22.3.2015 | 19:53
Hvað fór svona fyrir brjóstið á Sigríði Ingibjörgu?
Hélt hún að hún kæmist upp með launsátur sitt??
Að hún gæti vængstýft formann flokksins svo að hann er aðhlátursefni á eftir, án þess að enginn segði neitt??
Að hún gæti stórskaðað flokk sinn á tímum mikillar ólgu og upplausnar í íslenskum stjórnmálum, án þess að það yrðu eftirmálar??
Hélt hún að það dygði að segja eftirá, "ég styð formann minn og núna er flokkurinn klár í hörkusókn", og þá félli allt í ljúfa löð??
Ef svo er þá staðfestir hún endanlega hinn harða dóm sem Ingibjörg Sólrún felldi yfir henni að hún væri ekki klækjastjórnmálamaður.
Sem er það eina sem gæti skýrt þessa aðför Sigríðar að Árna Pál.
Blindur metnaður og óforskömmuð valdagræðgi.
Sigríður skildi nefnilega sneiðina.
Því ef hún er ekki klækjastjórnmálamaður, þá er ekkert millistig í svona atburðarrás en að hún sé dúkkulísa sem kaldrifjaðir menn hafa teflt fram gegn Árna Pál til að eyðileggja formannsferil hans.
Svona sæt, huggulega kona sem hefur það sér helst til ágætis að vera vel máli farinn eins og einn orðaði það hér í netheimum.
Að mínum dómi staðfesti Sigríður Ingibjörg það í útvarpsviðtali þar sem hún gat ekki tjáð fréttamann neina þá ástæðu að hún færi fram gegn Árna en þá að hún hefði fengið fjölda áskorana og það væri lag því flokkurinn hefði komið illa út í nýlegri skoðanakönnun. Eins og hún væri sögupersóna í lélegum ljóskubrandara.
Og greinilega hafa fleiri hugsað sem svo því Ingibjörg Sólrún skóf ekki utan af gagnrýni sinni, þó undir gagnsærri rós væri.
Það er rétt hjá Sigríði Ingibjörgu að íhuga stöðu sína, og þá ekki út frá sármóðgun hinnar vitgrönnu ljósku.
Hún lét auðtengsl flokksins misnota sig, lét spila á hégóma sinn.
Hún tapaði, stórskaðaði flokkinn og gekk algjörlega frá æru sinni. Eða hver vill velja milli þess að vera klækjastjórnmálamaður eða dúkkulísa??
Einhvern veginn er það liðin tíð að stjórnmálamenn komist upp með að axla ekki ábyrgð á stórfelldum axarsköftum sínum.
Þess vegna er Hanna Birna fyrrverandi innanríkisráðherra, og bráðum fyrrverandi þingmaður því hún virðist ekki hafa kjarkinn til að feisa samþingmenn sína. Hvorki innan flokks eða utan.
Og Samfylkingin er ákaflega aumur flokkur ef hún gerir ekki upp við Sigríði, lætur hana taka ábyrgð gjörða sinna. Jafnvel aumari en formaður sinn sem hefur nýtt daginn til að mjálma í von að einhver klóri honum.
Svo má vissulega samt vera, að allir taki þykjustuleik á alvarleik málsins, sópi því undir teppið, og treysti á að brátt leiki annar flokkur enn stærri afleik.
Eftir stendur samt aumur flokkur, leiddur af kjarklausum formanni, sem er aðhlátursefni dagsins í dag.
Þjáður af innri deilum og óuppgerðum málum.
Hver styður svoleiðis flokk??
Hver vill vera í svoleiðis flokki??
Fáir??, engir??
Erfitt að svara, hvort svarið er líklegra, en ljóst er að orðið "margir", kemur ekki upp í hugann, nema hugsanlega hjá þeim sem álíta kjósendur flokksins fólk sem endalaust er hægt að fífla.
Það er nefnilega ekki valkostur í stöðunni.
Ef Árna skortir kjark, þá þarf flokkurinn að sýna kjark.
Bæði að gera upp við auðtengslin sem stóðu að baki framboði Sigríði Ingibjargar, sem og að losa sig við formann sem hafði ekki manndóm til að taka á móti vegendum launsátursins.
Hvað sem sagt er um íslensku þjóðina, þá líkar henni ekki við gungur.
Það held ég að skýri pistil Ingibjörgu Sólrúnu.
Ekkert kjaftæði lengur, takk fyrir.
Við fáum ekkert annað tækifæri.
