Höndin sem fóðrar skýrir tilurð svokallaðra "afneitunarsinna".

 

Hvaða niðurstöðu viltu, og við skulum rökstyðja hana.

Hvort sem að tóbaksreykingar séu heilsusamlegar, sykur sé valfrelsi en ekki fíkn, eða allt sé í góðu lagi með blessað loftslagið.

 

Svipaða sögu má segja um hagvísindin, þar reyna keyptir hagfræðingar að ljá bábiljum frjálshyggjunnar fræðilegan búning.

Sem dæmi má nefna það fyndnasta sem ég hef heyrt lengi var náunginn í útvarpsviðtalinu sem staðhæfði að ríkisvaldið notaði skattfé sitt til að fjármagna lagar á áfengi útá landsbyggðinni, og skattfé til að jafna út áfengisverð. 

Eða hagfræðingurinn sem kenndi gjaldeyrishöftunum um lélega framleiðin í atvinnulífinu eftir Hrun.

Rótin af því fyrra er gróðavæntingar smásala, seinna bullið er hluti af þeim hráskinsleik sem vogunarsjóðir kosta og heitir "afnám gjaldeyrishafta".

 

Kolefnaiðnaðurinn er stærsti einstaki kostunaraðilinn í bandarískum stjórnmálum, og það útskýrir hina meintu afneitunarumræðu þar.

Jafnframt fóðrar hann ýmsar hugveitur hægri manna sem hafa tengsl um alþjóðlega heim frjálshyggjunnar. 

Markmiðið er frítt spil í umhverfismálum því flestar nýjar olíulindir eru á viðkvæmum svæðum sem hingað til hafa verið látin í friði. 

Sem og nýjar vinnsluaðferðir eins vinnsla á olíu úr "olíusandi" í Norður Kanada eða hin svokallaða Frackin aðferð þegar kemísku vatni er dælt í jörðu og upp kemur gas, valda umhverfisspjöllum á áður óþekktum skala.

 

Í stað þess að rökræða málin, þá er staðreyndum afneitað.

Vísindamenn gerðir tortryggilegir með því að ætla þeim annarlegar hvatir, þeir séu til dæmis kommúnistar, femínistar eða samkynhneigðir.  Og algjört must að taka fram að þeir séu fylgjandi fóstureyðingum, og trúi á þróunarkenningu Darwins.

Virkar í Bandaríkjunum, og því miður mengar hægri menn í öðrum vestrænum löndum.

 

Á meðan eykst vandinn og skapadægur mannsins nálgast.

Það þarf ekki að hlýna mikið í viðbót til að ómælt magn gróðurhúslofttegunda losni úr sífrera Síberíu, og það þarf ekki að hlýna mikið til að Grænlandsjökull ákveði að skríða allur í sjó fram.

Afleiðingin áður óþekktar hörmungar sem engan endi mun taka.

 

Vissulega hafa áður komið skeið í jarðsögunni þar sem öfgar í veðurfari hafa gert stóran hlut jarðar óbyggilegan þeim lífverum sem þá lifðu.

Með tilheyrandi útrýmingu.

Rökin, að þetta hafi allt einhvern tímann gerst áður, afhjúpa óendanlega forheimsku, sem og algjöra dauðahvöt.

Maðurinn er þegar það fjölmennur að hann þolir ekki öfgafullar sveiflur í veðurfari, sveiflur sem á forsögulegum tíma gat leitt til útrýmingar alltaf að 80% þekktra lífvera.

 

Og fólkið sem verður fyrir barðinu á þurrkunum eða hækkun sjávarborðs, það mun ekki deyja drottni sínum mótþróalaust.

Það mun leita til þeirra svæða sem byggilegri eru, og það mun ekkert geta stöðvað för þess. 

Við erum eitt, hvort sem okkur líkar það betur eða verr, og hörmungar eins, munu að lokum verða hörmungar allra.

 

Það er ekki tilviljun að siðaður maður sagði fyrir 2.000 árum síðan að við ættum að gæta bróður okkar, því þeirri grundvallarlífsspeki liggur von mannsins og lausn.

Í samkennd í stað sérhyggju.

Í Hagfræði lífsins í stað hagfræði auðsins.

 

Við erum að falla á tíma.

Því tíminn bíður ekki.

Hann hefur sinn gang.

 

Hann getur hönd hins sígráðuga ekki fóðrað.

Kveðja að austan.

 


mbl.is Reyndu að stöðva mynd um afneitun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 271
  • Sl. sólarhring: 839
  • Sl. viku: 6002
  • Frá upphafi: 1399170

Annað

  • Innlit í dag: 230
  • Innlit sl. viku: 5085
  • Gestir í dag: 221
  • IP-tölur í dag: 218

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband