Jæja, nú eru Saudarnir alltí einu orðnir ljótu kallarnir.

 

Svo sem löngu tímabært að einhver innvígður kveði upp um það.

Þó það væri ekki nema vegna þess að miðaldamenn eru tímaskekkja í nútíma.

Næsta rökrétta skrefið er að krefjast þess að vestrænum moskum sem reistar hafa verið fyrir Saudískt fjármagn, verði lokað, og kennimenn þeirra séu sendir heim til sín.

 

Það er nefnilega mikill misskilningur að þó tímatal múslima gefi upp einhverja miðaldadagsetningu, að þá sé Islam miðaldatrú og Íslamistar hafi rétt á að endurreisa hinu fornu miðaldir í vestrænum samfélögum.

Islam hefur þróast eins og kristin trú og aðlagast nútímanum ákaflega vel, kannski mega reyndar síðustu tvö orðin vera innan gæsalappa.

Islam glímir hins vegar við öfgastefnur, alveg eins og kristin trú, og líkt og auðmenn fjármagna trúarofstækismenn í Bandaríkjunum, þá fjármagna Saudar öfga innan Islams, og þar sem Saudarnir eru þeir einu sem fjármagna útþenslu Islams, þá er ásýnd hennar öfgafull, forneskjuleg, og í andstöðu við alla nútímahugsun.

 

Og alveg tímabært að horfast í augu við það, og alveg tímabært að orða þau sannindi sem Salmann Tamimi á heiður skilið fyrir að orða.

Nema Saudi Arabia er ekki fasistaríki, því fasisminn er afsprengi nútímans, en Saudar hafa aldrei komist svo langt.  Hjá þeim er nefnilega árið 1436, ekki samkvæmt tímatali múslima heldur eftir gregoríanska tímatalinu.  Þeir hafa ekki þróast í 600 ár.

Vona samt að Salmann fái ekki kárínur fyrir, en ef svo er, þá er hugsanlegt hvort ekki mætti samnýta gæsluna með öðrum Salman, og spara þannig pening skattborgaranna.

 

En þetta var ekki tilefni þessa pistils, þó puttarnir hafi tekið völdin og vilja þakka það sem þakkarvert er hjá hugrökkum manni að slá á höndina sem fæðir, mættu fleiri taka upp þá iðju.

Heldur var ástæðan gárungaskapur því fyrsta hugsun mín var þegar ég las þessi orð, var hvenær verður það sagt um ríki Hamas á Gasasvæðinu.

Miðaldamenn, fjármagnaðir af Saudum, engu skárri en rótin sem nærir þá.

 

Hvenær verður sagt satt um þá líka??

Kallar ekki einn sannleikur á annan?

Kveðja að austan.


mbl.is Þiggja ekki gjafir „fasistaríkis“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 572
  • Sl. sólarhring: 636
  • Sl. viku: 6303
  • Frá upphafi: 1399471

Annað

  • Innlit í dag: 488
  • Innlit sl. viku: 5343
  • Gestir í dag: 448
  • IP-tölur í dag: 441

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband