Þegar líkindin eru augljós, þá á að benda á þau.

 

Forræði kerfisins í hinum norrænum velferðarþjóðfélögum er algjört.

Réttlætt með ýmsum frösum eins og hagsmunir barna eigi alltaf að ganga fyrir, börn eiga að njóta vafans og svo framvegis.

En hefur í raun ekkert með börn eða hagsmuni þeirra að gera, heldur stöðu og völd kerfisfólksins sem hefur mótað alræðiskerfi í kringum störf sín.

 

Þeir sem þekkja söguna, hvað þá þeir sem hafa fundið brunann á sínu eigin skinni, benda á hin augljósu líkindi.

Og hljóta skammir í hattinn að voga sér að benda á hið augljósa.

Á dæmið sem endaði með ósköpum því enginn hafði manndóm að berjast gegn alræðinu og kúguninni.

Því endirinn, ósköpin sjálf, eru það slæm að ekki má benda á hvernig upphafið átti sér stað.

Að sálarlaust kerfisfólk tók sér alræðisvald, og komst upp með það.

 

Gömul saga og ný.

Kveðja að austan.


mbl.is Líkir barnavernd Noregs við nasisma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef Tékkarnir eru óhressir með norsku barnavernarnefndirnar, þá ættu þeir að kynnast íslenzka kerfinu. Hér á landi einkennist meðhöndlun barnaverndarmála af drottnunarsýki, valdníðslu og óréttlæti, bæði gagnvart foreldrum og börnum. Hér á landi er aldrei hlustað á börnin, heldur eru þau tekin burt af ástæðulausu til að þjóna hagsmunum starfsfólksins en ekki barnanna. Sennilega þarf það að fylla einhvern kvóta (destruction of at least one family per month). Og meðvirkni fjölmiðla, sem taka þátt í þögguninni um þessa valdníðslu er algjör.

Þótt Noregur sé að mörgu leyti eins konar fasistaríki þegar kemur að árásum barnaverndaryfirvalda gegn foreldrum og börnum, þá er það fyrirmyndarríki í samanburði við Ísland.

Stefán (IP-tala skráð) 10.2.2015 kl. 11:29

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Þú segir það Stefán, þekki ekki til en tel mikla þörf á opinni umræðu um þessi mál, þar sem eitthvað annað kemur frá kerfinu annað en, "má ekki tjá mig vegna hagsmuna barnsins".

Oft á fólk í hlut sem stendur hallloka í lífinu á einhvern hátt, og þá er eins og það sé skotleyfi á það.  Veikleiki aðstæðna þess er talið réttlæta allt.

Í stað þess að vera þveröfugt, þá er þörfin fyrir hjálpina og aðstoðina mest.  Og aðgát skal höfð í návist sálar.

Og kerfi sem þolir ekki opna umræðu, er á villigötum. 

Og endar oft í þeim fasisma sem forseti Tékklands er að vitna í.

Það er ekki nóg að vilja vel, menn þurfa líka að gera vel.

Alltaf.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 10.2.2015 kl. 12:24

3 Smámynd: Matthildur Jóhannsdóttir

Þannig er að á Íslandi eru til börn sem eru svelt, hrist, hrædd og vanhyrt. Barnavernd stelur ekki börnum. Barnavernd tekur ekki börn nema sönnun fáist í málum. Ég hef hlustað á hvernig foreldrar spila á kerfið til að fá meðlöginn með börnunum og er svo alveg sama um þau. Hvernig kona nokkur setti gaddavír um rúmbarnsins svo það færi ekki framúr á meðan hún var að djamma. Já ættingjarnir setja af stað alskonar leikrit. En koma þau svo til að heimsækja börninn? Æi þau hafa ekki tíma þennan mánuðinn. Aumingja börninn bíða og bíða og bíða. Hér á íslandi er í gangi mæðravernd en ekki barnavernd. Hvernig líf er að leika sér á gólfinu svangur innan um hundaskýt á meðan pabbi og mamma eru reykjandi alskonar óþvera. Barnavernd er að drukna í málum af sveltandi börnum. Þið getið haft skoðanir á kerfinu en trúið mér þeir sem þjást eru börninn áður en þau eru fjarlægð. 

Matthildur Jóhannsdóttir, 12.2.2015 kl. 02:23

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Matthildur.

Á þessu máli eru fleiri hliðar en sú svarta sem þú dregur upp.

Ég veit ekki hvort þú hefur skilið þennan pistil þannig að það ætti að leggja barnavernd niður, þá er viðbrögð þín skiljanleg.

Annars ekki.

Þú talar eins og þú þekkir til mála, þá áttu að vita að rannsóknir hafa sýnt, að það að taka barna af heimili hefur oft þveröfug áhrif en ætlast var til, þetta hafa barnaverndaryfirvöld víða viðurkennt, beðist afsökunar, og jafnvel greitt skaðabætur þar sem misferli hafur átt sér stað.

Svo ég vitni í einhvern barnanefndareitthvað þá er stefnan í dag að reyna að hjálpa foreldrum að halda barni/börnum sínum, ekki taka þau nema allt sé fullreynt.

Það er nefnilega þannig að það er lína milli svarta punktsins og hvíta.

Hins vegar er ósveigjanleiki kerfisins, og framganga gagnvart aðstandendum þeirra barna sem eru skjólstæðingar þess, oft fyrir neðan allar hellur,og það er alltaf ámælisvert, og verður ekki réttlætt með tilvísun í einhverjar ljótar sögur.

Ekkert kerfi á að hafa alræði, öll kerfi eiga að þurfa að standa fyrir máli sínu.

Er ekkert flókið við þetta, á bara að vera svoleiðis.

Óháð skoðunum fólks á viðkomandi kerfi.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 12.2.2015 kl. 20:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 18
  • Sl. sólarhring: 18
  • Sl. viku: 2658
  • Frá upphafi: 1412716

Annað

  • Innlit í dag: 12
  • Innlit sl. viku: 2320
  • Gestir í dag: 12
  • IP-tölur í dag: 11

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband