24.3.2015 | 08:54
Harmleikur.
Og hvernig bregst kerfið við??
Jú, það reynir rústa því lífi sem eftir er.
Svertan sýgur í sig alla mennsku.
Bandaríkin er þjóð á heljarþröm.
Við það að hverfa ofaní ginnungagap óreiðunnar þar sem er enginn siður, engin mennska, enginn mannkærleikur.
Ögurstund hins siðaða manns er hvernig hann bregst við framboði Teboðshreyfingarinnar, hvort hann snúist til varnar gegn hinum Örfáu, 1% sem hefur tvöfaldað hlutdeild sína í þjóðarauðnum á örfáum árum, og heldur úti stjórnmálamönnum sem hafa það eina markmið að koma á þjóðfélagskerfi þar sem hinir ríku mega allt, ráða öllu, þurfa engan að spyrja.
Almenningur aðeins vinnudýr, aðeins kostnaður.
Öfund, græðgi, hatur, ótti, trúgirni og trúmisnotkun, eru stefnin sem spiluð verða í komandi kosningabaráttu.
Og ef sigur vinnst, mun miðaldamyrkrið leggjast yfir bandarískt samfélag.
Svertan hefur sýkt, en hún hefur ekki sigrað.
Það er munur að standa á bjargbrún eða hafa fallið niður í hringiðju illskunnar.
Niðurstaða kosninganna skiptir okkur öll máli.
Ekki bara vegna þess að ómennska hægri öfganna smitast út til annarra vestrænna landa.
Heldur fyrst og fremst vegna þess að þetta er liðið sem fjármagnar efann gegn loftslagsvánni, og þetta er liðið sem hefur komið öllu í bál og brand í hinum forna heimi Miðjarðarhafslanda.
Þetta er liðið sem hefur Harmageddon á dagskrá sinni.
Það sem þú gerir mínum minnta bróðir, gerir þú mér sagði vís maður.
Viska sem mörgum er hulin því þeir tengja hana trú sem ógnar tóminu í lífi þeirra og vitund.
En segir aðeins það eitt, að þegar við horfum í hina áttina þegar ómenni og ómennska níðist á þeim sem getur ekki varið sig, þá hættir ómennskan ekki þar, hún breiðist út.
Og hittir að lokum þig sjálfan fyrir.
Þess vegna sá ég ástæðu til að pistla um þessa sorglegu frétt.
Harmleik barnsins sem kerfið ákvað að gera illt úr.
Þegar við líðum það þegjandi, þá rennur upp sá dagur, að kerfið skorti alla mannúð, alla samkennd, og er ófært um að sýna samúð og samhygð.
Verður það sem Dante lýsti svo vel í ferð sinni til þess í neðra.
Þannig starfar hringiða illskunnar.
Þannig verður heimurinn að ginnungagapi sem enginn vill lifa í.
Vígöld, vargöld, skálmöld.
Í okkar boði.
Því við látum okkur ekki varða.
Og snúumst ekki til varnar gegn ómennskunni.
Kveðja að austan.
Tólf ára drengur í gæsluvarðhaldi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 10
- Sl. sólarhring: 13
- Sl. viku: 456
- Frá upphafi: 1412818
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 395
- Gestir í dag: 9
- IP-tölur í dag: 9
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.