23.3.2015 | 14:48
Faðirvor andskotans.
Er það kallað þegar menn kyrja faðirvorið afturábak.
Eins er það kallað djöflamessa þegar sá í neðra er ákallaður í kirkju þar sem öllu hefur verið snúið á hvolf.
Og það er guðlast að kenna stjórnmálamann úr röðum Teboðshreyfingarinnar við íhaldsmann af guðsnáð.
Ekki nema ef Morgunblaðið hafi ákveðið að taka þann í neðra í guðatölu.
Kveðja að austan.
Íhaldsmaður af guðs náð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 6
- Sl. sólarhring: 15
- Sl. viku: 452
- Frá upphafi: 1412814
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 391
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hvergi finnurðu stóryrðum þínum stað í þessum pistli, Ómar.
Så simpelt er det.
En er þetta kannski bara æfing fyrir annað og meira?
Jón Valur Jensson, 23.3.2015 kl. 16:04
Ég vona að þú sért ekki svag fyrir djöflamessu Jón Valur??
En ef þú ert að ergja þig á ábendingu minni til Moggans um að réttu röð hlutanna, þá hef ég ekkert með að gera hvernig sá í neðra vinnur, en ég veit að hann er útsmoginn andskoti og hefur vélað marga þarna vestur frá til fylgis við sig.
Hvort eitthvað meir sé á leiðinni spyrð þú, þá er svarið það að í augnablikinu nenni ég ekki að blogga yfir tómu húsi, og læt því ýmsa sérvisku mína ósagða. Læt þetta svona frekar fljóta með svona við og við.
Hins vegar veit ég ekki hvað ég geri þegar ég útskrifast úr trú 303, hvort ég haldi áfram og taki trú 403, en þar er útskriftarverkefnið að fjalla um frjálshyggjuna, og áhrif þess í neðra á hana.
Og þá er víst engin afsökun þó aðeins örfáir lesi um hina Örfáu.
Veit ekki Jón Valur, veit ekki.
Ætli tíminn fái ekki að skera úr um þetta eins og margt annað.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 23.3.2015 kl. 16:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.