20.3.2015 | 17:51
Hvor áróðurinn er ómerkilegri??
Sá sem fordæmir tilvistarkreppu tómhyggjunnar sem lýsir sér í firringu ungra kvenna sem sækja í karlahatur Íslamlista.
Eða fullyrðir að Saudi Arabar séu í andstæðingahóp Ríkis Íslams.
Ef það er jafntefli, þá má nefna hugsanlegan kandídat, sú áróðursmaskína sem firrti Sauda ábyrgð á árásunum á Tvíburaturnana, en skellti skuldinni á óvin Íslamista númer eitt, Saddam Hussein.
Sem aftur vekur spurningu um tengsl bandaríska hægriöfgamanna, það er þeirra sem frýjuðu Sauda ábyrgð því þeir þurftu að greiða götu öfgamanna í Írak, við Íslamista.
Af hverju var óvinum Íslamista vikið úr vegi??
Af hverju spratt Ríki Íslam, fullskapað og fjármagnað uppúr stjórnleysi borgarstyrjalda Sýrlands og Íraks??
Af hverju komast Saudar upp með að fjármagna miðaldahyggju, sem aftur leiðir til morða og hryðjuverka??
Svo maður líti nær, af hverju tekur Mogginn endalaust undir áróður hægri öfgamanna, hvort sem það er í loftslagsmálum, eða þegar viðkemur kattarþvotti á tengslum Sauda við Íslamista??
Af hverju réttlætti blaðið stríðsglæpi þeirra Bush og Blair í Írak, með tilvísun í uppdiktaðar sögur af gjöreyðingarvopnaeign Saddams??
Eru Moggamenn svona heimskir??
Eða eiga þeir samhljóm með öfugum og morðum þeim tengdum???
Því þú styður ekki bandaríska hægriöfgamenn án þess að styðja þann viðbjóð sem lýst er í þessari frétt.
Eða eyðingu siðmenningarinnar í þágu ofsagróða kolefnaiðnaðarins.
Stúlkurnar sem lýst er í þessari frétt, eru velmeinandi fávitar.
Vita ekki betur, styðja það sem mun ætíð kúga þær og halda í myrkri fáfræði og fordæðu.
En hver er afsökun nútímamannsins sem skrifar svona frétt og frýjar Sauda ábyrgð.
Sem afsakar áróður hægriöfgamanna út í eitt??
Hvort sem það er í loftslagsmálum eða ábyrgðina á hryllingnum í Mið Austurlöndum.
Hver er afsökun þess sem á að vita betur??
Monný eða forheimska??
Spyr sá sem ekki veit.
Kveðja að austan.
Stórhættulegur áróður á Twitter | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 5
- Sl. sólarhring: 15
- Sl. viku: 451
- Frá upphafi: 1412813
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 390
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.