10.2.2015 | 12:36
Hvaða fársjúka samfélag ákærir ellefu ára barn fyrir morð??
Vissulega England á fyrri hluta 19. aldar þegar frjálshyggjan háði sitt helstríð við vinnandi fólk.
En eru einhver dæmi úr nútímanum??
Hver er munurinn á öfgum bandarískra hægriöfgamanna og öfgum Íslamista??
Er einhver stigsmunur í geðveikinni eða mannvonskunni??
Og er hægt að tala um stigsmun í slíku samhengi?
Islamistar stjórna Saudi Arabíu, sem er miðaldaþjóðfélag.
Og bandaríska hægraöfgið er á hraðri leið með þetta fyrrum flaggskip vestræns lýðræðis í sama farveg.
Svartnættis löngu liðinna tíma.
Kveðja að austan.
11 ára barði ungbarn til bana | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 0
- Sl. sólarhring: 13
- Sl. viku: 2019
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1772
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er bara rétta leiðin til að koma stelpunni á rétta braut í kerfinu í USA.
Hún verður ekki dæmd í fangelsi heldur verður hún líklegast send í vistun til að taka á geðvandamálum hennar.
Ef þú getur líkt lýðræðisríkinu saman við öfgafulla Íslamista ert þú einfaldlega blindaður af hatri gagnvart USA.
Iffy (IP-tala skráð) 10.2.2015 kl. 13:40
Ég myndi ekki vera svo viss um það, Iffy.
Tugir - ef ekki hundruðir - þúsund barna eru dæmd eins og fullorðnir, og sent í fángelsi, í USA á hverju ári.
11 ára er frekar úngt fyrir það, en ef það er er eitthvað sem gæti ollið því að 11 ára barn yrði dæmt eins og fullorðinn, þá væri það að berja smábarn til dauða...
Atli Þór (IP-tala skráð) 10.2.2015 kl. 14:35
Blessaður Iffy.
Þegar ég les athugasemd þína þá sé ég að vírusinn sem hefur fársýkt hugi fólks, hefur stungið sér víðar niður en á þeim stöðum sem ég taldi upp hér að ofan.
Það er eitthvað mikið af manni þegar maður réttlætir svona ákæru með þeim rökum sem þú notar hér að ofan.
Að ríkasta land heims þurfi að ákæra börn fyrir morð svo þau komist að í kerfinu. Vissulega veit ég að æ fleiri ríki Bandaríkjanna þar sem sverta frjálshyggjunnar hefur afmennskað samfélögin, vista geðsjúka í fangelsum, það er þá sem hafa ekki efni á sjálfir að borgar fyrir læknishjálp sína, en fyrr má nú dauðrota að grípa þetta hálmstrá.
Og ef það væri vottur að sið í þér, þá vissir þú að harmleikur er ekki bættur með nýjum harmleik.
En þú ert líka broslegur, mátt eiga það. Kætir mig alltaf jafn mikið að lesa þessa röksemd í úr ranni frjálshyggjunnar, að gagnrýni á hægriöfgamenn, sé gagnrýni á lýðræðið, eða landið sem þeir hafa náð að menga.
Margur heldur mig sig, fyrst að þeir eru hlutmengi af hinu stóra mengi, þá sé hið stóra mengi þeir.
Og fengu 0 í stærðfræði.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 10.2.2015 kl. 16:33
Blessaður Atli Þór.
Það eru það margir áratugir síðan, að þeir ná að fylla öld, og jafnvel rúmlega það, að refsikerfi vestrænna landa náði því siðferðisstigi að átta sig á að svona ung börn eru ekki ábyrg gerða sinna eins og fullorðin væru.
Dregur ekkert úr alvarleika gjörðanna.
En viðbrögðin eiga samt ekki að vera alvarlegri.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 10.2.2015 kl. 16:37
Já sæll Ómar.
Við skulum ekki gleyma Aron Pálma, sem í "vitleysu" sinni, og
átti að hafa leikið sér þá 12 ára gamall, með yngri dreng
í einhverju kynlífsleikjum, sem barn.
Enginn voru sönnunargögnin, nema lýsngar tveggja óviturborinna
drengja á því sem skeði.
Samt, fannst Texasríki, full átæða, til að dæma hann þungum
dómi, þrátt fyrir engvar fullnægjandi sannnanir nema orð
þeirra tveggja, sem voru ansi visvítandi.
Betra að slá ungan, svo hann læri af reynslunni.
Skiptir þá ekki máli hvort sé satt og rétt, svo fremi
að það skili sér til annarra að þannig sé tekið á málum.
Öfgvarnir eru nefnilega allstaðar.
Því miður, stundum svo nálægt okkur, að við viljum þá
helst ekki sjá.
M.b.kv.
s
Sigurður K Hjaltested (IP-tala skráð) 10.2.2015 kl. 19:43
Ég vil benda á að börn eru víðar dæmd sem væru þau fullorðin. Nægir þar að nefna mál þar sem tveir tíu ára gamlir drengir myrtu þriggja ára gamlan dreng (James Bulger) á Englandi 1993. Réttað var yfir þeim báðum sem fullorðnum einstaklingum. Það þarf ekki að fara aftur til fyrri hluta 19. aldar á Englandi. Þessi lögjöf er enn við lýði.
Jón (IP-tala skráð) 10.2.2015 kl. 21:33
Sæll Ómar
Sé mig reyndar knúinn til að benda á fleiri villur í málflutningi þínum. USA er ekki ríkasta land í heimi. Það er Noregur.
Villur eins og þessi og sú sem ég leiðrétti hér að ofan verða til þess að maður tekur restinni með fyrirvara.
Jón (IP-tala skráð) 10.2.2015 kl. 21:43
Æi, Ómar hættu nú þessi hatri, geðsjúklingurinn þinn!!
Arnar H. (IP-tala skráð) 10.2.2015 kl. 21:48
Blessaður Sigurður.
Saga Aron Pálma tengdist okkur Íslendingum, því Aron sagði sögu sína.
En saga hans er aðeins eins saga af tugþúsundum frá þessu stærsta fangabúðaríki nútímans.
Sorglegt að svona skuli verið komið fyrir þessari menningarþjóð, en svona er svertan, hún sýkir fólk.
Og ekki bara í USA.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 10.2.2015 kl. 22:50
Mikið rétt Jón, alltaf tilbreyting að fá inn mann sem reynir að svara spurningum mínum.
Þegar ég las fyrir mörgum árum um bakgrunn þessara drengja, og svo dóminn yfir þeim, þá las ég tilvitnun í virtan Breta sem sagði að stóri dómurinn í því máli hefði verið áfellisdómur yfir bresku samfélagi.
Og miðað við þá grein, þá skilst mér að Bretar hafi margt lært af því máli um meðhöndlun ungra afbrotamanna.
En Bretar hafa alltaf skorði sig úr fyrir villimannslegar refsingar. Það er eftir að siðvilla frjálshyggjunnar skaut þar rótum á seinni hluta 18. aldar. Á sama tíma þegar siðaðar þjóðir Evrópu drógu úr refsigleði sinni, og hættu að taka fólk af lífi nema fyrir alvarlegustu glæpi, þá snarfjölguðu Bretar þeim afbrotum sem dauðrefsing lá við. Og þeir víluðu sér ekki að taka barnunga krakka af lífi fyrir smáþjófnað.
Hvorki frjálshyggjan eða villimennskan var algjörlega brotin á bak aftur, og breskt þjóðfélag á því sína svarta bletti.
En takk fyrri að reyna.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 10.2.2015 kl. 22:58
Blessaður aftur Jón.
Lesa aðeins eina athugasemd í einu.
Eins og þú reyndir nú almennilega að vera gáfulegur í fyrra innleggi þínu, þá er einhver hrossabrestur í þér í þeirri seinni.
Spurning er ekki staðreynd, og svar við spurningu er þar með ekki leiðrétting á staðreynd.
Síðan sé ég að þú hefur lúslesið athugasemdarkerfið, til að athuga hvort þú fyndir hrossabresti þínum stað, og fannst á einum stað að ég tala um USA sem ríkasta land heims. Og hnekkir því með að vitna í að Noregur sé það ríkasta.
Hvaða rest ert þú þá að tala um?? Falla siðferðislegar spurningar mínar um sjálfa mig vegna hinnar meintu staðreyndarvillu?? Eða fullyrðingar mínar um líkindi öfganna?? Eða það sem ég sagði í viðkomandi athugasemd??
Dálítið ónákvæmur Jón því ég er aðeins með eina staðreynd í pistli mínum, og hún er í fyrstu setningunni.
En það er nú ekki það versta því ef þú ætlar að bömma menn, þá þarftu að ráða við þá tækni að fara rétt með.
Í fyrsta lagi er Noregur ekki ríkasta land heims, þó þú miðir við per haus, og í öðru lagi þá er USA ríkasta land heims, næstir koma Kínverjar með um 2/3 af auðlegð Bandaríkjamanna.
En sérðu ekki hvað þú gerir þig að miklum aula með svona hártogunum??
Datt þér ekki í hug að hætta eftir fyrstu athugasemdina?
Spáðu í það.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 10.2.2015 kl. 23:10
Takk fyrir innlitið Arnar minn.
Alltaf gleðiefni að rekast á rökfasta frjálshyggjudrengi.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 10.2.2015 kl. 23:11
Góðan dag. Ég var að velta fyrir mér þeim valkostum sem eru í boði þegar barn er 100% siðblint og fremur morð.
Það virðist vera bæði uppeldislegar aðstæður og erfðir sem valda siðblindu. (nýjustu genaransóknir búnar að einangra genið). Og Siðblinda er ólæknandi. Það eru góðar líkur á að siðbllindur einstaklingur framkvæmi annan glæp þó að það sé ekki endilega morð. Hvað leggið þið til að gert sé við barnið? Það var svona barn hér á íslandi sem myrti tvö börn en það sannaðist bara eitt morð á það. Svo þetta er ákvörðun sem allar þjóðir þurfa að taka. Vilt þú hafa svna barn í skóla með barnabörnum þínum? Stofnun? Fósturheimili?
Þannig vildi til að ég var í hópi fólks á fimmtudagskvöld að ræða málin um hversu legni fósturforeldrar eiga að reina að bjarga börnum. Hvar liggja mörkinn? Er það við eitt beinbrot fósturforeldra tvö eða þriðjaskiptið? Hvernær eru börn of geðveik eða hættuleg til að samfélagið komi til hjálpar. Gerist það logs þegar það drepur yngrabarn á heimilinu, foreldra sína? Hvað þarf til og hvar liggja mörkinn?
Við sem vorum að ræða þessi mál komust að þeirri niðurstöðu að það yrði ekkert gert fyrr en ingrasystkinni geðveiks/siðblinds barns misti lífið. Ef þið haldið að það sofi allir foreldrar rólega um nætur þá er það ekki rétt. Það eru til heimili sem allir hnífar hafa verið fjarlægðir og foreldrarnir fá enga hjálp. Já börn og foreldrar eru í hættu og kerfið hefur ekki áhuga á að koma til hjálpar. Ég veit ekki hvort þið eru nægilega gömul til að muna Morðið í Æsufelli 4. Unglingur um 18 ára aldur drap móðir sína. Hún var búin að ganga á milli stofnana í leit að hjálp. Það var ekkert gert í kjölfar þessa máls. Og nú eru 37 ár síðan og það eru tifandi tímasprengjur í samfélaginu. Ég verð að viðurkenna miklar áhyggjur mínar af þeim lífum sem geta tapast, meiri áhyggjur en af lífi veika einstaklingsins sem hefur því miður takmarkaða framtíð. Stofnanir hafa of afmarkað skipurit sem þau starfa eftir. Sumar stofnanir eru bara skamtíma lausnir og vilja ekki langtíma sjúklinga sem ekki er hægt að lækna. Aðrar vilja ekki svona mikið veika einstaklinga sem ekki er hægt að lækna. Svo meiga starfsmenn kerfisins ekki benda á vandan því þau eru bundin trúnaði og geta verið kærð fyrir að fara með mál í blöðinn. Blóðforeldrar skamma sín of mikið til að fara með málið í ljósið. Sorglegt en satt eitthver mun tína lífi og þá finnst pláss og peningar.
Munum að reyna að vera málefnaleg og nota rök með og móti. Við erum of gömul fyrir unglingadeildina og sleggjuorðin.
Hafið góðan dag og fullan af frið.
Matthildur Jóhannsdóttir, 11.2.2015 kl. 09:05
Blessuð Matthildur.
Á mörgu átti ég von þegar ég skrifaði þennan pistil, og þá miða ég út frá forsögu pistla minna, til dæmis átti ég alveg von á þeim viðbrögðum frjálshyggjubarna sem lesa má um hér að ofan.
En ég átti ekki von á pistli sem snertir ákveðin kjarna mennskunnar sem ekki er auðvelt að eiga svar við.
"Ég var að velta fyrir mér þeim valkostum sem eru í boði þegar barn er 100% siðblint og fremur morð. "
Hvað með Exorcist, hvað með Omen??
Illsku sem við köllum 100% siðblindu.
Það er ekki þannig að sérviska mín um sið og siðgæði spretti uppúr tóminu, ég á röð að pistlum um siðaða hegðun og siðuð viðhorf sem endaði á pistli um Upprisinu. Um það má lesa á hliðarbloggi mínu sem heitir Hreyfing Lífsins.
En ég hætti að pistla um það sem mér lá á hjarta, og um það sem mér fannst vera rökrétt framhald, sem var lokapistillinn sjálfur, um Trú, og það að trúa.
Ég hafði ekki styrkinn í það eins og ég hafði í hina pistlana.
Þar sem ég er áhugamaður um framtíð barna minna, að þau lifi Helför frjálshyggjunnar, sem er annað orð yfir hina algjöra illsku, þá lagðist ég undir feld, og tók til að læra um trú, og forsendur trúar.
Skipulagði námskeið með kaffigest mínum, Trú 103. Trú 203, og er núna að hefja nám í Trú 303.
Nefni þetta því að í trúnni er svarið að leita gegn því óskiljanlegu afli sem þú kallar 100% siðblindu.
Og nefni þetta vegna þess að það er ekki þannig að ég hafi ekki velt þessum spursmálum fyrir mér. Og hvarflar ekki að mér að ég eigi svarið, þó mig gruni hvar svara er að leita.
En svo við víkjum að innleggi þínu, sem virkilega kom mér á óvart, að einhver nennti að ræða alvarlegan hlut á þeim nótum sem þú gerir, að þá vil ég vekja athygli á tvennu.
Í það fyrsta þá vitum við ekki að þetta hryllilega dráp eigi sér rót í 100% siðblindu, að baki geta legið margar aðrar skýringar, sem sannarlega eru til.
Og í öðru lagi, þá er lausn á 100% siðblindu ekki fólgin í verknaði sem er siðblindur.
Veit ekki um lífsviðhorf þitt Matthildur, en mín skoðun er sú að lausnin felst í frelsun illskunnar, í trú, von og kærleik.
Og ekki skaltu halda að ég þekki ekki til hinnar akademísku nálgunar á þessum vanda sem þú rekur hér svo rækilega.
En varðandi lokasetningar þínar um gildi málefnalegrar umræðu, þá er það svo, að áreiti mín eru ekki hugsuð til slíkrar umræðu. Vegna þess að þetta er ekki vettvangur slíkrar umræðu. Allt tungutak mitt og framsetning er til að ögra hópi fólks sem hefur þá meinloku, að vegna þess að örfáir lesa þetta blogg, þá megi ég ekki segja neitt ljótt um átrúnað þeirra, frjálshyggjuna.
Megi ekki benda á sið og siðlegar nálganir á atburði samtímans.
Eigi heldur að halda mig við krónu og aura nálganir.
Sem þýðir að alvarleg mál eru ekki rædd á þeim nótum sem þú vilt.
Sem eru góðar og gildar, en hafa ekkert að gera í þá átakapóla sem þjóðfélagsumræða dagsins í dag mótast af.
En sú umræða þyrfti svo sannarlega á að halda.
Takk samt Matthildur, ég allavega kaus að svara í stað þess að borða. Og sleppti kerskni og áreitum sem fylgir svona átakabloggi.
Vona að þú skiljir sjónarmið mitt, að illska er ekki mótvægið við illsku.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 11.2.2015 kl. 12:41
Islamistar stjóra fjöldamörgum löndum og tekur því lítt að nefna Saudi Arabíu sérstaklega. Ef konungsfjölskyldu Saudi Arabíu nyti ekki við og vináttu þeirra við olíugreifa í Vestri og auðmenn austur í Kína, þá myndi Al Quaeda fara með völd þar í landi ellegar Islamic State, það hið sama og er að fremja eitt stærsta þjóðarmorð sögunnar um þessar mundir, en þjóðflokkur Yazída, etnískur minnihlutahópur í Miðausturlöndum, er nú í hættu að hverfa alveg af sjónarhóli sögunnar, selja hundruðir þúsunda stúlkna í kynlífsþrældóm, hafa myrt jafn mikið af börnum, eftir að hafa útvíkkað skilgreininguna um réttdræpa þannig að gefið er veiðileyfi á kristið ungabarn, hvað þá Yazída og aðra "villutrúarmenn". Sama Islamic State og hendir hundruðum homma framan af háhýsum stærri en stærstu hús á Íslandi og lætur þá ganga í dauðann þannig. Já sama Islamic State og er aðalógn heimsbyggðarinnar núna, hvort sem þú trúir því eða ekki. Og þú ert að kvarta undan Sádum? Það hljómar eins og hrein geðbilun. Það er svona eins og að vera með upphrópanir og gífuryrði og þýskan smáþjóf sem sönnun yfir siðleysi þýsku þjóðarinnar gegnum aldirnar þegar þú hefðir átt nazista (, einn af örfáum hópum jarðar sem hafði til að bera grimmd í sama mæli og Islamic State). Það eru milljónir barna í Sýrlandi og Írak núna sem myndi gefa aleiguna fyrir að fá að dvelja í Bandarísku fangelsi og foreldrar þeirra myndu deyja fyrir að þau gætu það, því það er mikið skárra en kynlífsþrælahald og fjöldanauðganir og síðan nauðungargifting (æfilöng nauðgun) hjá þeim sem eru að eyða þjóð þinni, eins og hendir Yazída stúlkur og ófáar kristnar stúlkur líka eða dauði eins og hendir drengina þeirra. Konungurinn af Saudi Arabíu er bæði Jólasveininn og Jesús í samanburði við þessa menn, svo illir eru þeir, og gott ef ekki sambland af Buddha og Ghandi líka, enginn í mannsmynd með geislabaug og allt hans fólk og öll hans þjóð, eins siðlaus og þau nú samt eru. Þú ættir kannski að lesa blöðin og kynna þér nútímann og sýna fórnarlömbin Islamic State meiri virðingu? Bara tillaga. Þú talar eins og af steinöld og vandamál þín eru vandamál fortíðarinnar. Því miður. Þau eru léttvæg í samanburði við raunveruleikann. Og það búa menn hér á Íslandi sem styðja þennan óhugnað og bera oftast fyrir sig glæði Bandaríkjanna til að réttlæta hatur sitt og takmarkalausa mannvonsku, svo ummæli þín eru frekar óheppileg, þó þú hafir ætlað að vera sniðugur, sem hefði alveg gengið og vel það árið 1968 eða jafnvel 1988, en ekki í dag.
Jóhann (IP-tala skráð) 11.2.2015 kl. 16:56
Óheppilegar fljótfærnis-innsláttarvillur. "Enginn í mannsmynd" átti að vera "engill í mannsmynd, "Eins siðlaus og þau samt eru" átti að eiga við Saudíska stjórnmálamenn, en ekki þjóðina alla, enda væri það vitfirringatal, "fórnarlömbin Islamic State" ættu auðvitað að vera "fórnarlömb Islamic State", þau hin sömu og öll heimsbyggðin er að bregðast á hverjum degi með að lifa í fortíðinni og neita að hjálpa þeim og gera það sem gera þarf til að uppræta mein sem annars ógnar okkur líka hér á Vesturlöndum, enda búa málaliðar þeirra í hverju einasta vestræna ríki í dag, þessu meðtalið. Að minnsta kosti einn þeirra er þjóðkunnur maður trúi ég og vel liðinn af þeim sem þekkja ekki hans réttu skoðanir. Það er önnur saga. Það ógeðslegasta við þessa villu er að þessi illmenni sem eru að fremja fjöldamorð á öllum trúarlegum minnihlutahópum þar sem þeir stjórna, hommum og fjölda sálarmorð á öllu kvenfólki sem er ekki venslað þeim, og stuðningsmenn þeirra sem myrða fólk í matvöruverslunum í Frakklandi fyrir að vera gyðingar og teiknara fyrir að teikna og hafa sérstakan húmor, þessir menn líta einmitt á sig sem fórnarlömb. Fórnarlömb Bandaríkjanna, fórnarlömb illra Kafir sem teikna myndir af löngu dánum herforyngjum og veraldlegum leiðtogum eins og Muhammad, já þökkum fyrir að aðdáendur Napóleons eða Rússakeisara hugsa ekki svona, og fórnarlamba eins og mín og þín sem dirfumst að hvorki vera þeir né hlýða þeim og gera allt sem þeir segja okkur í einu og öllu og borga þeim háan skatt fyrir að vera ekki múslimar, sem margir þarna, flestir, hafa ekki efni á að greiða, þetta eru fátæk lönd, eða deyja og sjá dætur sínar og eiginkonur, systur og mæður seldar í kynlífsþrælkun. Flest öll illmenn sögunnar hafa átt það sameiginlegt að vera mikil fórnarlömb í eigin augum.
Jóhann (IP-tala skráð) 11.2.2015 kl. 17:07
Blessaður Jóhann.
Vissulega gætu verið milljónir Íraka sem vildu dvelja í bandarískum fangelsum, og örugglega hefðu milljónir sem gistu Svarta pyttinn í Kalkútta kosið frekar að dvelja í fangelsum Ríkis Íslams,og eins reikna ég með að margir Bajorar hefðu frekar kosið hernám Íslamska ríkisins en hernám Cardassía, svo ég vitni í uppáhaldsþáttaröð mína Star Trek.
En hvert ertu að fara með svona röksemdarfærslu??
Ertu virkilega að réttlæta morðákæru á hendur 11 ára gömlu barni??
Hver ól þig upp eiginlega??
Og síðan vil ég spyrja þig hvort þú sjáir einhvern mun á að brenna menn lifandi í búri eða steikja þá lifandi í rafmagnsstól??
Áttarðu þig ekki á því að þetta eru einmitt rök illmenna, eins og til dæmis Islamista, sem réttlæta alltaf illvirki sín með tilvísun í eitthvað sem ljóti karlinn átti að hafa gert.
Ertu eins og kommarnir sem gátu endalaust réttlætt morðæði bolsévíka með þeim rökum að Zarinn hafi látið drepa svo og svo marga á sinni valdatíð, sérstaklega Ívam grimmi.
Áttarðu þig ekki á því að siður gerir ekki ráð fyrir réttlætingunni; ég versus þeir.
Það er enginn afsláttur á mennskunni í sið.
Eins virðist þú ekki átta þig á að þessi samanburður á nútíma öfgastefnum, gildir líka um Íslamista fyrir daga Ríki Íslams. Þau illmenni eru aðeins brotabrot af þeirri hjörð.
Síðan er réttlæting þín á Saudum álíka brosleg og hjá gömlu konunni hér í bæ sem lét ekki segja sér neitt misjafnt um nasista, því Göbbels hefði alltaf verið svo vel klæddur, og konan hans líka. Sýndi síðan myndir því til sönnunar.
Fjáruppspretta Íslamista, þar á meðal Al Qaida, kemur frá Saudum og Katar, og það eru þeir sem fjármagna öfgaboðskapinn á Vesturlöndum.
Ríki Íslams spratt ekki uppúr neinu, slíkt gerist aðeins í grískri goðafræði og tengist höfði Seifs. Fullfjármögnuð samtök, vel vopnuð búin, verða ekki til úr neinu. Til þess þarf fjárhagslegan bakhjarl.
Það eina sem má deila í því dæmi er aðkoma hins skítuga fjármagns, sem nærist á upplausn og ófriði.
Ótrúlegt að reyna að réttlæta þetta lið til að réttlæta hægriöfga í USA. Jafnvel þó maður sé svag fyrir einhverju sem þetta haturslið stendur fyrir.
Loks virðist þú ekki átta þig á að ég er ekki að fjalla um Bandaríkin sem slík, hvorki í örpistli mínum hér að ofan, eða athugasemdum mínum.
Óþarfi því að taka upp varnir fyrir þeirra hönd, enda Bandaríkin með nógu öflugan her til þess.
Að lokum vil ég benda þér á að flest öll illmenni heims þrifust ekki á sinni réttlætingu, heldur réttlætingu fylgismanna sinna.
Gleymdu því ekki.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 11.2.2015 kl. 20:13
Ég er ekki að réttlæta dóm yfir 11 ára barni og það þarf sjúkan hug til að lesa það út úr orðum mínum. Ég er stuðningsmaður mildari refsinga fyrir alla of afnáms refsinga fyrir flest sem er refsing við í dag og lögleiðingar flests sem nú er ólöglegt, þar á meðal fíkniefnaneyslu. Ég er líka ötull baráttumaður gegn dauðarefsingum bæði í verki og í peningum og enginn aðdáandi Bandaríkjanna. Ég er að segja að í sögulegu samhengi okkar tíma eru orð þín fársjúk, eins og manns sem hefði sagt "Helvítis Englendingar eru bara ekkert betri en Þjóðverjar" árið 1944. Ríki Íslams hefur engin fangelsi. Þeir nauðga stúlkum og myrða drengi, suma nota þeir reyndar fyrst í fallbysufóður og láta kveðja heiminn með sjálfsmorðsárás sem þeir frömdu þvert á eigin vilja. Þannig hafa margir kristnir og yezída drengir nú þegar kvatt lífið. Það er rasismi og sýnir að manni er meira umhugað um Vesturlandabúa og þeirra hag að jafna saman illvirkjum Bandaríkjanna gegn eigin fólki og þessum nýðingsverkum. Ég er ekki hvítur maður. Mér er ekki sama. Kannski það sé helsti munurinn á mér eða þér. Mér er ekki sama, en það er þér. Þess vegna struntarðu í raunveruleika þíns tíma.
Jóhann (IP-tala skráð) 13.2.2015 kl. 05:57
Eina fólkið sem Ríki Íslams tekur til fanga eru hvítir Vesturlandabúar og íbúar ríkra landa eins og Japan. Það er kannski afþví þetta er það eina sem þínu rasíska landi finnst fréttnæmt, en ekki morð kristinna Sýrlendinga eða Yezídanna í Írak, sem veldur því að þú gengur um með þá grillur að IS sé það siðað apparat að eiga fangelsi. IS er eins og þú og hefur ekki áhuga á neinu sem Kani kemur ekki nálægt.
Jóhann (IP-tala skráð) 13.2.2015 kl. 05:59
Íslenskir fjölmiðlar en ekki IS hafa ekki áhuga á neinu nema því sem Kani kemur nálægt (eða Frakki, Belgi eða kannski Japani), en morð á lituðu fólki, þó um varanlegt þjóðarmorð aldagamals þjóðflokks sé líklega að ræða í tilfelli Yezída snertir þá ekki. IS var prentvilla. Og þó? Eruð þið ekki allir stuðningsmenn Islamic State, þið hvítu kallarnir, með þögn ykkar og rasískum vilja til að beina kastljósinu frekar að Bandaríkjunum sem er sama siðleysi og ef allir væru að fjalla um Texas árið 1944?
Jóhann (IP-tala skráð) 13.2.2015 kl. 06:01
Mér líður stundum eins og þið séuð allir stuðningsmenn Islamic State upp til hópa, Vesturlandabúar, og séuð bara að bíða eftir að mitt fólk deyji.
Jóhann (IP-tala skráð) 13.2.2015 kl. 06:02
Afsakaðu að mér var full heitt í hamsi og ekki halda ég sé að væna þig persónulega um rasisma. Ég er að væna þig um að vera hluti af samfélagi sem er heilaþvegið af honum og þaðan kemur þessi einbeitti vilji að beina frekar huganum alltaf að Bandaríkjunum. Bara alveg eins og ef einhver er að tala um mann sem þér er skítt sama um, þá er næsta hugsun "Þetta minnir mig nú á frænda minn". Við erum víst ekki frændur ykkar, hvað þá bræður, og það má drepa okkur með þegjandi þögninni án þess þið gerið neitt. Þið viljið frekar bara nota tækifærið og tjá reiði ykkar út í Kana.
Jóhann (IP-tala skráð) 13.2.2015 kl. 06:05
"Islamistar stjórna Sádí Arabíu sem er miðaldaþjóðfélag"? Ég var ekki að verja ríkisstjórn Sáda, sem er fyrirlitleg, heldur benda á að í ljósi þess að það eru tugir Islamista stjórna og mikið verri, ekki bara á svæðum undir stjórn hryðjuverkasamtaka heldur líka bara venjuleg ríki og Islamismi er meira að segja orðin raunveruleg ógn sums staðar í Evrópu og Islamistar hafa þegar náð miklum ítökum á ákveðnum svæðum þar sem þeir voru ekki í meirihluta, eins og á Thailandi þar sem tugþúsundir Búddhista hafa flúð heimili sín án þess múkk heyrist um það á mbl.is eða visir.is og á Fillipseyjum sem eru kaþólskt land, þá eru þetta jafn klikkuð orð og ætla að tala illa um kapítalista og segja "Belgía er kapítalískt samfélag"? Já, en eru þeir einir? Og eru þeir verstir? Þessi setning um Sáda, þrátt fyrir galla þeirra, lýsir fáfræði sem er það mikil þú ættir kannski ekki að þykjast vita meira en þú veist. Það er vanvirðing við fórnarlömb Islamista sem hafa það mikið verra en fórnarlömb Sáda. Og villtu frekar fá blóðuga byltingu þar eins og í Írak og Sýrlandi? Sem endar bara í því að allir minnihlutahópar eru myrtir? Líkar þér það betur en Sádíska konungsfjölskyldan. Sádar hafa bara um þetta tvennt að velja. Þannig verður það næstu áratugina.
Jóhann (IP-tala skráð) 13.2.2015 kl. 06:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.