnuð á þessum tíma, lítið um miðstýringu og ríkisvaldið var mjög veikt.

Mongólar gerðu hins vegar í brók fyrir egypsku Mamelúkunum, en þeir voru mjög miðstýrðir.

Ekki lýgur sagan Helgi og ekki lýgur Smith um samkeppnina, svo eitthvað er það sem gengur ekki upp.

Mér finnst böndin berast á fullyrðingu þína.

En þau bönd geta kannski líka verið treg við að tileinka sér þekkinguna einu.

Hvað veit ég svo sem.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 8.11.2015 kl. 15:10

11 identicon

Kapitalisminn er viðbjóður. það er nánast engin munur á kapitalisma og kommúnisma. Bæði ganga út á það sama. Tryggja það að allir hafi ekkert nema útvaldir. En okkur er sagt að þeir sem leggja sig framm muni fá hærri laun í kapitalistalöndum eins og þessu. það er rangt. það sem við fáum er kostur á að vinna meiri yfirvinnu! ;o) Magnað helvíti..

óli (IP-tala skráð) 8.11.2015 kl. 21:24

12 identicon

@10:

Þú segist nota frjálshyggjuskilgreininguna á frelsi. Hvað er frjálshyggja? Hvernig skilgreinir hún frelsi? 

Tal þitt um hernaðarbrölt nú- og fortíðar kemur orðum mínum, sem þú vitnar í, ekkert við. Það er svolítið merkilegt að þú skulir ekki getað haldið þræði. Er það viljandi eða óviljandi? 

Ef þú vilt einhvern tíma ræða hernaðarbrölt hins opinbera í gegnum tíðina er það sjálfsagt af minni hálfu en ég var ekki að tala um neitt slíkt. "Rök" þín eiga því ekki við það sem rætt var um. Ef þú skilur ekki það sem ég rita að ofan væri miklu heiðarlegra af þinni hálfu að spyrja mig bara út í það sem ég segi í stað þess að fara að tala um allt annað efni.

Ég var að tala um það hve slæm áhrif of stór opinber geiri hefur og hið mikla böl pilsfaldakapítalisma og þá ferð þú að tala um Mongóla! Finnst þér þetta í alvöru boðlegur málflutningur? Sérðu ekkert athugavert að skipta algerlega um umræðuefni og segjast svo að böndin séu farin að berast á málflutning minn(sem er málfræðilega rangt)? Þú hefur í engu svarað því sem ég nefni :-(

Svo er líka gott að hafa lesið Smith áður en þú vitnar í hann :-) og enn betra væri ef þú skyldir hann, ef þú hefur lesið eitthvað í hans ritum.

Veist þú um eitthvað sem hið opinbera gerir betur en einkageirinn í efnahagslífi lands?

Þú hefur áður rætt um það að í mörgum ríkjum sem við teljum vera rík sé hið opinbera stórt. Það er rétt en ástæðurnar eru allt aðrar en þú heldur. Hlutdeild hins opinbera hérlendis er um 45%. Ef þín kenning, um að stór opinber geiri leiði til velmegunar, er rétt þurfum við að stækka hið opinbera til að ná fram betri lifistandard, ekki satt? Hvernig hefur þetta gengið fyrir sig í löndum sem miðstýra efnahagskerfum sínum? Er það tilviljun og t.d. Kína og Indland hafa nýlega stækkað efnahaglíf sitt verulega?

Myndu lífskjör okkar ekki verða tvöfalt betri ef hlutdeild hins opinbera í efnahagslífinu færi úr ca. 45%, sem það er í dag, í 90%? Hvað segja Mongólarnir þínir um það?  

@11: Þú segir nánast engan mun vera á kapítalisma og kommúnisma. Annað hvort hefur þú látið ljúga þig fullan eða þú ert alveg ólesinn? Hvort er það? Þú segir hann líka vera viðbjóð. Hvaða kerfi hefur lyft mannkyninu úr örbirgð í allsnægtir? Sósíalismi? Otis lyftur? Lestu þér til!!

Bæði kommúnismi og kapítalismi eiga sér ágætar skilgreiningar, kíktu á þær. Passaðu bara að falla ekki í þá gryfju að halda að kapítalismi og pilsfaldakapítalismi eigi eitthvað sameiginlegt. Pilsfaldakapítalismi er mikið vandamál víða um heim sem sífellt fleiri eru farnir að átta sig á, sem betur fer.  

Helgi (IP-tala skráð) 11.11.2015 kl. 20:29

13 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Helgi.

Þér er tamt að tala um skilgreiningar þegar þú kveinkar þér undan lýsingum mínum á frjálshyggjunni.  Vilt halda þig við einhver falleg orð í stað þess að takast á við raunveruleikann á bak við hann.

Ég testaði þig einu sinni á þessu, benti þér á orræðu kommúnismans, sem eins og þú veist fjallar um alsnægtar þjóðfélag, þar sem fuglarnir syngja og fólk dansar alsælt á götum, því allir eru jafnir, og frjálsir, það er alveg ómissandi hluti af draumaríki kommúnismans.

Það er svo margt líkt með skyldum, öfgunum til hægri og öfgunum til vinstri.  Þú gast ekki rætt um samsvaranirnar á hugmyndafræðinni, því þekktir til raunveruleikans, það er raunveruleika kommúnismans.

Sem ég er alveg sammála þér um, en ég þekki líka til raunveruleika frjálshyggjunnar, um hvað hún í raun og veru er um, og hvaða afleiðingar hún hefur í för með sér.

Núna er ég að fjalla um raunveruleikann, nenni ekki að eltast við orðagjálfur skilgreininganna.  Líkt og morðæði ríkissósíalismans er óhjákvæmleg afleiðing þess að reyna að þvinga þjóðfélagsbreytingum kommúnismans uppá fólk, þá er alræði stórfyrirtækja óhjákvæmleg afleiðing niðurbrots ríkisvaldsins.

Með tilheyrandi kúgun og örbrigð fjöldans.  

Frjálshyggjan er nútímaútfærsla á þrælaþjóðfélagi Rómverja, nema rómverska yfirstéttin skyldi gildi sterks ríkisvalds, og þess vegna lifði hún svona lengi.

Frjálshyggjan í dag spratt uppúr einbeittum vilja nokkurra stórkapítalista til að fjármagna hagtrúboð Friedmans og Hayeks, hún miðast að því einu marki að losa um tök ríkisvaldsins á efnahagslífinu, með því að afregluvæða það gagnvart stórfyrirtækjum, en ofregluvæða það gagnvart einstaklingnum og fyrirtækjum hans.

Í stað ríkisvaldsins kemur einokun örfárra stórfyrirtækja/fjármagnsblokka og alræði þeirra á stjórnmálasviðinum í gegnum fjármagnaða stjórnmálamanna.

Þið frjálshyggjumenn látið eins og þessi trend sé nútímauppfinning, en ef maður sleppur öllum frelsisorðavaðlinum og hagtrúboðinu sem er álíka merkilegt og þegar fræðimenn síðmiðalda réttlættu lénsveldið með guðfræðilegum rökum, þá hefur þessi meinta frelsisvæðing hinna stóru verið gegnum gangandi í sögunni.

Þess vegna tók ég þessi dæmi fyrir þig, en af svari þínu að dæma þá ert þú líklegast sú týpa sem afgreiðir dæmisögu Epos með þeirri einföldu staðhæfingu að þú sért ekki asni, og borðir ekki gulrætur.

Og ekkert nema gott um það að segja, þú ræður hvað þú skilur og hvað þú skilur ekki.

En sagan lýgur ekki, upplausn ríkisvalds hefur alltaf endað með ósigri viðkomandi samfélaga.

Sem og hafa samfélög með veikt ríkisvald (til dæmis 20% umfang) hafa alltaf orðið undir í samkeppni þjóðanna.  Og þú Helgi kannist ekki lengur við áherslu Smith á samkeppni, þá var hann ekki út að aka hvað það varðar.  

Síðan minnti ég þig enn og aftur að ef ríkisvaldið stæði sig svona illa, þá væri það raunveruleiki dagsins í dag, sem gegnum alla söguna, að þjóðir með veiku ríkisvaldi stæðu uppúr.

En það er ekki, þvert á móti.

Og það eru til þjóðir sem höfðu það ágætt með sterku ríkisvaldi, jafnvel alríkisveldi.

En engin dæmi um hið gagnstæða.

Hættu svo að rífast við söguna Helgi, jafnvel þó teljir þig ekki vera asna.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 12.11.2015 kl. 14:47

14 Smámynd: Ómar Geirsson

Ps. rann í gegn án prófarkalesturs, var í tímaþröng og get ekki geymt í tölvunni því hún slekkur á sér þegar hún hefur fengi nóg af orðavaðli mínum.

Á einu stað átti að vera; "Og þó þú Helgi", gleymdi að slá inn þó.

Hafðu það annars gott Helgi, ég er búinn að ná fram markmiðum þessarar bloggtarnar, þarf ekki að pistla meir um Ránið mikla.

Sem nota bene er pilsfaldakapítalismi í sinni ljótustu mynd.

Og það megið þið sem trúið í einlægni, eiga, að þið fordæmið það, þó sú fordæming gangi gegn hendinni sem fæðir ykkur.

Það verður ekki frá ykkur tekið, og ég hef alltaf kunnað að meta það.

Takk fyrir spjallið.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 12.11.2015 kl. 15:07

15 identicon

Sæll.

Þú ert við sama heygarðshornið, svarar ekki beint heldur ferð í útúrdúra. Maður er orðinn vanur þessum stíl en hann er samt ekki í lagi enda afar ómálefnalegur.

Hayek og Friedman boðuðu m.a. frjálsa markaði - ekki pilsfaldakapítalisma. Ég veit ekki hvort þú áttar þig á muninum á kapítalisma og pilsfaldakapítalisma. Þú gætir kannski prófað að lesa þér til?

Þú segist þekkja til raunveruleika frjálshyggjunnar og hvaða afleiðingar hún hefur í för með sér? Þá getur þú komið með einhver dæmi máli þínu til stuðnings, ekki satt? Það getur þú hins vegar ekki því þú veist ekki út á hvað frjálshyggja gengur. Hefur raunveruleg frjálshyggja ríkt í einhverju landi? Hafa markaðir víða um heim fengið tækifæri til að virka með þeim hættti sem Adam Smith lýsti? Hvar? 

Þú talar um að lönd með lítinn opinberan geira hafi orðið undir í samkeppni þjóðanna. Dettur þér ekki í hug að skýringin gæti verið önnur? Aftur, ef þetta er rétt hjá þér er auðvelt að leysa vanda okkar: Stækka verulega umfang hins opinbera og þá hafa allir það rosalega gott. Hvað segir þín ástkæra saga um miðstýrt efnahagslíf? Kannast þú kannski ekki við þá sögu? 

Þú segir ennfremur að alræði stórfyrirtækja sé óhjákvæmileg afleiðing af niðurbroti ríkisvaldsins. Enn og aftur hefur þú beinlínis rangt fyrir þér. Tökum einfalt dæmi úr samtíma okkar sem allir ættu að kannast við. Hið opinbera í USA er býsna stórt og ef það sem þú segir stæðist væru ekki til fyrirtæki þar sem væru "too big to fail". Þau eru hins vegar til, þú hlýtur að kannast við slík dæmi (TARP)? Svo hefur verið sýnt fram á að fyrirtæki á markaði geta ekki haldið keppninautum frá markaðinum án aðkomu ríkisvaldsins. Glöggt dæmi þessa sjáum við í framkomu hins opinbera víða um heim gegn Uber. Þetta er ég búinn að benda á og ætti að vera alveg morgunljóst. 

Á meðan til eru menn sem halda því fram sem þú heldur fram mun bilið á milli ríkra og fátækra aukast. Þú og þínir uppskerið nú, kannski ekki eins og þið viljið, en uppskeran er fullkomlega fyrirsjáanleg. Skoðanabróðir þinn hann Obama hefur aukið bilið á milli ríkra og fátækra og fjöldi þeirra sem þiggja matarmiða  og aðra aðstoð hefur aukist. Fátækum í USA hefur fjölgað. Hann hefur stækkað hið opinbera en samt gerist þetta? Bönkum hefur fækkað og stórir bankar hafa orðið mjög ríkjandi - þetta gerist þrátt fyrir þín orð. Hvað veldur? Getur verið að þú hafir rangt fyrir þér? 

Hvernig á að redda málunum þegar veruleikinn og orð þin fara ekki saman? Menn gera eins og þú gerir, svara ekki málefnalega og fara að tala um allt annað. 

Í USA hefur ríkisvaldinu kinnroðalaust verið beitt gegn pólitískum andstæðingum núverandi valdhafa. Það er sömuleiðis að verða sífellt erfiðara að koma fyrirtæki á laggir þar og kostnaður vegna reglna leggst ójafnt á fyrirtæki - þó þú vitir það ekki. 

Hvað er TPP samkomulagið margar blaðsíður? Hvað segir það þér? Hvað eru lög og reglur í sambandi við skattkerfið í USA margar blaðsíður? Hvað segir það þér?

Vinsamlegast ekki svara með einhverri sögu af Bjarti, Sölku eða Ghengis Khan. Reynum að halda okkur við umræðuefni. Þá átt enn algerlega eftir að svara málefnalega því sem ég nefni í nr. 9. Taktu svolitla áhættu í lífinu og reyndu að vera málefnalegur!!

Helgi (IP-tala skráð) 12.11.2015 kl. 17:26

16 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Helgi, þú hefur algjörlega frjálst val með að kveða uppúr að þú sért ekki asni, og borðir ekki gulrætur.

Og þar með skil ég vel að þú skiljir ekki orð af tilvísunum mínum.

Veit ekki hvað svo sem ég er að reyna en reikna með að þú hafir gaman að því svo alltílagi að koma með eitthvað örstutt.

Í það fyrsta, gerir þú þér grein fyrir því að þú hefur ekki komið með eitt einasta dæmi um samfélag sem hefur lifað af samkeppni þjóðanna, og á sama tíma verið með veikt ríkisvald, og eða veika miðstýringu?

Ég benti þér hins vegar á öflugasta stórveldi Suður Ameríku fyrr og síðar, og það var með 100% ríkisvald.  Og rannsóknir á beinaleifum sýna fram á almenna velferð, það er að allir höfðu í sig og á. Eitthvað sem er mjög sjalfgæft í mannkynssögunni.  Það sama gildir um öll stórveldi sem hafa ríkt í lengri tíma en í örmynd, grunnforsendan er öflugt ríkisvald og stöðug skattheimta.  Ástæða þess að þú kemur ekki með dæmi úr hinum endanum, er sú að það er ekkert dæmi.

Í öðru lagi þá sagði ég þér hvað frjálshyggjan væri í raun, get alveg útdráttað það; "hún miðast að því einu marki að losa um tök ríkisvaldsins á efnahagslífinu, með því að afregluvæða það gagnvart stórfyrirtækjum, en ofregluvæða það gagnvart einstaklingnum og fyrirtækjum hans.", en þú svaraðir eins og kommarnir þegar þeir frýja sig ábyrgð á voðaverkum Maós og Stalíns, "þeir voru ekki kommúnistar, veist þú hvað kommúnismi er?".

Samsvörun sem fellur eins og flís við rass.

Kommúnisminn hefur kannski verið einu sinni reyndur í flugumynd, og það var hjá Pol Pot, og líklegast má segja að leisý fer hafi einu sinni verið ráðandi í efnahagslífi þjóðar, og það var á Englandi svona fyrri hluta 19. aldar, og fram yfir hana miðja.  Og vissulega var ástandið þar betra en í Kambódíu, en fyrir verkafólk var þessi smánarblettur breskrar sögu helvíti á jörð, enda knýr hugmyndafræði þess í neðra frjálshyggjuna áfram.

En það er ekkert svar við raunveruleikanum að segja, "við höfum aldrei fengið alvöru prufukeyrslu", því um leið og ríkisvalið er veikt, þá taka hinir stóru yfir.  Alveg eins og þú getur ekki svipt fólk eignum sínum og rekið það í einhver stórfyrirtæki samyrkjunnar eða í ríkiseigu, án þess að beita ofbeldi og kúgun.

Þess vegna eru þeir Marx og Hayek hagtrúboðar, og þó að Friedman hafi verið góður hagfræðingur, þá var hann skelfilegar þjóðfélagsrýnir. Fátækrarstefna hans endar alltaf með borgarastyrjöld.  Fólk sem er skilið út undan, er fyrirfram dæmt úr leik, það snýst alltaf gegn samfélaginu, reynir að brjóta það niður.

Síðan í þriðja lagi að þá lauk samfélagssáttinni í Bandaríkjunum, það er sú sátt að allir legðust á eitt við að bæta lífskjör allar í landinu, um miðjann níunda áratug síðustu aldar.  Og síðan hefur ríkt alræði stórfyrirtækja og stórkapítalista.

Ég veit ekki hvernig þú fékkst þá flugu í höfðið að það væri einhver munur á demókrötum eða repúblikönum, en ég get allavega sagt þér að borgarlegir íhaldsmenn eiga ekki síður heiður af nútíma velferðarkerfinu en þeir sem kalla sig sósíalista af einhverju tagi.

Velferðarsaga repúblikana er ekki síðri en demókrata, enda báðir flokkarnir borgaralegir íhaldsflokkar.

Þessu lauk bara með auðræðinu,og síðan hafa bandaríkjamenn stefnt í glötun, hægfara í byrjun, en síðan hefur spírallinn undið hratt uppá sig.

Einn daginn mun fátækt fólk hætta að dópa, og vígbúast, og yfirstéttin er það úrkynjuð að hún ekki geta varið sig.  

Svertingjarnir eru ekki bara í fangelsunum, þeir eru líka í hernum.

En ég er ánægður með eitt Helgi, þú tókst eftir vísan mína í Sölku, þér er ekki alls varnað.  Og það er rétt hjá þér, við Bjartur erum skyldir.

Ég þoli ekki yfirvald, en hóflegt ríkisvald er illskárra en alræði höfðingjanna.

Og svei mér þá, ég held að það séu einhver blóðtengsl milli þín og Bjarts, þó það sé kannski langt aftur í aldir.

Enn og aftur takk fyrir spjallið.

Ég læt einhvern tímann í mér heyra aftur, og þá mun ég örugglega hnýta eitthvað í frjálshyggjuna.  Hvað sem segja má um ykkur strákana, þá finnst mér þið vera langskemmtilegastir í netheimum í dag.

Þið hafið skoðanir og döngun til að verja þær.

Heyrumst.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 12.11.2015 kl. 22:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 8
  • Sl. sólarhring: 17
  • Sl. viku: 454
  • Frá upphafi: 1412816

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 393
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband