9.3.2015 | 22:51
Ber Árni hina raunverulegu ábyrgð??
Burtséð frá hrokanum sem skín út úr orðum manns sem taldi tekjur ekki þurfa að hamla framkvæmdargleði sína, enda höndlaði hann með annarra manna fé.
En stefna Árna lá alltaf fyrir.
Sem og fjárhagsstaða á hverjum tíma, og ríkisútvarpið sá samviskusamlega um að útvarpa.
Samt hlaut hann góða kosningu 2008, og hefði sjálfsagt unnið síðustu kosningar líka hefði ekki komið til klofningur í flokki hans.
Staðreyndin er sú að kjósendum Sjálfstæðisflokksins var slétt sama þó Reykjanesbær væri gjaldþrota.
Þeir kusu sinn flokk, sama hvað á gekk.
Ógæfa Reykjanesbæjar er aðeins sú, að þeir eru í meirihluta í byggðarlaginu.
Svo ef einhver á að axla ábyrgð, þá eru það kjósendur flokksins.
Ef það er eitthvað réttlæti í heiminum þá ætti þeir að vera skaðabótaskyldir gagnvart þeim minnihluta sem þeir svínuðu á.
En það er ekki svo því meirihlutalýðræði er ekki réttlátt.
Það endurspeglar aðeins skoðanir meirihlutans.
Við sjáum þetta í landsmálunum.
Núna þegar Landssalan hin síðari er komin á fullt skrið.
Almannasjóði á að skuldsetja svo hægt sé að greiða út verðlausa froðukrónur til handahafa þeirra, sem flestir eru kenndir við hrægamma.
Hinn almenni sjálfstæðismaður mun verja landssöluna fram í rauðan dauðann.
Og fagna því svo þegar almannafyrirtæki verða einkavædd undir yfirskininu; "grynnkum á skuldum".
Söguleg nauðsyn verður þetta kallað, líkt og kommar kölluðu hungursneyðina í Úkraínu á sínum tíma.
Við hin sitjum svo uppi með brúsann, og niðurbrotna almannaþjónustu og úrsérgegna innviði því froðukrónuskuldin mun sjúga til sín allt umframfé.
Hver er réttur okkar gagnvart hinum hundtrygga flokksmanni??
Sem er náttúrulega enginn.
En á það að vera svoleiðis um alla framtíð.
Eru stjórnmál aðeins spurning um nóga peninga til að heilaþvo lýðinn???
Mun hið skítuga fjármagn stjórna okkur um aldir og ævi??
Erum við aftur kominn á byrjunarreit fyrir daga lýðréttinda og mannréttinda??
Því auðræði, hin algjöru yfirráð hinna örfáu, leiðir alltaf til undirokunar og örbirgðar fjöldans.
Um annað kann sagan engin dæmi.
Reykjanes er aðeins upphafið af því sem koma skal.
Því þjóðin telur sig steingelda, sér ekki lífið sem hún þarf að vernda.
Kveðja að austan.
Ég skal bera ábyrgð á þessu öllu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.11.): 401
- Sl. sólarhring: 757
- Sl. viku: 4825
- Frá upphafi: 1401905
Annað
- Innlit í dag: 341
- Innlit sl. viku: 4150
- Gestir í dag: 319
- IP-tölur í dag: 311
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ef manni er boðin stöðuhækkun, úr því að safna sprekum að aftökubrennunni, og upp í þá stöðu að fá ákvörðunarréttinn til að velja úr þá sem skuli brenndir á bálinu, þá labbar maður í burtu, og deyr svo með tímanum sínum forlagadauða, inni í skógi eða ofaní helli.
Ekki einu sinni réttlætingin um að maður hafi fyrir fjölskyldu að sjá, réttlætir slíka aftökustöðuhækkun, til að fá að lifa af hér á jörðu.
Almættið algóða og alvitra blessi alla mannlega, hrædda og breyska hér á bankaræningjanna kúgandi jörðinni.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 9.3.2015 kl. 23:17
Já það er alveg óskiljanleg afstaða fólks sem gengur einungis erinda flokksins síns, alveg sama hvernig sá flokkur og forystan hagar sér. Í rauninni ætti að banna slíku fólki að kjósa, því þau eru ekki fær um að taka ákvarðanir fyrir okkur öll hin.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.3.2015 kl. 12:09
Já Anna, almættið mun gera það.
