3.10.2015 | 17:05
Skammtímaminni músarinnar er minni þjóðarinnar.
Sem svarar hinni klassísku spurningu um Mýs eða menn.
Útskýrir eiginlega allt sem útskýra þarf um stöðu þjóðarinnar í dag.
Og þá er ég ekki að tala um hin ytri áhrif gullgraftarins sem kenndur er við ferðamenn.
Jóhanna seldi þjóð sína.
Við værum þrælar í dag hefði vilji hennar gengið eftir.
En svo aum var hún að þrátt fyrir stuðning útrásarfjármagnsins og þess bakhjarls sem ESB er landsölufólki, þá hafði hún ekki erindi sem erfiði.
Sem þjóð höfum við ennþá val.
Meðal annars valið að upphefja Jóhönnu.
Fyrir það á hún reyndar þakkir skilið.
"Geta" hennar var okkar gæfa.
Kveðja að austan.
Telja Jóhönnu hafa staðið sig best | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 7
- Sl. sólarhring: 16
- Sl. viku: 453
- Frá upphafi: 1412815
Annað
- Innlit í dag: 7
- Innlit sl. viku: 392
- Gestir í dag: 7
- IP-tölur í dag: 7
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
"Geta" hennar var okkar gæfa".
Við getum sem sagt þakkað henni fyrir að hafa verið pólítískur fáviti. Það er nokkuð til í því ...
Pétur D. (IP-tala skráð) 3.10.2015 kl. 18:53
Blessaður Pétur.
"Pólitískur fáviti" er svo sem þitt orðalag en ekki mitt en ég skil svo sem alveg tilvísun þína.
Fatta samt ekki hvað orðið "nokkuð" er að gera þarna.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 3.10.2015 kl. 22:02
"Pólítískur fáviti" er stjórnmálamaður/kona sem þjáist af pólítískri fávizku.
Ef orðið "nokkuð" væri ekki þarna, þá væri setningin svona: "Það er til í því ..." og ég veit ekki hvað það þýðir.
Pétur D. (IP-tala skráð) 4.10.2015 kl. 01:54
Góður punktur Pétur, það var setningin í heild sem ég fattaði ekki.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 4.10.2015 kl. 11:25
Heill og sæll, Ómar!
Gleymum ekki öllum stjórnarskrárbrotunum hennar Jóhönnu & Co.! ––> http://jvj.blog.is/blog/jvj/entry/1265200/
Jón Valur Jensson, 4.10.2015 kl. 15:43
Blessaður Jón Valur.
Ég hef engu gleymt, sem skýrir að ég gerði undantekningu, og henti inn þessum örpistli.
Rökin fylla síðurnar, og ítarlegu rökin heilu bækurnar, en ég vildi aðeins minna á einn hlut, þann eina sem ég get sagt jákvætt um ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttir, og sem alfarið er henni að þakka.
Enda þegar niðurstaða meirihlutans er svona afgerandi, þá verður maður að halda sig á jákvæðum nótunum, tína það til sem hægt er að þakka fyrir.
Og er alveg tilbúinn að ítreka ef ske kynni að leslatir hefðu ekki náð að lesa niðurlag pistilsins.
""Geta" hennar var okkar gæfa."
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 4.10.2015 kl. 18:20
sæll Ómar.
Þú slærð naglann í höfuðið. Auðvitað getum við þakkað Jóhönnu og þá einnig Steingrími frá Gunnarsstöðum, fyrir þá gæfu sem íslenskt samfélag varð fyrir í eftirmála þeirra gjörða.
Eggert Guðmundsson, 7.10.2015 kl. 23:08
Blessaður Eggert.
Já, það er ágætt samkomulag milli mín og naglans.
Skiptir svo sem ekki máli, en ég gat ekki þagað.
Mundi þá hvaða gæfa það var að þjóðin fékk tækifæri til að upphefja sína mislukkuðu böðla.
Og þakkaði fyrir mig.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 8.10.2015 kl. 15:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.