10.2.2015 | 17:58
Stóra Ferðatöskumálið vindur uppá sig.
Klaufinn hann Bjarni er kominn í nauðvörn.
Hann hefði betur þagað, eða allavega leynt pirring sín yfir ásókninni á hendur vinum og velunnurum.
Í stað þess að afhjúpa samstöðu sína.
Sem nota bene er ekki með þjóð sinni sem hann þjónar, eða réttara sagt á að þjóna, það vita allir í hvaða þjónustu Bjarni Benediktsson er.
Bjarni greyið áttaði sig ekki á því að það er liðinn tíð að niðurníddir embættismenn þegi, eins og hann hafi ekki frétt af því að set-uppið hans með Hönnu Birnu hafi ekki heppnast.
Skattrannsóknarstjóri afhjúpar fúlan andardrátt ráðherra í hálsmál embættisins.
Skilyrðin tvö voru annars vegar að ekki yrðu gerðir samningar við aðra en þá sem til þess eru bærir og hins vegar að mögulegt væri að skilyrða greiðslur til seljenda gagnanna við hlutfall af innheimtu.
Jafnvel barn sem kýs Sjálfstæðisflokkinn, veit að upplýsinga um ólöglegt athæfi fjárhagslega bakhjarla flokksins er ekki aflað á "þar til bæran hátt". Þeir kaupa sér þögnina, jafnt hjá endurskoðendum sem lögfræðingum sínum, og greiða aukreitis fyrir afskiptaleysi stjórnmálamanna.
Sem sjá til þess að kerfið er alltaf í smámálum.
Aðeins insider sem sér fjárvon í afhjúpun sinni, býður til sölu gögn sem afhjúpa glansímyndina sem umlykur hið skítuga fjármagn.
Og jafnvel smábarn sem kýs Sjálfstæðisflokkinn veit, að ekki er aðalatriðið að hvaða gagni hinar keyptu upplýsingar koma, því að mörgu ber að hyggja áður en til málssóknar kemur, heldur hitt að óttinn við afhjúpun er besta forvörn gegn glæpum góðborgara.
Þess vegna hafa jú góðborgarar fyrir því að kaupa upp stjórnmálamenn áður en þeir fremja fjármálaglæpi sína.
Þó núverandi gögn afhjúpi þá ekki, vegna þess að glæpamannalögfræðingahjörð þeirra kann að verjast þeim, þá vita þeir ekki um næstu afhjúpun.
Því þeir vita að það eru til gögn sem afhjúpa þá.
Þar sem Heimdellingar eru aðeins brotabrot af kjósendum Sjálfstæðisflokksins, flestir eru fullorðið fólk, þá er ljóst að Bjarni er í djúpum skít.
Afhjúpaður að taka fjárglæpi vopnabræðra fram yfir hag flokks og þjóðar.
Vissulega er tryggð flokksmanna næstum því óendanleg, en samt ekki jafn mikil og hjá flokksmönnum VinstriGrænna.
Þó Steingrímur hefði komist upp með lygina og undanbrögðin, þá er Bjarni ekki jafn öruggur.
Flokksmennirnir brugðust jú í ICEsave svikasamningum hans. Tóku samvisku fram yfir hundstryggðina.
Og kjósendur hans eru heiðarlegt fólk.
Kyngja ekki hverju sem er.
Nauðvörn Bjarna, hafi hann lágmarksvitglóru í hausnum, felst að viðurkenna afglöp sín, og fljúga út með ferðatösku, fulla af seðlum.
Enda er það alltaf á bakaleiðinni þar sem plássið fer undir ódýrt áfengi og skítuga sokka.
Frekara mjálm er aðeins ávísun á úttekt í Byko á nöglum og góðvið.
Og þjóðin fer ekki á krossinn.
Bjarni getur ekki lengur treyst á meðvirka fjölmiðlamenn.
Eða þögn stjórnarandstöðunnar.
Almenningur hefur rumskað, og honum er ekki sama.
Kjósendum flokksins er ekki sama.
Það er engum sama nema þeim sem hafa selt peningavaldinu sálu sína.
En í þessu máli dugar ekki þögn VinstriGrænna eða forheimska Bjartrar Framtíðar.
Rannsókn breska þingsins gerði út um þær vonir.
Aðeins skjót viðbrögð geta bjargað því sem hægt er að bjarga.
Full taska af seðlum.
Og ég segi bara.
Sagði ég ekki.
Kveðja að austan.
Gögnin kosta 150 milljónir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 15
- Sl. sólarhring: 27
- Sl. viku: 2034
- Frá upphafi: 1412733
Annað
- Innlit í dag: 15
- Innlit sl. viku: 1787
- Gestir í dag: 15
- IP-tölur í dag: 13
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.