9.2.2015 | 08:21
Útibú í skattaskjólum er stofnuð í aðeins einum tilgangi.
Til að auðvelda auðugu fólki að svíkja undan skatti.
Að láta eins og að það sé frétt, jafnvel undur og stórmerki að upp um komist um strákinn Tuma, er hins vegar ákaflega smábarnaleg fréttamennska.
Fullorðið fólk myndi spyrja af hverju eru öll hin útibúin ekki rannsökuð.
Og hvað okkur Íslendinga varðar, af hverju er starfsemi útbúa íslensku bankanna í Lúxemborg og víðar ekki rannsökuð.
Hvað voru þeir að gera þarna?, hverjir voru viðskiptavinirnir og svo framvegis?.
Að ekki sé minnst á stóru spurninguna, hver var ávinningur stjórnmálamanna og stjórnmálaflokka að láta hið skítuga fjármagns komast upp með peningaþvott sinn, jafnvel hugsanlega á löglegan hátt??
Af hverju leyfði regluverkið þetta??
Af hverju var það látið viðgangast sem augljóslega var á skjön við regluverkið??
Og af hverju var ekkert rannsakað eftir á þegar hið skítuga fjármagn hafði sett þjóðfélögin í þrot??
Af hverju er ekkert rannsakað sem skiptir máli??
Af hverju kemst fjármálaráðherra upp með að auðvelda skattsvikurum lífið með ummælum sínum um ferðatöskur fullar af seðlum??
Af hverju hafa smálánafyrirtækin komist upp með starfsemi sína??
Og ef þetta er svona vegna löggjafar frjálshyggjunnar sem hefur það eina markmið að gera hina ofurauðugu, ennþá auðugari, þá er lágmarkið að rentan sem stjórnmálamenn frjálshyggjunnar taka í þóknun, sé lýðnum ljós, svo við allavega vitum að þeir selji sig dýrt.
En ekki cheap eins og þegar þeir ráðskast með eigur og fjármuni almennings.
Ég ítreka spurningu mína frá því í gær, hvað er umboðsmaður Alþingis að gera??
Hví rannsakar hann ekki þá stjórnsýslu sem er alltaf blind eða vanmáttug þegar skítugt fé er annars vegar??
Af hvaða rótum er hin lamandi hönd??
Allavega skulum við hafa eitt á hreinu.
Skíturinn er ekki bara í útlöndum.
Kveðja að austan.
Bankinn aðstoðaði við skattsvik | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 3
- Sl. sólarhring: 16
- Sl. viku: 2022
- Frá upphafi: 1412721
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 1775
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
http://projects.icij.org/swiss-leaks/countries/isl
Guðmundur Ásgeirsson, 9.2.2015 kl. 08:58
Takk fyrir þessar upplýsingar Guðmundur.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 9.2.2015 kl. 09:30
Væri ekki eðlilegt að þeir sem eiga aflaheimildir og eru með fyrirtæki og eignir í aflands- og skattaskjólum verði sviptir þeim? Ég myndi telja það ágætis byrjun.
Toni (IP-tala skráð) 9.2.2015 kl. 14:27
Væri ekki eðlilegt að þeir sem eiga aflaheimildir og eru með fyrirtæki og eignir í aflands- og skattaskjólum verði sviptir þeim? Ég myndi telja það ágætis byrjun.
Og í framhaldi banna rekstur fyrirtækja í íslenskri lögsögu þar sem eignarhald liggur ekki skýrt fyrir. Og í kjölfarið setja sérstök lög um þau fyrirtæki sem eiga móðurfélag, og/eða önnur tengsl við slík skjól, þar sem allt sem viðkemur rekstri þeirra þurfi að vera gegnsærra en sjálf íshöll Snædrottningarinnar.
Þegar þú heyrir svona tillögur Toni, þá veistu að fólkið sem vill vel, sé alvara með velvilja sínum.
Að það sé annað og meira en gasprarar.
Þess vegna er valið svo auðvelt í íslenskri pólitík í dag.
Fyrir þá sem vilja breytingar í átt að ærlegu þjóðfélagi.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 9.2.2015 kl. 15:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.