22.3.2015 | 17:37
Bætist kjarkleysi við athlægið??
Eða er Árni Páll að reyna að toppa Sesar sem fannst það mest fréttnæmt á banastund sinni að Brútus vinur hans skyldi hafa rekið rýtinginn á bak sitt?
Að segja um manneskju sem vegur hann úr pólitísku launsátri að hún sé góður félagi.
Sem má í raun og veru alveg vera, var ekki Ríkharður II náfrændi litlu prinsanna sem hann lét myrða svo hann gæti krýnt sjálfan sig Englandskonung. Skyldu drengirnir hafa sagt eitthvað svipað á banastund sinni, "hann var nú góður frændi hann Ríkharður morðingi okkar?".
Það er sök sér að mæta samblæstri auðtengsla flokksins, og hafa ekki kjark til að mæta þeim öflum, vel má vera að Árni hafa ekkert í þau öfl að gera.
En að mæta eins og barður rakki í viðtal, og taka að mæra þann sem hélt á rýtingnum, svona svo það sé öruggt að athlægið haldi áfram meðan formannstíðin varir, sem reyndar verður mjög stutt úr þessu, það er eitthvað sem karlmenn gera ekki.
Reyndar ekki kerlingar heldur.
Bukharin (einn af nánustu samstarfsmönnum Leníns og Stalín lét taka af lífi eftir fræg skríparéttarhöld kennd við Moskvu) hafði það reyndar sér til afsökunar þegar hann úthúðaði sjálfum sér og lofsamaði Stalín, að pyntingar eru ekki mjög skemmtilegar til lengdar, og fyrst að það átti á annað borð að skjóta hann, þá var eins gott að skemmta skrattanum til að losna við frekari óþægindi.
En hver er afsökun Árna Páls.
Athlægi, þarf stöðugt að líta yfir öxl til að forðast frekari rýtingsstungur, samt reynir hann að láta eins og ekkert hafi gerst. Þetta hafi frekar verið svona eins og kosning í sóknarnefnd, milli gamalla æskufélaga.
Skynjar hann ekki að fólk er búið að fá nóg af svona bulli, að hlutirnir eru sífellt kallaðir öðrum nöfnum en þeir eru.
Að stanslaust er logið, stanslaust er talað þvert gegn huga sér.
Að vitsmunum þess sé stanslaust misboðið.
Hvað hindrar hann í að sýna manndóm og segja satt.
Segja tæpitungulaust hvað honum býr í huga, og útskýra fyrir flokksmönnum og kjósendum flokksins af hverju svona vinnubrögð launsátursmanna í þjónustu auðtengsla séu ekki bara skaðleg fyrir sitjandi formann, heldur sjálfseyðandi fyrir flokkinn.
Að svona geri aðeins fólk sem rær á mið eiginhagsmuna, ekki flokkshagsmuna.
Fólk skálmaldar og óaldar.
Já, aumingja Árni Páll.
Svei attan.
Þetta kallar maður að pissa í skóna sína.
Kveðja að austan.
Sigríður Ingibjörg góður félagi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:07 | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 452
- Sl. sólarhring: 726
- Sl. viku: 6183
- Frá upphafi: 1399351
Annað
- Innlit í dag: 381
- Innlit sl. viku: 5236
- Gestir í dag: 350
- IP-tölur í dag: 345
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Ómar.
Hafi menn í ektaskapnum verið almennilega vandir á það
að fá að jafnaði 3 velútilátin högg með kökukefli í hausinn
fyrir næturrölt og önnur ævintýr þá held ég að það venjist
og menn taki því með blíðuorðum á vör og af sannri yðran.
Þá þarf nú ekki að nefna þegar menn eru svo heppnir
á dansleik að fá fokdýran hníf af bestu sort í bakið
og eru sögur af ævilöngum kærleik því samfara.
Sögð hefur verið saga af manni úr Jökulfjörðum sem
fékk ekki aðeins hníf heldur gaffal líka í bakið og af því
dýrasta stássi sem þekkist um víða veröld, hvorki meira
né minna en Oneida Azalea.
Eiginkonan hætti ekki fyrr en allt settið var komið í hús
og hún var ekkert að kippa sér upp við það þó það
kostaði 3ja mánaða áfengismeðferð og annað eins í vinnutapi.
Átti Árni að segja öll þau nöfn sem okkur dauðlegum
mönnum hefðu komið í hug og hefði nægt til að
fjölskipaður héraðsdómur hefði endað á geðveikrahæliallir sem einn?
Það er alltaf best að fara samningaleiðina, -
og bíða með útálát og ávexti þar til síðar!
Húsari. (IP-tala skráð) 22.3.2015 kl. 19:24
Nei, Húsari.
Ekki þegar reynt er að vega menn.
Þá hafa menn rofið grið og eina lífsvonin felst í vörninni.
Stjórnmálaflokkur þolir ekki Sturlungaöld líkt og þú vísar í, þá er hann búinn að vera.
Hjaðningsvíg ganga hugsanlega í Gautaborg, því Svíar eru svo lípó, en ekki í stjórnmálum.
Og það kýs enginn aðhlátursefni.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 22.3.2015 kl. 19:59
Afsakadu Husari en eg skil ekki hvad thu att vid med Oneida Azelea.Eg thekki bara pottablom eda jurtategund med nafninu Azelea en kem thvi ekki heim og saman vid hnif og gaffal og allt heila settid eins og thu ordar thad. Er thetta eitthvad donalegt sem ekki er prenthaeft;manni dettur nu ymislegt i hug.
En liklega er er eg ekki nogu vel ad mer i fornsögunum, Omar talar um Sturlungaöld, ekki einfaldast malin vid thad:)
Og Sviar sem eru svo lipo!!!.Thar sem eg er nu halfgerdur Svii vaeri gaman ad fa skyringu a thvi. Liberal?
Eg botna alls ekkert i thessu, godir halsar.
Med kvedju fra Svithjod
Kassandra (IP-tala skráð) 22.3.2015 kl. 21:53
Sumt er manni ekki ætlað að skilja Kassandra mín.
En Húsari vor gæti komið með nýjan prósa hér inn og útskýrt þessa Oneidu, annars má alltaf treysta á Gúgla frænda, hann er nú margfróður.
Annars er það kveðjan til hinna frjálslyndu Svía.
Að austan.
Ómar Geirsson, 22.3.2015 kl. 22:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.