5.11.2015 | 14:42
Fávitavæðing frjálshyggjunnar nær nýjum hæðum.
Í bandarískum stjórnmálum.
Ekki að bullið sé nýtt, það hefur aldrei áður hlotið svona mikinn hljómgrunn.
Aldrei komist á toppinn skoðanakönnunum fyrr.
Ekki það að sagan sé ný, forheimskan gekk frá vöggu lýðræðisins í Aþenu forðum daga.
En í dag er þetta ekki fyndið, ógnirnar sem steðja að framtíð barna okkar er það alvarleg, að kostun auðsins á fávitum í bandarískum stjórnmálum er grafalvarlegt mál.
Í annarri frétt hér á Mbl.is er fjallað um nornaveiðar þeirra gagnvart vísindamönnum sem voga sér að fara gegn hagsmunum kolefnaiðnaðarins i loftslagsmálum;
"Um miðjan október notaði vísindanefndin, sem repúblikaninn Lamar Smith frá Texas veitir formennsku, nýfengnar heimildir til að gefa út stefnur til að krefja haf- og loftslagsstofnunina NOAA um gögn sem ná yfir sjö ára tímabil sem tengjast loftslagsathugunum stofnunarinnar. Stofnunin hefur neitað að verða við því. Tilefnið er rannsókn sem birtist í vísindatímaritinu Science í sumar en niðurstöður hennar bentu til þess að hlé á hnattrænni hlýnun síðustu tvo áratugi sem kenningar hafa verið um hafi í raun ekki átt sér stað. Hlýnun jarðar hafi verið nánast sú sama á hverjum áratug frá miðri síðustu öld. Við rannsóknina leiðréttu vísindamenn NOAA meðal annars þekktar kerfislægar skekkjur í mælingum á hitastigi."
Sannleikann á að þagga niður með öllum ráðum.
Líkt og tóbaksiðnaðurinn gerði í svo mörg ár varðandi skaðsemi reykinga.
Nema núna er ekki líf reykingarmanna í húfi, heldur sjálf framtíð okkar hér á jörðu.
Bandaríkin eru það áhrifamikil í hinum vestræna heimi að það er ekki hægt að hundsa þessa fávitavæðingu.
Hún snertir okkur öll.
Og ekki hvað síst, þá er hún smitandi, það sem auðnum tekst þar, er líka reynt hjá okkur.
Sjálfstæðisflokkurinn er ekkert eyland.
Gleymum því ekki.
Kveðja að austan.
Pýramídarnir korngeymslur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 3
- Sl. sólarhring: 622
- Sl. viku: 5587
- Frá upphafi: 1399526
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 4767
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sem sagt að þú vilt halda í þá kreddu, að meint hlýnun jarðar stafi af aukningu á koltvíildi úr 0,035% (350 ppm) í 0,04% (400 ppm) af andrúmsloftinu? Eitt er að tala um gróðurhúsaáhrif á Marz og Venus sem hvor um sig hafa 96% koltvíildi í andrúmsloftinu, annað er að bulla um gróðurhúsaáhrif af völdum koltvíldis á jörðinni þar sem hlutfall þessarar lofttegundar og annarra gróðurhúsalofttegunda fer langt undir 1%.
Það er sólin sem er stærsti áhrifavaldur á hitastig og veðráttu á jörðinni, ekki vart mælanlegar lofttegundir. En að halda því fram að svo sé og að það sé af mannavöldum er big business og þúsundir manns hafa lifibrauð af þessari blekkingu, meðan efasemdarmenn eru útskúfaðir. Auk þess er þetta endalaus uppspretta sk. grænna skatta fyrir peningagráðugar ríkisstjórnir.
Pétur D. (IP-tala skráð) 5.11.2015 kl. 18:21
Jamm og jæja Pétur.
Og pýramídarnir korngeymsla??
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 5.11.2015 kl. 19:35
Við erum ekkert í neinni aðstöðu til að hlæja að hálfvitum á bandaríkjaþingi. Sjáðu bara liðið sem *við* höfum kosið á þing:
1: Ólöf Þorvarðar, sem ætlaði að borga hómópötum úr ríkissjóði.
2: Birgitta Pírati, sem lagði til í alvöru að setja viðskiftaþvinganir á Kína.
3: Steingrímur J. sem hefur *aldrei* haft rétt fyrir sér.
...osfrv.
Man ekki nöfnin, en einhver vildi skoða hvort álverið væri að selja vopnaframleiðendum ál til að nota í sérlega léttar byssur fyrir barnahermenn. Sagði það í alvöru. Minnir það hafi verið fyrrum þingmaður VG. Eða Siv.
Svo grófu bylgjumenn hann Jón Baldvin, og allt sem hann sagði var heimskulegt, rangt.
Við ættum ekki að glápa of mikið á flísina í auga náungans, ekki fyrr en eftir að við höfum gert eitthvað í öllum þessum bjálkum sem eru í okkar augum.
Ásgrímur Hartmannsson, 6.11.2015 kl. 00:02
Hlæja já hlæja, ég get svo sem játað að mín fyrstu viðbrögð eru yfirleitt að hlæja að nýjasta vitleysisganginum hjá þeim þarna í vestrinu, finnst það reyndar merkilegt hvernig idjótaskapur getur orðið viðurkennt norm í nútímasamfélagi.
En það gengur ekki að hlæja Ásgrímur, þetta er dauðans alvara maður.
Og umfjöllun mín eftir því.
En Ásgrímur, mér finnst nú dæmi þín ekki vera sambærileg.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 6.11.2015 kl. 08:23
Hvernig eru dæmin ekki sambærileg? Vegna þess að þau eru ekki frá USA?
Þau lýsa heimsku á íslandi, jú, vissulega, frekar en fáfræði í USA. Og heimska, sem sagt greindarskerðing, er stórum erfiðara vandamál við að etja en fáfræði.
Ásgrímur Hartmannsson, 6.11.2015 kl. 17:51
Góð nálgun hjá þér Ásgrímur, það eru svona hlutir sem ljá bloggi mínu gildi, það er flæði umræðunnar í athugasemdarkerfinu.
En ég er ekki að tala um heimsku versus fáfræði, ég er að tala um fávita, sem eru stórum alvarlegra.
Allar þjóðir eiga sína Bakkabræður, og frændgarður þeirra liggur víða, þó ekki sé það alltaf ljóst hvert hann liggur.
En mér vitanlega eru þeir hvergi normið nema hjá bandarískum hægriöfgamönnum.
Sem er líklegast eina landið þar sem heimurinn hefur ekki efni á þeim.
Sem aftur gerir að verkum að það er ljótt hjá mér að hlæja, málið er nefnilega grafalvarlegt.
En samt, drepfyndið.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 6.11.2015 kl. 18:22
En hins vegar Ásgrímur, þá má lengi fjalla um frændgarðinn, feisbókarvinur minn, hún Dísa Dannerskjöld hefur verið iðinn við að vekja athygli á heimsku hins pólitíska rétttrúnaðar í Svíþjóð og víðar í Skandinavíu.
Nú síðast við þessa frétt (vona að hún peistist).
"Sænskir menntaskólanemar krefjast þess að fá viðvörun, ef bókmenntaverk innihalda ástaratlot gagnkynhneigðra hvítra manns og konu, vegna þess að slíkar lýsingar eru "normstyrkjandi" og gætu haldið þeim föstum í þeirri hugmynd, að ást eigi sér ævinlega stað milli hvítra. (!)
Ómar Geirsson, 6.11.2015 kl. 18:26
Sæll.
Lestu þér svolítið til og kynntu þér hina hliðina áður en þú ferð að nota orð eins og þú notar. Það er alltaf sniðugt að kynna sér báðar hliðar. Ertu kannski búinn að gleyma því þegar fjölmiðlar vöruðu við mikilli kólnun?
Kannast þú ekkert við hina svokölluðu "Litlu íslöld" frá 1645-1715? Varð hún vegna þess að allt í einu varð svo lítið um gróðurhúsalofttegundir í lofthjúpnum?
Helgi (IP-tala skráð) 8.11.2015 kl. 11:02
Já, Helgi, þá er bara að fara safna korni fyrir næstu ísöld, nóg er af plássi í Epyptalandi.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 8.11.2015 kl. 15:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.