VG - "VAR MEÐ" þegar flokkurinn var í ríkisstjórn.

 

Sem telur, ekki hvað menn segja þegar þeir hirða laun fyrir að vera á móti.

 

VG stóð fyrir stóriðjustefnu sem gerði meira að segja Jón Gunnarsson, stóriðjupáfa, að sporgöngumanni.

VG stóð fyrir endurreisn fjármálakerfis í þágu peningamann en á kostnað almennings og þjóðar.  

VG stóð sig svo vel í því hlutverki að þáverandi formaður flokksins gortaði sig af því að til greina hefði komið að gera hann að landsstjóra AGS í Grikklandi, en ekki varð úr því ESB ákvað að skipa einn úr sínum röðum í það embætti.

VG gerði allt sem Sjálfstæðisflokknum barst kjark í að gera, þar á meðal að sækja um aðild að ESB.

 

Þegar núverandi formaður flokksins lætur eins og árin 2009-2013 hafi aldrei átt sér stað, þá fetar hún í þekkt spor hægri öfgamanna sem láta alltaf sem svo að helfarir þeirra hafi aldrei átt sér stað.

Hún hefur ekki manndóminn sem gömlu Stalínistarnir hafa, að vera stolt af óhæfunni, telja hana sögulega nauðsyn á hinni þyrnum stráðu braut að alsælunni.

Þeir voru og eru hugsjónamenn og þora því að kannast við verk sín.

 

Hún er málaliði, og þeir eiga sér aldrei fortíð.

Nema afreksskrána í skjalahirslum þeirra sem efni hafa á þjónustu fólks sem á sál til sölu.

 

Fjölmiðlarnir sem lúta sömu húsbændum munu láta formann VG komast upp með fölsun sína.

Þeir vita eins og er að núna er hlutverk VG að halda utan um óánægjuna, ásamt Bjartri framtíð og Pírötum.

 

Þannig er tryggt að ekkert breytist.

Því þeir sem þjóna "verða með" þegar þeir stjórna.

 

Sniðugt, og virkar.

Kveðja að austan.


mbl.is VG stimplaðir sem „á móti“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ómar. Ég hef aldrei komist í námunda við að skilja hvers konar helfarar-svikabrögðum er beitt af öllum sem teljast til formannsefna í Íslenskri pólitík.

Katrín Jakobsdóttir getur ekki auglýst TISA-samninga núna allt í einu, eins og hún hafi ekkert vitað um hvað var í gangi. Enda eru þessir TISA-samningar nánast eins og það sem ég hafði lesið mér til um á erlendum vefsíðum, sem lýst hefur ESB-verkum svipað og TISA-reglum, þrátt fyrir fallega orðaðar reglugerðir ESB.

Mikið ofboðslega varð ég svekkt þegar ég sá að Lilja Mósesdóttir var komin í lið Viðreisnar. Tilvonandi flokks sem vill einungis klára ESB-svikin við þjóðina, án skýringa og rökstuðnings á sinni breyttu afstöðu til ESB. Var hún bara að blekkja samstarfsfólk sitt, kjósendur sína, og þjóðina alla, þegar hún fullyrti að hún vildi ekki selja sína þjóðfélagsþegna sem skiptimarkaðsþræla í ESB-bankaklúbbinn.

Fannst henni ekki að Ísland hefði næg spillingarverkefni innanlands til að vinna úr, áður en kerfissviknir þrælarnir yrðu bara löglega seldir ESB-bankamafíunni? Taldi hún sig ekki vera alveg sérstaklega vel menntaða í kreppufallsfræðum seðlabanka?

Hver er Lilja Mósesdóttir, sem núna er komin í lið Viðreisnar-ESB-sjónvarpsflokkinn ESB-þrælaskiptandi og bankaræningjastyðjandi? Er hún búin að gleyma lyklafrumvarpinu, og hverjum hún þáði hjálp af við það frumvarp, meðal margs annars?

Er hún búin að gleyma því að hún ætlaði að stofna flokk með þeim sem ekki sættu sig við að svíkja kjósendur sína í ESB málunum?

Hér er svo mikill óheiðarleiki og undirferli á ferðinni, að Viðreisnarflokkurinn er kominn með tryggan stimpil kosningaloforða-svika.

Svo er öllu logið að almenningi, ásamt því að Steingrími og Jóhönnu var/er endalaust kennt um allt sem illa hefur farið á Íslandi, vegna blekkinga og lyga Viðreisnarvaldaklíka? Ég hefði ekki trúað því fyrir nokkrum misserum síðan, að ég ætti eftir að verja verk Jóhönnu og Steingríms.

En nú geri ég það, því ég sé hvernig svikaleikflétturnar hafa verið framkvæmdar af þeim sem þóttust hafa grenjað undan Jóhönnu og Steingrími. Og ekki getur nokkur maður á Íslandi vænst réttlætis frá dómsstólum, eins og þeir eru starfræktir í dag á Íslandi.

Svikalið "Viðreisnarlyganna" eru í næsta framboðsblekkingar-leikriti, með Lilju Mósesdóttur sem aðal-leikstjóra!

Hvernig væri að stíga niður til almennings og segja bara eins og er, frekar en að framlengja lygar mótmælaklíkunnar pólitískt skipulögðu?

Svaraðu nú Lilja Mósesdóttir, ef þú vilt láta taka mark á þér sem sæmilega siðmenntaðri persónu. Það er ekki nóg að vera menntuð í Seðlabanka-hrunfræðum, ef siðmenntaðan heiðarleikann vantar í fræðin og verkferlana. Atli Gíslason ætti líka að ítreka sínar áherslur gegn ESB, þegar kosið var til alþingis árið 2009! Eða var hann líka vísvitandi að blekkja sína kjósendur og flokksfélaga?

Það kemst enginn réttlætanlega né siðferðislega langt á óheiðarleikanum og lyginni.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 8.2.2015 kl. 01:26

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Anna.

Núna kem ég alveg ofan af fjöllum, játa að ég fylgist afskaplega lítið  með, rétt þegar ég kíki á bloggheim til að halda mér í lágmarksþjálfun.

En af hverju segir þú að Lilja sé komin í einhverja Viðreins um ESB??

Þekki ekki til málsins.

Hins vegar Anna þá er bloggið mitt ekki rétti vettvangurinn til að spyrja Lilju þessara spurninga, hún tengist því ekki á nokkurn hátt og því vandséð hvernig þú færð svörin.

Mín upplifun af Lilju er ekki þessi, og það er það eina sem ég get sagt.

Lilja getur hins vegar vel verið Evrópusinni, hef ekki hugmynd, en það er hennar mál.  Margt ágætis fólk er Evrópusinnar. 

Ég er hins vegar ekki sammála því, ESB er nauðaómerkilegt tæki í höndum stórfyrirtækja og auðmanna til að brjóta niður velmegun og velferð í Evrópu.

Það er mín skoðun, hafi aðrir aðra skoðun, þá hafa þeir hana, og færa fyrir henni rök.

En andstæð skoðun til mála gerir fólk ekki af svikurum, til að slíkt sé, þarftu að svíkja eitthvað, og þar átta ég mig ekki alveg á orðum þínum Anna.

Ég held að ef þú myndir senda Lilju persónulega bréf með spurningum þínum, að þá myndi hún svara þér og gera fulla grein fyrir skoðunum sínum.

En hér er engin svör að fá.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 8.2.2015 kl. 10:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 43
  • Sl. sólarhring: 778
  • Sl. viku: 5582
  • Frá upphafi: 1400339

Annað

  • Innlit í dag: 38
  • Innlit sl. viku: 4796
  • Gestir í dag: 38
  • IP-tölur í dag: 38

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband