6.3.2015 | 16:26
Hinn göfuglyndi stingur aftur.
Svona ef ske kynni að fyrri rýtingsstunga hafi ekki haft tilætluð áhrif.
Sem sannar að Bjarni er læs, á bókmenntir, sem reyndar er ákaflega sjaldgæft með hans líka úr geira frjálshyggjunnar, en Furstann hefur hann greinilega lesið.
Áður var vitað að hann þekkir til grískra sagna, um harðstjórann sem veitti öðrum harðstjóra lexíu um hvernig hann ætti að halda völdum. Trixið var einfalt, kennslan fólst í göngutúr út á akur með sigð í hendi, og þar var allt kornaxið sem stóð uppúr, afhausað, eða réttara sagt, kúttað niður í sömu hæð og restin. Fræði sem komu skýrt fram í skipun Ólafar Nordal í embætti innanríkisráðherra
Í Furstanum er tekið skýrt fram að orð móta ásýnd, ekki gjörðir, og dæmi tekin úr sögu Borgarættarinnar ítölsku.
Þess vegna kemur mærðin fyrst og síðan saltið í sárin, að traust skipti höfuðmáli, og því miður hafi Hanna Birna fyrirgert því trausti.
Kallast svona nett jákvæður stuðningur.
Í anda Borgara.
Hjörðin tekur undir, því það er í eðli hjarðar að fylgja, láta blekkjast, ekki spyrja spurninga, eins og um má lesa í Furstanum.
Spurninga sem Hanna Birna benti réttilega á, "af hverju ætti hún að fórna sinni pólitískri stöðu vegna málefnis einhvers "ómerkilegs" hælisleitanda"?
Eða hvernig stóð á því að fyrrverandi lögreglustjóri í Reykjavík var kominn með nýtt starf í Samfylkingarkerfi Reykjavíkur áður en hann sagði af sér af meintum prinsipp ástæðum?
Spurninga sem blasa við en eru ekki spurðar.
En má lesa um í Furstanum.
"Sett uppið" sem felldi Hönnu Birnu er svo augljóst, vitað var að hún myndi trúa sínu nánasta samstarfsfólki, og hún myndi verja það.
Ljónynjan myndi reyna fá skýringu á því sem hún skildi ekki, hún myndi á einhvern hátt ráðríkjast gegn embættismanninum sem með rannsóknina hafði að gera.
Og þá þurfti aðeins að tryggja, að annar embættismaður, sem reyndar er þekktur fyrir að halda kjafti, þagði til dæmis þegar þingmaður hótaði skattrannsóknarstjóra fangelsisvist ef hann kæmi upp um skattsvikara sem fóðra flokkinn, myndi hefja "algjörlega sjálfstæða rannsókn".
Sem gekk eftir og eftirmálin eru þekkt.
Enginn spyr af hverju aðstoðarmaðurinn sveik og blekkti Hönnu, enginn spyr af hverju allt gekk svo smúthh þegar gröf hennar var grafin.
Hvað fékk hann fyrir, hver var hans umbun?
Og út frá tölfræðilegum líkindum, þá er næstum því útilokað að fleiri séu læsir í forystusveit Sjálfstæðisflokknum, það er þegar sannarlega fannst einn, svo mjög er ólíklegt að Hanna Birna viti að hver gróf hennar gröf, og hrinti henni ofaní þar að auki.
Hvað þá að hún skilji hvað býr að baki hinu meintu göfuglyndi formannsins í hennar garð sem lesa má um í viðtalinu í Frjálsri verslun.
Vöndinn skal kyssa, og skóna skal sleikja.
Slíkt gæti tryggt fyrirgefningu og endurkomu.
Auk þess ávinnings að vera ekki axið sem höggvið er næst. Samanber að sá sem knékrýpur er ekki í áhættuhóp að vera höggvinn, eða í nútímanum, niðurlægður og smækkaður eins og henti þingflokk Sjálfstæðisflokksins.
Valdið er Bjarna, og göfuglyndi hans einnig.
Og sem aðdáandi Furstans, skrifa ég ekki þennan pistil til að gráta Hönnu, hún hjálpaði svo sem til við gröft sinn, heldur til að vekja athygli á hve klassísk rit þessi bók Machiavellis er, og tímalaus að auki.
Ásamt því að vekja athygli á því að ennþá eru lesnar bækur þó frjálshyggjan sem slík telur það algjöran óþarfa, enda lestur hvorki hagkvæmur eða líklegur til að auka tekjumöguleika fólks.
Að samt sem áður lesi formaðurinn, og nýti sér þann lestur sér til framdráttar.
Bókin lifir og á það skal bent.
Bækur fást á bókasöfnum, í bókabúðum, á bókamarkaði, eða heima hjá afa og ömmu.
Hún lifir í lestri okkar, og hún lifir í lifandi dæmum eins og þessi pistill fjallar um.
Dæmisögur, þekking, viska.
Hanna var hvort sem er óttalegur vargur, kvenmaður að auki.
Þess vegna gott viðfangsefni í þá dæmisögu sem lýst var hér að ofan.
Þegar skáldsagan varð raunveruleiki, og raunveruleikinn lygilegri en skáldsagan.
Og er því ekki trúað.
Eins og Borgia benti réttilega á, einn siðlausasti páfi Rómarkirkju, en vinsæll og vel liðinn meðal alþýðu manna.
Vissi sínu viti.
Og er ekki einn um það.
Kveðja að austan.
Gerir ráð fyrir endurkomu Hönnu Birnu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:12 | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 184
- Sl. sólarhring: 653
- Sl. viku: 5768
- Frá upphafi: 1399707
Annað
- Innlit í dag: 155
- Innlit sl. viku: 4919
- Gestir í dag: 154
- IP-tölur í dag: 154
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Karlinn undir klöppunum
klóraði sér með löppunum,
en er fjas hófst um höftin
og forn axarsköftin
fór að fjúka í furstann á tröppunum!
Þjóðólfur í Fjármagnsskarði
http://www.mbl.is/vidskipti/frettir/2015/03/06/fauk_i_bjarna_a_troppunum
:Þjóðólfur í Fjármagnsskarði (IP-tala skráð) 6.3.2015 kl. 19:14
Blessaður Þjóðólfur.
Ég er upp með mér að pistill minn hefur haft viss áhrif á skáldskap þinn.
Ég átti þess kost að skrifa pistil um þessa frétt, það er ég vissi af henni áður en ég skrifaði þennan pistil hér að ofan.
Hefði reyndar verið rökrétt framhald á skattaskjólsgreiðum Bjarna og fælni hans við ferðatöskur fullar af seðlum.
En ég kaus frekar að yrkja óð um ávinning bókalestrar, ásamt því að minna á gildi almennrar sögukunnáttu, og kaus því að fjalla ekki um Furstann á tröppunum.
Sem er alltí lagi, þú gerir það með miklum ágætum.
Takk fyrir það.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 6.3.2015 kl. 19:42
Engin ástæða er til þess að skemmta skrattanum, Ómar. Frjálshyggjan kemur til dyranna eins og hún er klædd og þar af leiðandi viðráðanleg. Hafi menn áhuga - að segja!
Hinir í dulargervinu sem þykjast ófrjálshyggjusinnaðir og segjast vilja almenningi allt hið besta eru þeir sem varann þarf að taka á.
Kolbrún Hilmars, 6.3.2015 kl. 19:43
Og gettu nú, Ómar, hvaða rit forseti vor ÓRG, las á sínum menntaskólaárum fyrir vestan, og kom honum að lokum í forsetastól?
Ingibjörg Magnúsdóttir, 6.3.2015 kl. 21:04
Vildi að satt væri Ingibjörg, en hræddur er ég um að Fernisúlfur verði ekki taminn, nema þá á Ögurstund mannsins, og þó tel ég það hæpið.
En rétt er það að svertan er víða, og hefur yfirtekið marga sem þó þykjast berjast gegn henni,og þeir ná oft völdum út á sína uppgerðarbaráttu, og reynast verr en þeir sem þó voru vondir.
Harmur evrópskra stjórnmála í hnotskurn.
En hér er ekki verið að skemmta skrattanum Ingibjörg, heldur skamma hann, og á því er mikill munur.
Og varðandi gátu þína, þá er ég nú ekki viss um að Ólafur hafi þurft að lesa Furstann, ætli hann hafi ekki vitað þetta allt fyrir, enda náttúrutalent í faginu.
Sem betur fer, annars værum við öll í ICEsavehlekkjum.
Takk fyrir innlitið.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 7.3.2015 kl. 00:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.