16.3.2015 | 16:17
Aðförin að Íslandi.
"Helgi Hjörvar, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, sakaði ríkisstjórnina um aðför að Alþingi".
Utanríkisráðherra notar orðið "valdarán", þegar hann tjáir sig í fréttaviðtali um bréf stjórnarandstöðunnar til framkvæmdarstjórnar ESB, sjálfur lenti hann svo í að verja sig gagnvart ásökunum um að bréf hans til lettneskra stjórnvalda, sem fara með forsætið næstu mánuðina hjá ESB, hafi verið meint valdarán, því það var sent án samráðs við Alþingi.
Og í dag er sérstök umræða utan dagsskrá um hvort allar þessar bréfasendingar, hafi verið valdarán, aðför, óför, Ómál, Ekkert mál, sjálfsagt mál, þú vondur, ég góður, pabbi minn er stærri en pabbi þinn, eða hvað sem þessum gríslingum dettur í hug til að skammast yfir.
Vegna bréfs sem tjáir afstöðu utanríkisráðherra, og líklegast ríkisstjórnarinnar, þó fregnir þar um séu óljósar hvort eitthvert samráð hafi átt sér stað, til aðildarviðræðna Íslands og Evrópusambandsins.
Afstöðu sem hefur legið fyrir frá upphafi að væri stefna ríkisstjórnarinnar.
Vegna viðræðna sem hafa legið niðri frá því að síðasta ríkisstjórn, sem sótti um aðildina, frestaði þeim. Og skíttapaði síðan kosningum í millitíðinni.
Hvernig getur allt verið í upplausn í samfélaginu útaf hlægilegu bréfi, sem sjálfur bréfritari getur ekki skýrt að fullu, um mál þar sem afstaða allra aðila liggur skýrt fyrir, og bréfið tjáir engar breytingar þar á??
Af hverju rís enginn vitiborinn manneskja upp, og stöðvar þennan skrípaleik sem núna er leikinn á Alþingi??
Af hverju er engin leikskólafóstra send þarna inn til að kenna börnunum að hætta þessum sandkassaleik??
Hvernig er hægt að setja þjóðfélagið á annan endann án nokkurs tilefnis??
Hver er ábyrgð þeirra sem það gera??
Og hverjum eru þeir að þjóna??
Virðist óskiljanlegt, en kannski ekki.
Ekki ef menn skoða hagsmuni sem liggja undir þessa dagana.
Mig langar að vitna í nýlega grein Lilju Mósesdóttur í Fréttablaðinu, grein sem ber heitið: Hagsmunir þjóðarinnar eða hrægammanna.
Tillögur sem heyrst hafa frá sérfræðingum ríkisstjórnarinnar um afnám hafta fela í sér útgönguskatt á bilinu 20-45% og tilboð um ríkisskuldabréf til 30 ára á afslætti. Með því að hvetja kröfuhafa gömlu bankanna til að festa eignir sínar í 30 ára ríkisskuldabréfum er í raun verið að leggja til að skuldum einkafyrirtækja verði breytt í ríkisskuldir. Stjórnvöld munu sennilega réttlæta þennan gjörning með því að verið sé að endurfjármagna ríkisskuldir á afar lágum vöxtum (lægri en verðbólga). Því miður mun 45% útgönguskattur ekki duga til að koma í veg fyrir hrun krónunnar. Gjaldeyriseign þjóðarinnar nemur ekki nema um 3% af VLF og útstreymi eftir að 45% útgönguskattur hefur verið lagður á gæti numið allt að 23% af VLF. Gengishrun krónunnar af völdum peningahengjunnar mun leiða til gífurlegrar hækkunar á verði innfluttra vara og verðtryggðra lána.
Stjórnvöld gætu notað lán í erlendum gjaldmiðlum frá AGS og norrænu þjóðunum til að fjármagna útstreymi peningahengjunnar og komið þannig í veg fyrir gengishrun. Ef þessi erlendu lán verða notuð eða genginu leyft að falla til að leysa peningahengjuvandann, þá er í raun verið að koma byrðum fjármálakreppunnar af baki hrægammasjóða og áhættufjárfesta yfir á herðar skattgreiðenda sem eru með laun í krónum og verðtryggð lán.
Ómál spretta nefnilega aldrei upp af sjálfu sér.
Það þarf ekki nema að skoða hagsmunina og hver græðir á ruglinu.
Hver græðir á óöld og upplausn??
Því miður er Lilja að benda á hagsmuni, ofsagróða, og mikilvægi þess að allt annað sé í umræðunni en fyrirhuguð landsala.
Kannski eru þingmenn okkar ekki eins mikil börn og þeir vilja vera láta.
En það afsakar ekki okkur hin sem dönsum með.
Kveðja að austan.
Ræða stöðu Alþingis á þingfundi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 30
- Sl. viku: 448
- Frá upphafi: 1412810
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 387
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
http://youtu.be/6zxKIzMmVc0
Jón Steinar Ragnarsson, 16.3.2015 kl. 19:21
Líst vel á boðskapinn úr litlu Moskvu núna. Það er með ólíkindum hvað menn eru að færa sig upp á skaftið. Það er eins og það sé firring í gangi. Þessir drengi HH OG ÁP og fleiri hafi stokkið til núna til þess að búa til moldviðri. Vissir fjölmiðlar ganga svo á eftir og virðast vilhallir undir þennan boðskap sem er ekkert annað en afbökun á raunveruleikanum.
Það er ekki hægt að segja að þingsályktunartillaga, sem er nota bene, tillaga hafi eilífðargildi. Ég er sammála þér að hæst glymur í tómri tunnu.
Eurozone
No Eurozone
Kveðjur
Guðmundur
Guðmundur (IP-tala skráð) 16.3.2015 kl. 19:36
Takk fyrir þetta myndband Jón Steinar.
Það má þó finna einhvern húmor í þessum fíflagangi.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 16.3.2015 kl. 20:03
Blessaður Guðmundur.
Það þarf því miður 2 til að keyra áfram svona fíflagang, og sannarlega er annar aðilinn ekki ættaður frá Litlu Moskvu.
Síðan ef ég man rétt, því það er svo langt síðan að Litla Moskva var og hét, síðasti sanntrúaði íbúi hennar var að falla frá í hárri elli núna í vetur, eftir eru kannski 2-3 hálfvolgir, þá áttu alvöru kommar heima hérna.
Voru ekki með neitt kjaftæði, hefðu frekar dáið úr skömm en að koma nálægt svona fíflagangi, fóðraðan úr ranni hins siðblindasta af öllu því siðblinda sem mannleg græðgi hefur alið af sér, hrægammasjóðunum.
Þeir voru byltingarmenn, áttu sína trú, höfðu æru.
Þeir voru ekki hreinræktuð fífl. Eins og þau sem taka þátt í þessum skrípaleik á meðan landið er selt.
Það eitt er á hreinu.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 16.3.2015 kl. 20:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.