Ásthildur, ef það þarf að axla ábyrgð, þá mun það kjósa eftir viti, ekki flokkstryggð.
Því fólkið sem guð gaf ekki vit, það þekkir samt til hagfræði buddunnar.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 10.3.2015 kl. 12:43
Já ef til vill, en hafa menn tekið saman hvað til dæmis kvótakerfið hefur kostað þjóðina? Eða brottkast á afla vegna arfavitlausrar veiðiráðgjafar? Eða allar hyglingar ráðamanna við ættingja vina og meðreiðarsveina? Nei ég held ekki, fólk bara trúir með augun blá öllu sem þetta fólk ber á borð fyrir það. Því miður.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.3.2015 kl. 13:55
Já, ef þetta er debet/kredit reikningur, að upphæðin sem hinir örfáu náðu að stela, sé jöfnuð út á móti á atkvæði þeirra sem vitandi vits leyfðu þeim að stela, þá er þessi vandi sjálfkrafa úr sögunni.
Hugsanlega smá erfiðleikar að meta tjónið, en er reyndar mjög auðvelt, þú tekur bara gróða hinna Örfáu, þeirra sem Flokkurinn starfar fyrir, og jafnar honum út á kjósendur flokksins.
Forheimskan og sérhyglin hverfur um leið.
Því ábyrgð annarra, okkar hinna, almennings, fóðrar hana.
Aurinn skýrir hin bláu augu.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 10.3.2015 kl. 14:49
Ómar. Ef almættið umbeðna getur ekki hjálpað okkur mannlegu og breysku jarðarbörnunum, þá geta peninga-Guðir Mammons haldið áfram sinni glæpastarfsemi.
Mannlegi mátturinn einn og sér, með alla sína afmörkuðu þekkingu og kúgunarpeningafölsun kauphalla glæpabanka-verðbréfasalanna, hefur ekki bætt siðferði heimsins.
Það er margsönnuð staðreynd.
Þá er eitthvað siðferði sem vantar inní fræðibækur heimsspekifáfróðra lögfræðiprófessoranna, hagfræðiprófessoranna, fjölmiðlanna, og löggjafa-kúgandi dómsstólanna.
Undarlegt hvað sumum finnst það mikilvægt, að taka almættisins umbeðnu góðu orkumáttaröfl frá frelsisréttlæti manna. Hvers vegna ættum við að trúa því að almættisins kærleiksorka sé komin á endastöð þekkingarinnar, og skipti jafnvel engu máli? Hvers vegna er máttur kærleiksbæna talaður niður, af glæpsamlegum banka/kauphallarrænandi Mammon-"Guðum"?
Hvers vegna að endurtaka sömu siðlausu kærleikssnauðu spilavítiskauphallarmistökin bankaglæpaauglýstu, áratug eftir áratug, og öld eftir öld?
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 10.3.2015 kl. 15:04
Er ekki fólkið í kvótalausum byggðarlögum að VELJA áframhald á atvinnuleysi, örbirgð, fólksflótta og verðfall á fasteignum?
Kosningar eftir kosningar og kosningar eftir þær kosningar þar til allir eru fluttir á brott?
Sjávarauðlindin er hálfnýtt og ástæðan er sú að ef hún væri fullnýtt og velferðarkerfið í blóma þá yrði verðfall á andlagi veðsins fyrir kvótann og útgerðin og bankarnir misstu ríkisábyrgðina á milljarðagróðanum.
Á þrem árum féll fasteignaverð í Vestfirðingafjórðungi um 27% eftir kvóta"sölur" og flestum er bara skítasama!
Maður lætur nú ekki hringla með sig og kýs FLOKKINN SINN!
Árni Gunnarsson, 10.3.2015 kl. 16:29
Árni þetta er alveg með ólíkindum og bara svo sárt til þess að vita.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.3.2015 kl. 16:49
Það er spurningin Anna, líklegast vegna þess að hún er Ógnin, við siðblindu og sérhyggju.
Mammon fóðrar tómhyggjuna því hún er kjörlendi hans.
Án siðs erum við eins og hvert annað dýr, og dýr mynda hjörð, og hjörðum er auðvelt að stjórna.
En kærleiksorkan er ekki hamin.
En hægt að nýta til góðra verka.
Þar á meðal til að tryggja líf og framtíð barna okkar.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 10.3.2015 kl. 21:21
Nei Árni, maður lætur sko ekki hringla með sig.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 10.3.2015 kl. 21:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.