Veruleikafirrtur ráðherra fattar ekki samtíð sína.

 

Fattar ekki gildi náttúrunnar.

Fattar ekki hvernig fólk bregst við ofríki og kúgun ráðandi auðstétta.

 

Fattar ekki að fólk ver það sem því er kærast.

Og fólk nýtir þá miðla sem virka.

 

Ein af mörgum vísbendingum af hverju Sjálfstæðisflokkurinn er deyjandi flokkur.

Langt kominn með að verða steingerður þurs sem fólk sér og segir af tröllasögur.  Um að einu sinni hafi blóð leikið um æðar steinsins, hann hafi ríkt og ráðið, haft kraft og styrk til að ráða því sem hann vildi ráða.

En börnin trúa ekki því þau sjá bara steininn.

Enda kýs ekki ungt fólk flokkinn, styrkur hans sækir í deyjandi fólk.

 

Þú rífst ekki við tímann.

Spyrjið bara Stalín.

Og stalínísk stóriðjustefna og virkjanabrjálæði er þurs liðins tíma.

 

Enginn saknar, engin ber sér á brjóst til að verja.

Nema Ragnheiður, og nokkrar aðrar tímaskekkjur.

 

In memoryum.

In memoryum.

Kveðja að austan.


mbl.is Samstarf og samtal í stað herlúðra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég vill virkjanir en þessi sæstrengur er MJÖG hættulegur

allt í einu sjá fjárfestar í heiminum að hægt er að græða á virkjunum á Íslandi

Alþjóðlegir fjárfestar hafa hingað til svifist einskis að koma ár sinni fyrir borð

og manni virðist að þeir séu nú þegar búnir að kaupa forstjóra Landsvirkjunar til lags við sig

Það yrði búið að selja Landsvirkjun og allt hennar hafurtask innan 10 ára frá því ákvörðun um að leggja sæstreng yrði að veruleika

Björk og Co ættu að beina spjótum sínum að forstjóra Landsvirkjunar sem ekki opnar munnin án þess að dásama þenna sætreng með fölskum fagurgala

Grímur (IP-tala skráð) 6.11.2015 kl. 21:02

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tek undir þetta Ómar, deyjandi þursaflokkur er vel við hæfi. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.11.2015 kl. 21:06

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Grímur.

Ég held persónulega að þau Björk og frændi minn Magnason séu að beina spjótum sínum í rétta átt.

Kalla það aðeins kommon sens, en þrátt fyrir slettuna, þá hef ég upplifað tímana marga.  Og hef lesið eina eða tvær bækur.

Þekki því einkennin, þekki þau takmörk sem græðgin reynir að yfirstíga.

Og græðgin spyr ekki um sæstreng, hún spyr um gróða.

Og taumur dugar ekki að hemja hana.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 7.11.2015 kl. 00:08

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Ásthildur.

Á einhverjum tímapunkti þarf andófið að átta sig á því að fjármagnið endurnýjar flokka, og það dreifir kröftum þeirra sem eru á móti.

Vísa á fyrri pistil minn í dag, sem er aðeins undanfari þess sem ég vildi sagt hafa, en þarf jarðveg til að segja.

Það er of seint að iðrast þegar allt er búið.

Gleymum því ekki.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 7.11.2015 kl. 00:12

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Einmitt Ómar.  Það þarf að halda þessu vakandi. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.11.2015 kl. 11:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 456
  • Frá upphafi: 1412818

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 395
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband