10.3.2015 | 14:57
Jafnrétti eflir Landsbankann.
En réttlæti eflir þjóðina.
Óréttlæti er forsenda hagnaðar bankans, eitthvað skráð jafnrétti fær því engu breytt.
Á meðan blæðir almenning.
Réttlát fjármálastarfsemi.
Réttlát stjórnun.
Útópía raunveruleikans, ein af forsendum Hagfræði lífsins.
Okkar val.
Okkar valkostur.
Kveðja að austan.
Jafnrétti eflir Landsbankann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 517
- Sl. sólarhring: 675
- Sl. viku: 6248
- Frá upphafi: 1399416
Annað
- Innlit í dag: 439
- Innlit sl. viku: 5294
- Gestir í dag: 403
- IP-tölur í dag: 396
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sko það er mjög mikið jafnrétti innan bankans.
Þar endar það líka.
Guðmundur Ásgeirsson, 10.3.2015 kl. 15:52
Ómar. Þú segir satt.
Hver ætli sé tilgangur banka?
Allra banka, en ekki bara Landsbanka Íslands?
Hvenær mun heimsbyggðin skilja að allir bankar, með heimsveldismafíu-SKIPAÐA og siðlausra Kauphallarstýrða Seðlabanka-yfirstjóra, eru ábyrgðarlausar glæpaaftökustofnanir alls siðmenntaðs réttlætis, friðar og frelsis?
Hvenær segja mafíureknir fjölmiðlar sannleikann?
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 10.3.2015 kl. 16:12
Yfirlýstur tilgangur banka er að taka við sparifé og miðla því til útlána, og að skila vöxtum af þeim til sparifjáreigenda, að frádreginni þóknun fyrir rekstrarkostnaði bankans. Það gera hinsvegar bankar alls ekki, heldur búa þeir til fé sem þeir lána út á vöxtum, þeim hæstu sem bankarnir telja sér fært að bjóða, sem verður svo hugsanlega að sparifé einhverra sem eru í stöðu til að velta vaxtakostnaðinum yfir á aðra. Þessir "aðrir" sem þurfa svo að bera uppsafnaðan vaxtakostnaðinn er almenningur, sem óhjákvæmilega mun aldrei standa undir þeim kostnaði þar sem almennir borgara hafa ekki þetta leyfi til að búa til fé sem hægt væri að nota til að borga vextina.
Það er ekki samsæriskenning heldur einfaldlega þær reglur sem gilda um vestræna bankastarfsemi. Þær reglur voru ekki samdar í samráði við almenning og samþykktar af löggjafanum, heldur ákveðnar í Basel af seðlabankastjórum.
Ef allir sem tækju lán myndu krefjast þess að fá þau afhent í reiðufé, og ef allir sem hafa lánað bönkum fé í formi sparifjár myndu gera sömu kröfu, þá myndi blekkingin afhjúpast samstundist. Þess vegna eiga allir að gera slíkar kröfur við sína bankastofnun, til þess að afhjúpa blekkinguna og aflífa skrímslið.
Guðmundur Ásgeirsson, 10.3.2015 kl. 16:26
Einmitt Guðmundur.
Davíð tók peninginn sinn út úr Kaupthinkbanka.
En það dugði ekki, til að reyna að segja almenningi hvað væri í gangi. Og nú á að endurtaka bankaránið! Íslandsbanki er á biðstofunni.
Er eitthvað undarlegt að maður treysti frekar umbeðinni hjálp almættisins til góðra ráðgjafar, heldur en heimsveldisbankamafíunni heimskúgandi/rænandi/svíkjandi, og spilavítiskauphallastýrðu?
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 10.3.2015 kl. 17:11
Já Anna, almættið er mætur bandamaður sem mun að lokum gera þann gæfumun að fólk endurheimtir samfélag sitt úr höndum fjárglæpamanna.
Því bænin verður ekki keypt, bæninni verður ekki mútað.
Hún er réttlát, og vill vel.
Og hún er frelsandi,.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 10.3.2015 kl. 21:16
Já Guðmundur, og hræddur er ég um að jafnréttið sleppi ekki út fyrir múra bankans.
Ekki nema ....
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 10.3.2015 kl. 21:17
Ómar. Almættið gerir víst ekkert óumbeðið, og almættið hjálpar víst ekki þeim sem ekki reyna sitt besta til að vera sjálfbjarga á heiðarlegan hátt.
Þetta þykir líklega ekki viturleg sannfæring, hjá ómenntaðri og valdalausri manneskju eins og ég er í raun og veru.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 10.3.2015 kl. 23:07
Sem minnir mig á þessi orð;
Því bænin verður ekki keypt, bæninni verður ekki mútað.
Hún er réttlát, og vill vel.
Og hún er frelsandi,.
Þessi björg er þannig að ef fólk ber sig eftir henni, þá bjargar hún.
Og brjóstvið mun bjarga mannkyninu Anna, ekki sú menntun sem réttlætir ánauð og arðrán fjöldans af hálfu hinna ofurríku.
Menntun á siðar, er ómenntun.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 11.3.2015 kl. 13:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.