12.3.2015 | 20:20
Kári er kurteis maður.
Hver eru rök Vilhjálms og félaga??
Samkvæmt útvarpsviðtali á Rás 2.
"Ríkið notar skattfé til að fjármagna lager í áfengisverslunum á landsbyggðinni".
"Skattfé almennings notað til að jafna út áfengisverð á landsbyggðinni".
"Skattfé sem má nota í brýn samfélagsleg verkefni eins og heilbrigðisþjónustu eða samgöngur".
Svipuð rök eins og að halda því fram að Þorsteinn Már kaupi togara handa Samherja fyrir heimilispeninga sína.
Algjörlega horft framhjá að kostnaður versus hagnaður, ákveður afkomu fyrirtækja, og frá því að elstu menn muna þá hefur ÁTVR greitt arð í ríkissjóð.
Svona fávitarök segja allt sem segja þarf um andlegt atgervi viðkomandi, sem og þá sem gleypa við þeim athugasemdarlaust.
Kári Stefánsson viðhafði ekki ummæli sín að ástæðulausu, en hann er kurteis maður, og reyndi því að draga úr.
Eitthvað sem viðkomandi þingmaður áttar sig ekki á.
Og því miður er þetta ekki undantekning í Sjálfstæðisflokknum.
Kveðja að austan.
Ummælin dæma hann frekar en mig | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:24 | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 12
- Sl. sólarhring: 13
- Sl. viku: 1664
- Frá upphafi: 1412778
Annað
- Innlit í dag: 11
- Innlit sl. viku: 1483
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Téður Vilhjálmur hefur sagt, og lagt áheslu á, að hann drykki ekki. Guð forði okkur frá því, nógu andsk... mikill fáviti er hann edrú.
Það var áhugavert viðtal við kaupmanninn á Bakkfirði sem langaði gjarnan að fá +Áfengisveslun í sína búð en þá í samstarfi við ÁTVR. Einnig er spurning hvort sá fjöldi sem vinnur hjá ÁTVR úti á landi fái vinnu strax aftur. En það finnst þingmanninum ekki skipta máli.
thin (IP-tala skráð) 12.3.2015 kl. 22:55
Blessaður thin, gaman að sjá þig.
Það gerist stundum, minnir að það hafi gerst áður, að ég hef fáum við að bæta, og alls engar athugasemdir, við innslög þín.
Svei mér þá, en sem kurteis maður þá prinsipp míns vegna þá tek ég ekki undir þetta sem kemur á eftir andsk...
Ítreka þetta með andlega atgervið.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 13.3.2015 kl. 07:12
Sæll.
Afsakaðu orðbragðið þetta var mjög óvarlegt af mér að nota það og bið ég bæði þig og Vilhjálm afsökunar á því. Ég er nú samt á því að þar sem Vilhjálmur sér ekki en að sér, þá sýni það að hans andlega oflæti sé full lítið.
thin (IP-tala skráð) 13.3.2015 kl. 07:41
Um það má svo sem alltaf deila thin, hvort satt eigi kjurt liggja.
Mín ábending snerti aðeins mig sem síðuhaldara.
En þú mátt alveg biðja Vilhjálm afsökunar mín vegna, svona á meðan þú heldur þig það sem rétt er.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 13.3.2015 kl. 17:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.