Er verið að blöffa þjóðina??

 

Eða dæmisagan af miskunnsama Samverjanum hinum síðari.

 

Sú saga er sögð frá þeim tímum að örfáir auðmenn ríktu alsælir í Evrópu á tímum sem kallaðir voru lénstími, að bóndi einn fékk óvænta fjárkröfu frá lénsdrottni sínum.  Hún var óvænt því bóndinn hafði alltaf staðið í skilum með lénsskuld sína, og átti ekki að öðru leiti í neinum viðskiptum við lénsherrann sem gátu útskýrt hina meintu skuld.

Rök lénsherrans voru hins vegar ákaflega einföld, hann hafði tapað einhverju léní í fjarlægu héraði og þurfti að bæta sér upp tekjutapið.  Undirliggjandi var að hann girntist land bóndans, ásamt bústofni.

 

Á þessum tímum frelsis og frjálsræðis auðmanna var valdið þeirra, en valdleysi allra hinna.  Bóndinn þurfti því að greiða kröfuna, vandinn var bara sá að krafan var töluvert hærri en allar eigur bóndans samanlagt, dugði ekki til að hann og hans búalið ynni kauplaust alla sína ævi.

Þá kom hinn miskunnsami Samverji til sögunnar, hann gaf eftir kröfu sína, umfram eigur bóndans.

Hlaut af því mikið lof og prís, enda örlæti mikið að innheimta ekki það sem ekki var til.

 

Það fylgdi hins vegar ekki sögunni að hinn örláti lénsherra hafi sent konungi sínum bréfadúfu þar hann bauðst til að grynnka á skuldum ríkisins með því sem umfram var eigur, enda gerðist þessi saga fyrir tíma Bakkabræðra.

Á Íslandi hafa menn hinsvegar náð saman um að lofsama þá gjörð.

Hún dugði til að sameina hið sundraða Alþingi.

 

Og engar aðvörunarbjöllur klingja þegar flokkarnir sem margreyndu að selja þjóða sína í hendur fjárkúgara og hrægamma, ná saman við hagsmunagæsluflokka kvótalénsaðalsins um að lofsyngja það örlæti að gefa það eftir, sem aldrei var til.

Engin evra kemur uppí tjónið sem fjármálaglæpamennirnir ollu þjóðinni, allur gjaldeyrir, umfram daglegan rekstur, er kreistur úr framtíð barna okkar.

 

Þetta er Ísland í dag.

Kveðja að austan.

 


mbl.is Töluðu um „svipur og gulrætur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikt Helgason

Sammála. Það að SJS, ÁPÁ og slitastjórnirnar séu hamingjusamar með útkomuna hefði átt að hringja einhverjum bjöllum hjá fólki en því miður þá gerir það það ekki. 

Benedikt Helgason, 10.6.2015 kl. 17:11

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Nei, kirkjuklukkurnar eru þagnaðar Benedikt.

Í dag er samið um framtíðina á þann hátt að þeir sem ógna henni, eru mjög ásáttir.  Fá það sem hægt er að taka, gefa restina eftir.

Sem betur fer þetta ekki hugarfarið á Lúneborgarheiði fyrir 70 árum, þar var uppgjöfin skilyrðislaus, ekki ásættanleg fyrir ógnvaldana.

Það er af sem áður var.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 10.6.2015 kl. 23:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 385
  • Sl. sólarhring: 755
  • Sl. viku: 6116
  • Frá upphafi: 1399284

Annað

  • Innlit í dag: 326
  • Innlit sl. viku: 5181
  • Gestir í dag: 301
  • IP-tölur í dag: 297

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband