10.2.2015 | 16:09
Breska þingið rannsakar skattaundanskot auðugra.
Og hjálpartæki þeirra, banka starfræktan í skattaskjóli.
Í fyrri frétt Mbl.is um skattahjálp HSBC bankans, má lesa um hvernig bankinn markaðssetti útibú sitt í Sviss.
Eins hafi bankinn markaðssett sig á þann hátt að það höfðaði til auðugra evrópskra viðskiptavina sem vildu losna undan því að greiða skatta heima fyrir.
Næstum því orðrétt eins og haft var eftir íslenskum bankamönnum þegar þeir kynntu útibú sín í Luxemborg.
Kölluðu reyndar þetta skattaþjónustu en ekki beina skattahjálp.
Í Bretlandi morar allt af bönkum og auðmönnum, samt taka Bretar það alvarlega þegar leikreglur eru ekki virtar, þegar veitt er þjónusta sem hefur þann eina tilgang að fara framhjá lögum og reglum samfélagsins.
Á Íslandi, sem glímir við örfjölda banka og auðmanna, það er miðað við Bretland, og þar sem allir þekkja alla, og vita nákvæmlega hvað menn aðhafast í skúmaskotum.
Er ekkert rannsakað.
Ekkert gert.
Og þegar einhverjir ósvífnir aðilar bjóða til sölu upplýsingar um skattahjálp og skattaundanskot, þá leggjast stjórnmálamenn á kerfið, og sjá til þess að ekkert sé gert, ekkert sé rannsakað.
Og úrillur fjármálaráðherra, sem getur ekki leynt pirring sínum yfir óvissunni sem hrjáir vini hans og vandamenn, velunnara flokksins og bakhjarla hans, kemst upp með að hæðast að viðkomandi stjórnsýslu sem þarf að þola hans kæfandi andardrátt.
Einhvers staðar hefðu sjálfstæðir fjölmiðlar, einhvers staðar hefðu þingmenn stjórnarandstöðu, hafið rannsókn, og krafist rannsóknar á því sem má kalla;
STÓRA FERÐATÖSKUMÁLIÐ.
Svo hláleg var framganga fjármálaráðherra.
Og af kvikindisskap mínum ætla ég að bæta því við að ef fjármálaráðherra væri kona, og héti Hanna, þá væri allt brjálað á landinu í dag.
Hún þyrfti ekki að hafa forsögu Vafningsins til að vekja uppi grunsemdir um afskipti af stjórnsýslunni.
En í þjóðfélagi karlrembunnar skiptir kyn máli, þegar kjarkur rannsakenda er annars vegar.
Á Íslandi þegja menn, horfa til fjalla, ræða um veðrið, jafnvel blístra, þegar peningavaldið sýnir spotta sín og ítök.
Aftur og aftur endurtekur sagan sig.
Aftur og aftur er ekkert gert.
Svona er Ísland í dag.
Svona var Ísland í gær.
Og svona verður Ísland á morgun.
Í okkar boði.
Því við þegjum.
Öll sem einn.
Kveðja að austan.
Breska þingið rannsakar HSBC | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:39 | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 716
- Sl. sólarhring: 768
- Sl. viku: 6300
- Frá upphafi: 1400239
Annað
- Innlit í dag: 655
- Innlit sl. viku: 5419
- Gestir í dag: 621
- IP-tölur í dag: 607
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.