6.11.2015 | 14:18
Alræðisstjórnir þurfa líka að hlusta.
Þegar heimsbyggðin bankar uppá og segir; "SVONA GERIR MAÐUR EKKI".
Þess vegna eru andófsmenn víða látnir lausir, slakað á kúgun og pyntingum, hætt að ráðast í framkvæmdir sem valda óafturkræfum umhverfisspjöllum.
Þess vegna er ekki herforingjastjórn lengur í Burma.
Þær neyðast til að hlusta því annað er slæmur bissness.
Það er enginn Eyland lengur, nema kannski Norður Kórea, og já hugsanlega spurning hvort þeir félagar, Bjarni og Sigmundur, hafi dagað upp sem steingerð nátttröll og telji sig ekki þurfa að hlusta, að þeir megi eyðileggja eitt af djásnum heimsins, ef það færir þeim og þeirra kostunaraðilum aur í vasann.
Geti því hundsað umheiminn ef þeim býður svo við.
Á það mun reyna því umheimurinn mun ekki þegja.
Ákallið var það sterkt, heyrist það víða.
Og tilefnið ærið.
Þarft framtak hjá þeim Björk og Andra Snæ.
Mættu þau endurtaka leikinn áður en vogunarsjóðum verður afhent allan umfram gjaldeyri landsins.
Það rán gæti líka verið óafturkræft.
Ekki fyrir náttúruna, heldur þjóðina.
Fólkið í landinu, tilverugrundvöll hennar og sjálfstæði.
Og þjóðarvernd er líka náttúruvernd.
Því buguð þjóð í vasa hins skítuga fjármagns er einskis spurð.
Náttúruauðlindir hennar mergsognar.
Og þá er ekki spurt um náttúruvernd.
Kveðja að austan.
Það er ekki til nein álfaorka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:11 | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 350
- Sl. sólarhring: 703
- Sl. viku: 5934
- Frá upphafi: 1399873
Annað
- Innlit í dag: 313
- Innlit sl. viku: 5077
- Gestir í dag: 305
- IP-tölur í dag: 303
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.