Ríkistekjur sjaldan meiri.

 

En þegar þjófar í þjónustu hrægamma, ráðstafa þeim

Þá visnar samfélagið smán saman upp.

Hvort sem það er heilbrigðiskerfið, vegakerfið, menntakerfið, eða fjárfesting í framtíðinni.

 

Froðukrónan étur upp samfélagið.

Vextir og vaxtavextir á tilbúnum skuldum fá hvern aur sem er afgangs.

Fjármálaráðherra kokkar hina eitruðu sýrusúpu í þágu aflandskrónueiganda, þeirra sem töpuðu á græðgifjárfestingum sínum haustið 2008, en fjárfestu í stjórnmálamönnum, bæði í hruninu líkt og Steingrími og Steingrími, sem og í núinu, Bjarna og Bjarna.

 

Þjóðin hefur sjaldan haft það betra, það er sá hluti hennar sem ekki er sjúkur, einstæður, eða glímir við ómegð, eða atvinnuleysi.

Hún fer í sólarlandaferðir, hún kaupir lúxus, það er þeir sem borga ekki skatta í boði frjálshyggjunnar, hún kaupir bíla.

En fjárfestir ekki í innviðum.

 

Með öðrum orðum, hún étur útsæði sitt.

Er södd og glöð.

Á meðan útsæðið dugar.

Á meðan ekki kemur morgundagurinn.

 

Sjaldan höfum við aflað eins mikið.

Sjaldan höfum við séð af eins miklu.

Útí loftið.

Í ekki neitt.

 

Á meðan grætur framtíðin.

Þjóðin telur ekki að hún sé þess virði að verja.

 

Hún dagar uppi.

Í vasa vogunarsjóða.

 

Og reyndar líka hinna ofurríku.

Þeirra sem eiga flokkinn.

Kveðja að austan.


mbl.is Ríkistekjur sjaldan meiri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 45
  • Sl. viku: 1653
  • Frá upphafi: 1412767

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 1473
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband