6.3.2015 | 12:56
Loksins, loksins ratar satt orð af munni.
Formanns Félags Múslima á Íslandi.
Það er rangt að kalla þá fasista sem eru ekki fasistar.
Saudar er ekki frekar fasistar en Ivar grimmi, Genghis Kahn, eða Lúðvík 14, svo ég nefni til nokkra stjórnsama samtímamenn þeirra.
Fasismi er stjórnmálastefna sem þróaðist á 20. öldinni, út frá ákveðnum straumum í pólitískri gerjun 19. aldar.
Þess vegna geta miðaldamenn aldrei verið fasistar, þó ákveðin líkindi megi finna með stjórnarháttum þeirra og þess sem einkennir fasismann.
Quinn keisari var ekki kommúnisti, þó alræði hans og ofríki væru mjög í anda Stalíns, enda þó nokkuð margar aldir á milli, og Quinn kom á undan. Frekar má segja að Stalín hafi verið Quin-isti, og ef menn vilja halda áfram með svona samanburð milli ólíkra tímaskeiða, þá má segja að fasistar hafi verið Islamistar, sökum stjórnarhátta þeirra og ofríkis.
En marklaus samanburður, líkindi eru ekki það sama og að vera eins, við erum ekki fílar þó við séum með fjórar fætur.
Prik fyrir formanninn að leiðrétta Salman, en óþarfi í framhaldinu að skítyrðast út í hann, þó hann hafi vogað sér að benda á hið augljósa.
Að enginn siðaður maður kemur nálægt Saudum, eða þiggur af þeim fé.
Það gera menn samseka kúgun og algjörum viðbjóði.
Samsekt sem formaður Félags múslima á Íslandi er svag fyrir.
Annað prik fær formaðurinn fyrir að leiðrétta lygar sínar frá því í gær, þegar hann kom ofan af hærri fjöllum en Steingrímur þegar hann afneitaði eftirlaunafrumvarpinu sem hann samdi með Davíð Oddssyni, hann játar núna að þreifingar hafi átt sér stað.
Að gjöf Sauda hafi ekki komið eins og þruman úr heiðskíru lofti, beðið hafi verið um peninga, og meira að segja búið að fá samþykki fyrir þá innspýtingu í íslenskt efnahagslíf.
Sem aftur vekur upp spurningu, hví í fjandanum kannaðist hann ekki við það í gær.
En batnandi manni er best að lifa.
Vonandi verður framhald þar á.
Kveðja að austan.
Rangt að kalla menn fasista | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 47
- Sl. sólarhring: 51
- Sl. viku: 2066
- Frá upphafi: 1412765
Annað
- Innlit í dag: 47
- Innlit sl. viku: 1819
- Gestir í dag: 47
- IP-tölur í dag: 37
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.