7.3.2015 | 09:11
Morgunblaðið á allan heiður.
Fyrir vandaða umfjöllun um loftlagsvána og fréttaflutning af málþinginu Heit framtíð, kalt stríð.
Minnir á þá gömlu góðu daga þegar ritstjórn blaðsins taldi það hlutverk sitt, fyrir utan að vera í bullandi pólitík, að fræða og upplýsa, bæði með ítarlegum fréttaskýringum sem og almennri umfjöllun um hin ólíklegustu málefni og fyrirbrigði.
Blaðamenn Morgunblaðsins eiga mikla þökk skilið, sem og ritstjórnin sem stýrir þessum fréttaflutningi, það er ekkert sjálfgefið að hægrisinnað blað segir sannleikann í málum þar sem hagsmunir auðs og fjármagns fara gegn þeim sannleika.
Ég ætla ekki fjalla efnislega um loftslagsbreytingar, skora aðeins á þá sem nefið reka í þennan pistil, að kynna sér þessa frétt sem ég tengi við, sem og aðrar þær fréttir sem vísað er á í tengslum við hana.
Það er þannig að þetta kemur okkur öllum við og við sem eigum líf sem þarf að vernda, getum ekki uppfyllt þá skyldu ef látum sem svo að þetta séu mál sem okkur komi ekki við.
Það eru börnin okkar og barnabörn sem munu upplifa Harmageddon ef allt fer á versta veg.
Nei, hér er að sjálfsögðu fjallað um frjálshyggjuvána, sem ein og sér er það alvarleg að loftlagsváin er aðeins daufar gárur í kaffibolla miðað við þá svörtu skepnu.
"Markaðstrúin er rót afneitunar" er yfirskrift þessarar fréttar og er þá vísað í Gavin Schmidt, forstöðumann Goddard geimrannsóknastofnunar NASA.
Þeir sem aðhyllist frjálshyggju hafi ekki getað sætt sig við þá staðreynd að markaðurinn hafi ekki sjálfur getað séð um að bæta upp neikvæð ytri áhrif losunar gróðurhúsalofttegunda. Það hefur alltaf verið þessi hópur í Bandaríkjunum sem hefur verið svo uppfullur af kennisetningum hins frjálsa markaðar að hann hefur aldrei getað horfst í augu við að umhverfisvandamál séu vísbending um markaðsbrest og að markaðurinn sjái ekki um hlutina sjálfur á frábæran hátt.
Í þessi orð ætla ég að hnýta því mér finnst full mikli virðing sýnd þessum afglöpum sem ógna tilvist mannsins að láta þá komast upp með einhvera hugmyndafræðilega afsökun.
Þessir menn vita nákvæmlega allt um þá ógn sem blasir við, því bæði er þekking nauðsynleg forsenda trúverðugs fávitaháttar sem og árangursríkra blekkinga byggða á hálfsannleik og rangfærslna á staðreyndum.
Þeir þiggja hins vegar fé fyrir afstöðu sína og málflutning. Þeir eru málaliðar í þjónustu kolefnaiðnaðarins.
Taka aurinn fram yfir líf, svo einfalt er það.
Það er nefnilega mikill misskilningur að þeir sem knýja áfram hægriöfga séu einhverjir prinsippmenn eða eigi einhverja lífsskoðun aðra en veskið í rassvasa sínum.
Það er ekki svo, þeir þjóna.
Þjóna hinum ofurauðugu.
Ekkert annað.
Ef Exxon á sínum tíma tekið ákvörðun um að framtíð fyrirtækisins lægi í grænni orku, þá væru frjálshyggjumenn, allir sem einn miklir umhverfisverndarmenn.
Hugveitur þeirra og málgögn væru uppfull af fréttum um ávinninginn, um gróðann, um tækifærin sem fælust í orku og orkugjöfum sem væru sjálfbærir og ógnuðu ekki tilvist mannsins.
Og hægrimenn dönsuðu með.
Svo lítið skilur milli feigs og ófeigs.
En Ófeigur fékk að ráða.
Kveðja að austan.
Markaðstrúin rót afneitunar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 21
- Sl. sólarhring: 30
- Sl. viku: 2040
- Frá upphafi: 1412739
Annað
- Innlit í dag: 21
- Innlit sl. viku: 1793
- Gestir í dag: 21
- IP-tölur í dag: 19
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.