5.2.2015 | 18:33
Hvað var þetta með ferðaþjónustu fatlaða??
Virkaði hún ekki??
Var verið að gleyma fólki í fyrra eða hittifyrra??
Eða þar áður??
Eða eyðilagði frjálshyggjan það sem virkaði vel??
Til að spara pening, til að reka það fólk sem sinnti starfi sínu vel
Það kallast raðmorð þegar sama morðið er endurtekið aftur og aftur.
En á Íslandi er blaðamenn svo tómir, að þeir sjá hið endurtekna atferli.
Búa til svona frétt.
Finna dólg þegar glæpurinn liggur hjá hugmyndafræðinni.
Sem er að eyða því sem vel er gert.
Og benda ekki á fíflin sem ábyrgðina bera.
Og samviska þjóðarinnar þegir, því ekki er hægt að hengja glæpinn á frjálshyggju Valhallar.
Líkt og hún þagði þegar brotin voru framin af félaga Stalín.
Og þegir í dag þegar glæpir evrunnar koma til tals.
Þess vegna þjást fatlaðir, ekki vegna þess að öllum sé ekki sama, heldur vegna þess að engum er að kenna.
Eða hver gagnrýnir Gnarrinn og það skrípi sem óx út af tómhyggju hans??
Ég bara spyr?
Og spyr af hverju hinir sjálfskipuðu gagnrýnendur þegja.
Vissulega eru þetta íhaldsmenn, sem fyllast heilagri vandlætingu, en líkt og kommarnir forðum, þá er hneykslun þeirra bundin við að þeirra menn sáu ekki um glæpinn.
Ísfirðingurinn fékk ekki atkvæði til að gera það sem hin Bjarta framtíð geri í dag.
Sem aftur vísar í löstinn stóra, afbrýðissemi.
Sem skýrir fjölda blogga við þessa frétt.
Að Dagur gerði sem Halldór átti að gera.
Að leggja í auðn sem hægt var að bjóða út.
Og vitgrannir fjölmiðlamenn vitna í Dag, og þeir vitna í Halldór.
En enginn spyr af hverju???
Því þá væru þeir ekki vitgrannir.
Héldu ekki vinnunni.
Og engum væri um að kenna.
Og bloggið þegði.
En glöpin væru þau sömu.
Þau heyrðust bara ekki.
Kveðja að austan.
Mál Ólafar kornið sem fyllti mælinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 5
- Sl. sólarhring: 15
- Sl. viku: 451
- Frá upphafi: 1412813
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 390
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú ert ekki enn að ná þessu með frjálshyggjuna, er það nokkuð?
Embættismenn vinstristjórna eru nefnilega ekki frjálshyggjumenn sko.
Aðferðafræði ykkar vinstrimanna er nefnilega sú, að gera fimm ára áætlun, sem bregst, að sjálfsögðu, og bregðast við því með nýrri fimm ára áætlun.
Þetta vinstrimannaklúður í ferðaþjónustu fatlaðra, er náttúrulega ekki fimm ára áætlun, en lýtur samt sömu lögmálum.
Vinstrimenn klúðra einhverju, og gera nýja áætlun, og svo aðra, þar til kerfið er fullkomlega ófært.
Þegar ljóst er að kerfið er ónýtt, þá er leitað að sökudólgum, og þú hefur komist að því, að frjálshyggju sé um að kenna.
Það er mjög vinstrisinnuð ályktun.
Ég held að þú ættir nú að koma á fund hjá okkur frjálshyggjumönnum, þar sem við snæðum börn með bestu lyst, og plönum heimsyfirráð.
Ég held að það sé einnar messu virði, að koma vitinu fyrir þig.
Það er nefnilega ótrúlega upplýsandi að renna niður góðu glasi af blóði verkamanna, og hlusta á fróðlega fyrirlestra.
Hilmar (IP-tala skráð) 5.2.2015 kl. 19:18
Blessaður Hilmar.
Ég er virkilega farinn að hafa áhyggjur af þér. Þegar ég læðist inn eins og þjófur að nóttu, svo varla verður jafnað nema með dönsku útgáfunni af Ali Baba, þá er það tú much að þú sért mættur korteri seinna og bjóðir mér í blóðveislu.
Pabbi er til dæmis að bjóða mér í hákarl og ómeti, en það er annað kvöld, og boðið var með rúmlega viku fyrirvara.
Ekki það að ég hafi verið svangur, er vel upp alinn enda vel giftur, matur hjá mömmu ekki forsenda þess að ég þrífist, en hvað gerir maður ekki fyrir pabba sinn??
Og hákarl er góður.
En að mæta á Drakúla kvöld, er það ekki einum of???
Svona fyrir mig.
En takk samt, og ef þið mætið um helgina, þá megið þið njóta vel.
Svona í ljósi þess að ykkar siður er á enda runninn.
En er á meðan er.
Góða skemmtun.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 5.2.2015 kl. 20:15
Byltingin étur börnin sýn segir máltækið!!!!,en svona stormur i vantsglsi sem engum varð fjörtjóni ber að taka,og ber að þakka,byrjunarörðulikar eru altaðar þegar nýjir og óreyndir taka við,og þökkum bara fyrir að ekkki fór vel,ég og fleiru vissum að þetta gengi ekki srurlaust,of því fór sem fór,allir þessu Borgatrstjórar sem ery 5 geta ekki séð um þetta ,er komin tími til að sehgja þeim upp ef þeir geta ekki hannað þetta í lag!!!Kveðja að Sunnan
Haraldur Haraldsson, 6.2.2015 kl. 13:25
Seint sé ég íslenka stjórnmálamenn axla ábyrgð.
En þeir eru ágætir að grenja á kostnað annarra.
Takk fyrir innlitið Haraldur.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 6.2.2015 kl. 14:54
Nei Ómar, þið vinstrimenn læðist nú ekki um sem þjófar að nóttu.
Enda er það alkunnug staðreynd, að þið stelið aldrei.
Það heitir víst skattheimta hjá ykkur.
Og hún er framkvæmd um hábjartan dag.
Sjáum til, þessi sósíalíska tilraun vinstrimanna í Reykjavík, á vesalings fólkinu sem þarf á ferðaþjónustu að halda hefur fokkast upp, svo við notum nú tungutak okkar unga fólksins.
Og til þess að lagfæra klúðrið, þá verður meira af skattpeningum okkar, sem eru teknir á fullkomlega löglegan hátt, eytt í það að lagfæra þessa sósíalísku tilraun.
Sennilega verður ráðnir fleiri vel menntaðaðir hálfvitar sem hafa enga lífsreynslu, starfsreynslu og raunverulega þekkingu aðra en þá sem innbyggð í ykkur vinstrimenn, að finna blóraböggla fyrir eigin klúður.
En nú hef ég ekki meiri tíma, það er þarna verkamaður sem ekki hefur verið sparkað í eftir hádegi. Þarf að bæta úr því.
Með frjálshyggjukveðju.
Hilmar (IP-tala skráð) 6.2.2015 kl. 15:25
Ekki sparka mjög fast Hilmar.
Þú gætir brákað þig.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 6.2.2015 kl. 16:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.