Ef yfirlýsingu Sigríðar Ingibjargar er snúið á mannamál.

 

Þá kemur fátt annað efnislega fram í henni en þessi síendurtekna mandra;

"Þið eruð fífl gott fólk, þið eruð fífl, trúið mér.

Um fáráð röksemda hennar ætla ég ekki að fjalla, Sighvatur Björgvinsson segir allt sem segja þarf í grein í Morgunblaðinu í dag.

 

Hins vegar er full ástæða til að spyrja hvað voru bláeygðir stuðningsmenn Sigríðar Ingibjargar að hugsa þegar þeir studdu þetta fyrirfram skipulagða launsátur auðtengsla flokksins?

Áttu þeir von á öðrum viðbrögðum viðbrögðum ef atlagan hefði mistekist?

Við hverju bjuggust þau ef atlagan hefði heppnast og Sigríður kosinn formaður með minnsta mun??

 

Friði, sátt, samlyndi??

 

Maður getur ekki að því gert að maður spyr sig hvaða erindi þetta fólk á yfir höfuð í stjórnmál, hvað hefur það fram að færa svo aðrir ættu að kjósa það??

Grunnhyggni, deilugirni, vígamóð??

Er líklegt að það nái að sætta deilur í samfélaginu eða hafi þann styrk að ná fram stefnumálum sínum??

Hvenær mun það hafa tíma til þess fyrir innbyrðis deilum og vígaferlum, launráðum og baktjaldamakki??

Og er ekki eitthvað lágmarks vit forsenda þess að ná árangri??

 

Ótrúlegt að það skuli ekki sjá hvað það hefur gert sjálfu sér og flokknum.

 

En fólk má svo sem afhjúpa sig og flokk sinn ef það kýs svo.

Eftir stendur hver var tilgangur þeirra manna sem skipulögðu launsátrið sem átti að eyðileggja stjórnmálamanninn Árna Pál fyrir fullt og allt, og stór laska þessa samfylkingu félags og jafnaðarfólks??

Þegar menn hugsa til svipaðs klúðurs af hálfu ríkisstjórnarinnar, sem átti hápunkt sinn í bréfinu fræga til Brussel, þá er ljóst að um sameiginlegt markmið er að ræða.

 

Markmiðið að valda ólgu og upplausn í íslensku samfélagi.

Ýta undir uppgang bjánabelgja, kaffæra alvöru stjórnmál.

Ganga að lýðræðinu dauðu.

 

Hver hefur haginn??

Hver hefur fjármagnið??

 

Þar er efinn, en á bak við hann er svarið.

Kveðja að austan.

 


mbl.is Undiraldan komin upp á yfirborðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Sæll Ómar.

Ég tel ekki að ólga og upplausn hafi skapast í samfélaginu vegna formannskosninga í Samfylkingunni 10% flokki. Ef eitthvað hafi gerst þá mögulega hafa línur skerpst í pólitíkinni á vinstri vængnum og mögulega orsaki það málefnalegri umræður en hingað til hefur verið boðið uppá (en er þó ekki bjartsýnn)því leiðarljós þessa fólks er ekki og hefur ekki verið undir orðunum " Friður, sátt, samlyndi" eins og þú imprar á hér að ofan.

Varðandi ESB bréfið þá var það heiðarlegt útspil að láta ESB vita að við ætlum ekki inn í sambandið, enda var búið að slíta viðræðum. Viðræðum var slitið því ekki var hægt að ganga lengra skv. núgildandi þingsályktunartillögu.

Áður en við bryddum aftur upp á viðræðum við ESB um aðild, þá væri best að vera búin að breyta Stjórnarskrá okkar í þá veru, að það væri a.m.k. Stjórnarskrárheimild til staðar. 

Eggert Guðmundsson, 23.3.2015 kl. 12:59

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Eggert.

Skilningur þinn á þessum pistli minnir mig dálítið á viðbrögð húsvarðarins sem var kallaður út því margar  rúður í skólanum höfðu verið brotnar.  Jafnframt var honum boðið aðstoð við að negla fyrir til bráðabirgða.  - Nei sagði hann, þetta er ekki svo slæmt, þetta er ekki svo stór rúða. Sem var rétt, rúðan sem hann horfði á var ekki svo stór.

Vísa annars í Reykavíkurbréf Davíðs um aulaganginn í ESB umsókninni, sem er of aulalegur til að geta verið óvart, uppnámið sem fylgdi í kjölfarið, og flokkinn sem fyllir uppí tómarúmið.

Spáðu í þetta.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 23.3.2015 kl. 14:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 1851
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1559
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband