Þetta gerðist í Afríku uppúr 1890.

 

Evrópubúar tóku yfir innvið samfélaganna, og byggðu þá upp.

Járnbrautir, hafnir, vegir.

 

Af einhverjum ástæðum voru Afríkubúar ekki hamingjusamir með þetta fyrirkomulag, allavega ekki þegar reynslan skar úr um hvar arðurinn lenti.

Evrópskir fjármagnseigendur voru hinsvegar mjög hamingjusamir.

Ein fjárfesting, áratuga hóglífi.

 

 

Það þarf ekki mikinn spádómsanda til að benda á að sagan muni endurtaka sig.

Að frelsisstríð muni brjótast út í Grikklandi.

 

Vissulega keypti hið þýska fjármagn hina vinstrisinnuðu stjórnarandstöðu, þá einhver fjármálaráðherra með æru hafi ekki fattað það.

Ekki flóknara en þegar vogunarsjóðir fjármögnuðu kosningabaráttu allflestra flokka á Íslandi í síðustu kosningum.

Og uppskáru að hver króna sem er laus, rennur í vasa þeirra.

 

Vandinn er sá að þú kaupir ekki frelsi þjóða.

Þú kaupir ekki framtíð þeirra með að kaupa upp stjórnmálamenn nú-isins.

 

Þetta vissi Hitler, þess vegna notaði hann skriðdreka.

Hefði átt Grikkland í dag, hefði hann haldið friðinn við Stalín.

 

Bandalag fjármagnsins við Eurokrata styðst hins vegar ekki við vopnavald.

Og Þorsteinn Pálsson mun seint duga þegar á reynir.

 

Grikkir munu því sækja frelsi sitt, daginn sem þeir afhausa svikarana.

Örlög Mússólínis eru ekki einstök.

 

En þýsku fjárfestarnir þurfa svo sem ekki að hafa miklar áhyggjur.

Tap þeirra verður prentað út af þýska Seðlabankanum í Brussel.

Hann prentar nefnilega fyrir fjárfesta þó þjóðir séu þrælkaðar.

 

Gömul saga og ný.

Það er ekki sama hvort það sé Jón eða Séra Jón.

Fólk eða fjármagn.

 

Þess vegna eru byltingar nauðsynlegar.

Þess vegna eru byltingar blóðugar.

Blóð mun fljóta í Grikklandi innan tíðar.

 

Eina spurningin er hvernig hinn íslenski Jón mun bregðast við þegar hann fattar innihald hinna skrautlegu umbúða sem kennt er við stöðugleika, að ríkisstjórnin sveik hann og það verður ekki króna eftir.

Spurning því við erum friðsöm þjóð.

 

En það voru Norðmenn reyndar líka.

Svo kannski er engin spurning í því sem tíminn felur.

 

Þjóðarsvik eru ekki ávísun á langlíf.

Kveðja að austan.

 

 

 


mbl.is Þjóðverjar taka við rekstri 14 flugvalla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Ef ég man rétt þá var Ríkissjóður næstum því skuldlaus fyrir hrunið 2008, af hverju er ríkissjóður svona skuldugur í dag?

Voru þetta ekki einkafyrirtæki, bankar og útfarar Víkingar sem fóru á hausinn?

Hvaðan koma þá allar þessar Rikisskuldir?

Er ekki kominn tími til að Rikið útskýri hvaðan skuldirnar koma?

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 19.8.2015 kl. 03:03

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Það er nú spurningin Jóhann hjá sjálfstæðu ríki með sinn eigin gjaldmiðil, þegar kóngar í gamla daga útþynntu gjaldmiðilinn, þá voru þeir ekki skuldfærðir fyrir þeirri rýrnun sem varð á gullmyntinni þegar kopar var blandað saman við gullið.

Að stærstum hluta eru þessar skuldir bókhaldfiff sem þjóna þeim eina tilgangi að koma hluta af skattpeningum okkar í vasa fjármagnseigenda.

Sama gildir um hávaxtastefnu Seðlabankans, þetta hefur ekkert meir með stjórn efnahagsmála að gera en það vúddú að fórna mönnum til að sólin komi upp á morgun.

Makríllinn og ferðamenn reistu við efnahag þjóðarinnar, ekki afæturnar sem sjúga úr því blóð.

Heilbrigt líf er komið undir því að losa sig við afætur og sníkjudýr, þess vegna munum  leppar fjármálaglæpamannanna ekki verða langlífir á valdastóli.

Og Grikkir munu hreinsa til.

Og eftir þessa frétt er ljóst að sú hreinsun verður blóðug.

Óhjákvæmilegt.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 19.8.2015 kl. 08:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 509
  • Sl. sólarhring: 682
  • Sl. viku: 6240
  • Frá upphafi: 1399408

Annað

  • Innlit í dag: 431
  • Innlit sl. viku: 5286
  • Gestir í dag: 396
  • IP-tölur í dag: 390

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband