5.2.2015 | 20:42
Grikkir eru ekki sjálfstætt ríki.
Og óþarfi að ítreka þá lygi.
Eða endurróma vælið um að Evrópa sé svo vond við þá.
Grikkir gáfu upp sjálfstæði sitt þegar þeir tóku upp evru.
Og á meðan þeir hafa evruna, þá lúta þeir stjórn Evrópska seðlabankans.
Hver sem hvatinn er að baki þessu væli, líkt og hægt sé að kjósa sig frá afborgunum á hinu evrópska skuldabréfi, þá er óþarfi að skrumskæla raunveruleikann að hætti kommúnískra blaðamennsku, líkt og Sovétið sé ennþá meðal vor.
Og að Mogginn heiti Euro-Pravda.
Og birti fréttir af grenjandi Grikkjum í bónarleiðangri um skuldaniðurfellingu.
Grikkir kusu evruna, og þar með kusu þeir yfirráð Brussel, og þrældóm hinnar evrópsku myntar.
Vælið í þeim er líkt og það væl að gráta yfir gjalddaga Snufflána, eins og að hægt sé að eyða peningum, en ekki að standa við afborgunina.
Sem er eins og hjá snuff-framleiðindum, "ekki taka tvö", og óþarfi að ræða það meir.
Nema ef Marta Smarta hefur tekið yfir fréttaflutning Mbl.is, og bindisleysið og leðurjakkinn sé frétt í sjálfu sér.
Sem er frétt, þó ekki sé hún stór, eða merkileg ef raunveruleikinn en ekki sýndin stjórni fréttamati Moggans.
En að skálda fyrirsögn, eins og gert er í þessum pistli, að Seðlabanki ESB hafi snúið baki við Grikkjum, þegar þeir neita að borga.
Það er ófrétt, og í mesta lagi á heima á bloggi Heimssýnar.
Þræðir þess bloggs liggja jú til Brussel.
Og fjórða ríkið á það sameiginlegt með þriðja ríkinu, að geta ekki höndlað sannleikann.
Hvað þá áróðursmaskínur þess.
En Mogginn???
Undir stjórn Davíðs????
Þetta er eins og úldinn hákarl.
Ekki kæstur.
Ekki ætur.
En vísar í minnið um það sem var, í minningunni um góðan mat.
Um fréttamennsku þegar Styrmir var og hét.
Og öllu var ekki stjórnað frá Brussel.
Kveðja að austan.
Seðlabankinn snýr baki við Grikkjum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 497
- Sl. sólarhring: 692
- Sl. viku: 6228
- Frá upphafi: 1399396
Annað
- Innlit í dag: 422
- Innlit sl. viku: 5277
- Gestir í dag: 388
- IP-tölur í dag: 382
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.