8.2.2015 | 01:02
Bjarni á frændgarð að verja.
Og einhverjir aðrir velunnarar hans eiga hagsmuna að gæta.
Eðlilegt að hann kunni ekki við þau dólgslæti að satt sé ekki látið kjurt liggja.
Óþarfi að skamma Bjarna vegna þessa.
Hann er jú það sem hann er, og fór ekki leynt með það í aðdraganda kosninganna.
Hlaut kosningu og er fjármálaráðherra í dag.
Sómi Sjálfstæðisflokksins, sverð hans og skjöldur.
Óþarfi að leggja það honum til lasts að vera illa við ferðatöskur sem opna leyndarhjúp skattsvika og undanskota, enda kallast slíkt sjálfsbjargarviðleitni í flokki hans.
Enda fimmta ess-ið sem er hornsteinn flokksins (hin voru sómi, sverð, skjöldur, Sjálfstæðisflokkur).
Og þessi óvild var þekkt og er þekkt, án þess að það komi niður á fylgi Bjarna meðal flokksmanna sinna. Sem og er flokkur hans stærsti flokkur landsins.
Bjarni laug aldrei neinu, ólíkt svikastóðinu í forystu Vinstri Grænna.
Hefur aldrei þóst vera annað en hann er.
Og óvild hans við ferðatöskur fullar af seðlum má örugglega rekja til snemm-æskuminninga, þegar Marlon Brando í hlutverki guðfaðirins var alltaf að höndla með slíkar töskur.
Og sló síðan menn í hausinn með beisboltakylfu.
Þess vegna er þetta eiginlega bögg hjá mér að minnast á frændgarð hans. Eða aðra máttarstólpa fjáröflunar flokksins.
Mér til afsökunar þá vil ég nefna að ég var eiginlega ekki að bögga Bjarna, enda skil ég mjög fælni hans við ferðatöskur fullar af seðlum, ég sá jú líka Guðfaðirinn og var þá samt miklu eldri en Bjarni, og var heldur ekki sama um slíkar töskur, ég er svona meira að stríða því ágætu íhaldsfólki sem bloggar hér á Moggablogginu, og hefði ekki haldið vatni, líklegast hreinlega pissað á sig, ef Steingrímur hefði látið þvílíka meinta fælni út úr sér.
Eða nýtt orðið siðferði sem skjaldborg um skattsvik auðs og auðmanna.
Ég man nefnilega þá tíð þegar þeir þekktu muninn á réttu og röngu.
Eða þegar Mogginn leiftraði af blossum sem beindist á slíkt auma yfirklór þeirra skötuhjúa, Steingríms og Jóhönnu.
Ég man reyndar líka þá tíma þegar maður fór til læknis án þess að verða brók á eftir. Og börn krabbameinssjúklinga erfðu eigur foreldra sinna, ekki Skattmann í nafni heilbrigðiskerfisins.
Eins og ég viti ekki að þegar maður er gamall, þá man maður svo margt.
Þó ég reyndar muni ekki Halaveðrinu mikla 1920 og eitthvað.
Að nýta slíkar minningar til að bögga heiðvirt íhaldsfólk, gleðigjafanna sem halda lífi í þessum ágæta bloggvettvangi, er reyndar ósvinna, og liggur við að ég endurskrifi þennan pistil afturábak.
Og endi á fyrirsögn sem tekur fram að Bjarni þekki ekki frændgarð sinn.
Og að tillitsemi við SamfylkingarJónanna, þá Ólafsson og Jóhannesson, þá vilji hann ekki senda út ferðatöskur fullar af seðlum, enda slíkar töskur yfirleitt notaðar undir ótollað brennivín og skítuga sokka.
Og hið nýuppgötvaða siðferði hafi ekkert með hagsmuni að gera.
Og þögn íhaldsbloggara hafi allt með réttlátan svefn eldri borgara að gera.
Liggur við en samt ekki.
Vorkenni samt fólkinu sem þarf að þegja en þorir ekki að segja.
Eins og Davíð sagði að gefnu tilefni, að lítið þyrfti til að gleðja hann Vögg gamla.
Jóhanna dugði til þess.
Vöggur átti því sínar stundir.
Og er því ekki óglaður í dag, minningarnar um Jóhönnu sjá til þess.
Þó skattsvikarar njóti þá er óþarfi að spilla þeirri gleði.
Enda geri ég það ekki.
Segi aðeins góða nótt.
Með kveðju að austan.
Bjarni: Greiðum ekki með ferðatöskum af seðlum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 771
- Sl. viku: 5539
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4758
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Óþarfa bögg, fyrnist !
Snorri Gestsson, 8.2.2015 kl. 08:31
Hjúuu maður, þá verð ég í góðum málum eftir 4 ár.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 8.2.2015 kl. 10:31
Góður
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.2.2015 kl. 14:55
Takk fyrir innlitið Ásthildur.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 9.2.2015 kl. 15:04
Viðreisnar-frændgarður, og blekkingablindað vinaval frændgarðsins, þolir kannski ekki nauðsynlega afhjúpun, í löglausu og glæpadómsstólastýrða landinu Íslandi?
Hvað veit fólk um allt þetta lögmannastýrða stjórnsýslu-sökudólgahegnandi fjölmiðlaleikrit forstjóra Hæstaréttar Íslands, Markúsar Sigurbjörnssonar, og Bjargar Thorarensen, Háskólaveldis-útibússtjóraprófessors Íslands?
Líklega veit enginn meir en það, sem hefur þegar komið fram síðustu ár og áratugi, á ýmsum ruglandi og valdablokkastýrðu "upplýsingaflæðinu"? Opinbera fjölmiðlaflæðinu, sem ávalt ber greinilega með sér tímaskekkju, hálfsannleiksfréttir, og ruglandi, samhengislausar og villandi upplýsingar í för með sér, hverju sinni.
Púsluspil fjölmiðlaða þjóðleikhús-leikritsins eilífa og ljúgandi, frá opinberum fjölmiðlum á Íslandi, tekur á sig skýrari mynd, með hverju misserinu sem líður.
Það sem var "heilagur opinberlega fjölmiðlafærandi samhangandi sannleikur" fyrir ári eða mörgum árum síðan, er smátt og smátt orðin alveg augljós, "samhengislaus, afvegaleiðandi og opinber fjölmiðlafærandi lygi"?
Og opinberlega reknir og leyfðir fjölmiðlar þurfa aldrei að axla ábyrgð á fjaðrafoki hálfsannleikans, ljúgandi og blekkjandi? Halda bara hindrunarlaust áfram sínu matsfyrirtækjastýrða Seðlabankablekkingar-lánshæfisbulli!
Og Fransks-Páfinn hefur mestar áhyggjur þessa dagana, af kaþólskra trúarbragða réttindum sunnar á hnettinum? Líklega var helförin rekin af samskonar sálrænni trúarbragða heilaþvotta-blekkingarstjórnsýslu Páfaskattaskjóla-innheimtunnar, eftir bankarán kauphallar-glæpastofnana fyrri tíðar, eins og núna.
Sorglegast af öllu er að horfa uppá þær sömu endurteknu hörmungar, að ungt og grunlaust fólk í pólitík og kerfinu öllu, er enn notað, svikið, blekkt og kúgað. Bara með nýrri, óþekktri, og enn opinberlega óupplýstri heimsstyrjaldaruppskrift kauphallarvaldaaflanna í þetta sinn. Öllu stjórnað frá píramídatoppi tortímandi og siðblindri valdamafíulest heimsveldisbankanna og heimsveldis-kauphallana.
Alþjóðabankaeiræðið er framtíðar-heimsveldisskipulagið!
Semsagt: miðstýringarbankarekið þrælahald heimsins.
Semsagt: endurtekið kauphallarbankarænandi ferli, með öðruvísi blekkjandi heimsstyrjaldar-tortímingaraðferð, heldur en í síðustu heimsstyrjöldum.
Sem ekki fær umfjöllun opinberra fjölmiðla, samkvæmt öllum upplýsandi og samhangandi sannleikanum?
"ISIS" er ekkert annað en heimveldiskúgunarútgerð sömu Páfabankarænandi kauphalla-NATO-mafíunnar, og sú mafía sem hefur áður ráðið heimsstyrjöldum og fólksdrápum. Með frímúraradómsstólavörðum bankaárnunnunum ríkisstjórnar-hertakandi, í öllum löndum!
"Vopnahlé" eru samin af bankakúgurunum, og "vopnahlé" eru afnumin af sömu bankakúgurunum, frá toppi alþjóðabanka-valdapíramídans. Það eru Vatíkansöflin Páfastýrðu sem setja á "vopnahlé", og afnema "vopnahlé". Þau ríki sem ekki hlýða ríkisstjórnarhertökum Páfaveldisins, fá á sig hótandi/kúgandi viðskiptabann "siðmenntaða" Páfahersins: NATO-ISIS! Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn gegnir lykilhlutverki í kúgununum valdasamþjöppunarinnar.
Enginn lifir það af, að mótmæla Alþjóðagjaldeyrissjóðnum!
Og enginn hefur enn þorað að krefjast rannsóknar á lokaða og helspillta Seðlabanka Vatíkansins?
Hvers vegna skyldi það nú vera?
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 9.2.2015 kl. 23:27
Takk fyrir innlitið Anna.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 10.2.2015 kl. 12:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.