Kveðja að austan.
Segist íhuga stöðu sína | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 3
- Sl. sólarhring: 20
- Sl. viku: 449
- Frá upphafi: 1412811
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 388
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Er ekki of mikil einföldun að kalla fólk gungur, vegna falda valdsins utanaðkomandi kúgandi valdaskipuleggjanda, sem hlífa ávalt raunverulega ábyrga valdspillingarkerfinu á Íslandi?
Mér finnst umræðan um þetta Samfylkingarmál ósanngjörn, og ég skil ekki þetta skyndilega framboð. En kannski hef ég bara ekki pólitískt klækjavit á undirferli og kúgandi skipulagi valda-aflanna á Íslandi.
Það verður þá bara að hafa það, þótt samviskan mín hafi ekki skilning á valdaembætta-spillingunni baktjalda-faldaafls-stýrðu. Maður á líklega ekki að sýna embættaspillingu af nokkru tagi skilnings-stuðning, ef maður vill siðmenntaða stjórnsýslu.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 22.3.2015 kl. 20:56
Blessuð Anna.
Ég hef svo sem ekki mikið velt því fyrir mér hvort það sé einföldun að kalla fólk gungur, hvort sem það er vegna falda valdsins sem virðist hafa þræði í hvern krók og kima, eða einhvers annars.
Mér vitanlega hef ég ekki kallað nokkurn mann það lengi, man svo sem ekki alveg hvaða orð ég viðhafði um Wayne Rooney, þegar hann fór sem mest í taugarnar á mér eftir launagræðgi sína.
Ef þú ert hins vegar að skrifa út frá orðalagi þessa pistils, þá er það rétt að ég nota orðið kjarkleysi yfir ákveðið háttarlag Árna Páls, og gerði það eftir að ég skrifaði pistil um Höfuðlausn hans.
Það skiptir engu máli hvort aðrir kjósi að nota annað orð yfir þetta háttarleg, eða viðbrögð hans þegar hann var veginn úr launsátri, ég nota það, og færi rök fyrir því orðalagi.
Sem þýðir að ég er ekki að kalla hann kjarkleysingja, ég segi að hann sé kjarkleysingi.
En í eina skiptið sem ég nota orðið "gunga", og þá í fleirtölu, er þegar ég bendi á ákveðna staðreynd sem skiptir miklu máli í framhaldi málsins fyrir Samfylkinguna, er að Íslendingum líkar ekki við gungur.
Annað var það nú ekki Anna mín, og hvort sem menn eru sammála mér eða ekki, þá er þetta mitt mat á þjóðareðli Íslendinga.
Og tel enga ástæðu að þegja yfir því þar sem það snertir beint þá ályktun mína að Samfylkingin eigi ekkert val í stöðunni.
Og mér sýnist að fleiri hafi komist að þeirri niðurstöðu en ég.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 22.3.2015 kl. 21:13
Ómar. Það er víst hverju orði sannara, að það þarf kjark til að vera í svona pólitískri Íslands-spillingu, sem stjórnað er af baka/lífeyris/dómsstólamafíunni sýslumannastýrðu.
Þetta allt er líklega auðveldara um að tala en í að vera.
Dómsstólar Íslands eru helsjúkir, og eftir Dómsstólahöfðinu eru þegnar landsins píndir til að dansa. Það er rót vandans, eftir því sem ég best get skilið.
Ríki án eðlilegra löghlýðinna siðmenntaðra dómsstóla mun aldrei virka á siðmenntaðan hátt.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 22.3.2015 kl. 21:41
Margir vilja eflaust vita hvaða "auðöfl" það eru
sem þú telur
að hafi staðið á bakvið framboð SII.
Þorfinnur (IP-tala skráð) 22.3.2015 kl. 21:51
Vilhjálmur Þorsteinsson hefur skrifað ótal pistla eftir hrun þar sem rauði þráðurinn er: þegið og borgið. Hann er andlit auðaflana.
Toni (IP-tala skráð) 22.3.2015 kl. 22:13
Ég á nú bara svona við þann kjark Anna sem kallast að láta ekki aflífa sig liggjandi, heldur taka til varnar og berjast fyrir lífi sínu.
Sem er í Árna tilfelli hans pólitíska lífi.
Það er ljóst að Samfylking heyr sitt innra dauðastríð, en það er líf eftir hana, því það er ofboðsleg gerjun í gangi í íslenskum stjórnmálum.
Við erum kannski í fyrsta skipti að upplifa að víglínur sem voru dregnar í kreppunni miklu á síðustu öld, séu að riðlast. Gömul bandalög halda ekki lengur, ný eru að myndast.
Kjarkaður Árni á möguleika í þeirri stöðu, en ekki hinn kjarklausi, sá mun sökkva með skipinu, það er ef hann er heppinn, því mestar líkur er á að honum verði kastað fyrir borð áður, það er hreinlega rekinn úr formannsstól.
En hins vegar þann kjark sem þú ert að lýsa Anna,hefur enginn íslenskur stjórnmálamaður í dag.
Svo einfalt er það.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 22.3.2015 kl. 22:15
Þú segir það Þorfinnur, er einhver margur að forvitnast um auðtengslin. Ég hef svo sem ekki orðið var við þennan margan, þessir pistlar mínir eru skrifaðir fyrir fasta lesendur mína, og þeir eru ekki svo margir.
En skilja hins vegar alveg tilvísanir mínar, vita eins og er að ég þarf að nota þær svo ég komist yfir þessi pistlaskrif innan kristilegra tímamarka, sem og þeir að lesa þá, þannig að þetta er bara svona hagkvæmnisatriði.
Enda sé ég að Toni hefur mætt hérna fyrir mig á meðan ég las Ívar Hlújárn fyrir strákana mína, og bent þér á tengslið við auðinn.
Ég tala yfirleitt um auð, fjármagn, fjármagnsöfl, þrengi það stundum í hina Örfáu eða vogunarsjóði, eða hrægamma, þegar ég fjalla um helstu ræningjana og þjófana sem herja á Íslandsstrendur, en orðið "tengsl" skeyttist við eftir að ég sá viðtalsbút við Vilhjálm Þorsteinsson tölvukall í kvöldfréttum sjónvarps þarna á föstudagskvöldið.
Ég heyrði reyndar ekki hvað hann sagði, en glottið á honum sagði allt sem segja þurfti af hverju Sigríður Ingibjörg mælti eins og auli í viðtali fyrr um daginn, þegar hún gat ekki einu sinni útskýrt málefnaágreining sinn við Árna Pál.
Það var verið að spila með konugreyið, og auðséð hver stóð að baki.
Vilhjálmur er hins vegar tengsl Samfylkingarinnar við þessi svörtu öfl fjármagns tóku land við Íslandsstrendur í okt 2008, heitir reyndar á nútímamáli, tóku stöðu gegn þjóðinni með því að kaupa kröfur föllnu bankanna á hrakvirði.
Þess vegna bjó ég til orðið auðtengsl, og fannst það skýra sig sjálft.
En sjálfsagt að skýra betur ef um er beðið.
Vona að þetta dugi Þorfinnur, og ef þú hittir þennan margan, þá segir þú honum frá þessu, svo hann hætti að spá í hið augljósa sem blasir við.
Rektu þráð hinna fjárhagslegu hagsmuni, og allt mun þér ljóst verða.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 22.3.2015 kl. 22:32
Ómar. Það er mjög alvarlegt, ef einhver fjarstýrir Sigríði Ingibjörgu, ef rétt reynist. Mér hefur oft fundist hún málefnanleg og réttlát í umræðunni. Ég þekki hana ekki persónulega, en finnst árásir á hana ekki réttlátar, þrátt fyrir þetta óupplýsta skyndiframboð.
Það skiptir svo miklu máli að koma eins heiðarlega og hreint fram og mögulegt er, til að siðferðisgrunnurinn byggist á tryggu og traustu bjargi, en ekki á ótryggum fjörusandi sem skolast auðveldlega burt í næsta stormi.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 22.3.2015 kl. 23:13
Hún var allavega ein af örfáum innan Samfylkingarinnar sem laug ekki greiðsluskyldu upp á íslensku þjóðina í ICEsave fjárkúguninni.
En í þeim heimi, sem þú hefur lýst svo ágætlega Anna, þar á meðal hér að ofan, gerist ekkert af tilviljun.
Ekki ef það þjónar hagsmunum hins skítuga fjármagns.
Því fyrr sem fólk áttar sig á því, því sterkari verður von barna okkar um mannsæmandi framtíð.
Heimurinn er eins og hann er en það er ekki það sama að við þurfum að sætta okkur við það.
Gangandi um blindandi, trúandi öllu sem valdið vélar bak við tjöldin.
O nei.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 23.3.2015 kl. 07:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.