Frjálshyggjan afhjúpar sig.

 

Góð þjónusta sem virkar, sem hefur tekið áratugið að byggja upp.

Fagþekkingu og mannleg samskipti.

 

Er eyðilögð á einni nóttu með siðlausu útboði.

Í anda þess lögmáls að taka "cheapest bid" svo ég vitni í Thatcher.

 

Um leið afhjúpast eðli bjánaframboðsins, kennt við Birtu og framtíð.

Það var vitað að það var kostað skrípi úr sjóðum ESB.

 

En kannski var ekki vitað að það var einnig úr ranni siðblindunnar.

Frjálshyggjunnar sem eyðir því sem byggt hefur verið upp.

 

En það er vitað í dag.

Tárin eru til vitnis.

Kveðja að austan.

 


mbl.is „Brotnaði niður og fór að gráta“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta batterí er rekið af sveitarfélögum en ekki framtaki einstaklinga.  Ég held að þarna vanti algjörlega að menn geti fundið til persónulegrar ábyrgðar.
Þú gætir þá frekar kennt kommúnismanum um en frjálshyggjunni.

Af síðunni:  http://www.straeto.is/um-straeto/stjorn/eigendur-og-stjorn/  

Eigendur og stjórn

Eigendur byggðasamlagsins

Strætó bs. er í eigu ReykjavíkurborgarKópavogsbæjarHafnarfjarðarbæjar,GarðabæjarMosfellsbæjar, og Seltjarnarneskaupstaðar.

Stjórn Strætó bs.

Stjórn byggðasamlagsins er skipuð einum fulltrúa og einum til vara frá hverju aðildarsveitarfélagi. Fulltrúinn skal vera aðalmaður í sveitarstjórn eða framkvæmdastjóri viðkomandi sveitarfélags. Sömu skilyrði gilda um varamenn sem hver sveitarstjórn tilnefnir.

Jóhann (IP-tala skráð) 15.1.2015 kl. 15:23

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Jóhann.

Það liggur við að ég segi vá, hvílík vinna gegn sjónarmiðum í pistli sem varla örfáir lesa.

Gott og vel, það er lofsvert að reyna að verja það óverjanlega.

Eyðileggingu áratuga farsællar starfsemi fyrir hið Cheapest bid.

Vissulega í þessu tilviki kaus frjálshyggjan hið ódýra frá öðru opinberu fyrirtæki, líklegast átti það að vera millibils skref til að bjóða út til einkaaðila.

Sem hefðu ekki náð betri árangri, því líkt og þyngdarlögmál Newtons, þá gildir sama lögmál um hið cheapest bid. 

Lágmarksþjónusta fyrir hámarksverð.

Það er rétt hjá þér að yfirleitt er einkaaðilum hleypt á hinn opinbera spena, en með sama árangri.  Auðvita geta þeir staðið sig vel til að byrja með, miðað við þann standard sem hin opinbera þjónusta veitti.

En svo kemur annað cheapest bid, svo hið þriðja, og að lokum tilboðið eina sem felur í sér lágmarksþjónustu fyrir hámarksverð í því samhengi að það er ekki hægt að borga meira fyrir þessa lágmarksþjónustu. 

Sem er frjálshyggjan í hnotskurn.

Meinloka þín Jóhann er að telja að frjálshyggja eigi við einkaaðila.

Vissulega geta fundist í einkageiranum svo heimskt fólk, að það vinni eftir þessum lögmálum frjálshyggjunnar, að leita eftir cheapest bid.

En það er líkt og efnahvörf andefna, það er aðeins leiftur sem líður örskjótt hjá.

Því fyrirtæki heimskunnar eru dæmd úr leik á leikborði hins frjálsa markaðar.

Hinn frjálsi markaður velur hagstæðasta tilboð miðað við verð.

Sem er allt annar handleggur.

Líkt og efni sem rímar ekki við andefni.

Einn af kostum hins frjálsa markaðar, að hann líður ekki heimsku.

Þess vegna er frjálshyggjan aðeins bundin við rekstur hins opinbera, þar sem keyptir hálfvitar eru kostaðir til valda.

Í því er gróði.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 15.1.2015 kl. 17:51

3 identicon

Eitt aðaleiknenni vinstrimanns, er að hann getur ekki tekið ábyrgð.
Það er bara aldrei neitt honum að kenna.

Það er meira að segja frjálshyggju að kenna, þegar opinbert fyrirtæki rekið af sósíalistum gerir upp á bak.
Sýrðara verður það varla.

Hilmar (IP-tala skráð) 15.1.2015 kl. 19:21

4 identicon

„Þess vegna er frjálshyggjan aðeins bundin við rekstur hins opinbera“. Mikið til í því.

Toni (IP-tala skráð) 15.1.2015 kl. 20:32

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Elsku Hilmar minn.

Það er nú bara einu sinni þannig að vit, vitrænt, skynsemi, heilbrigð skynsemi, já og common sens, allt er þetta sýrur í huga frjálshyggjunnar.

Enda ekki nema von, hagtrúarbrögð sem hefur heimskuna sem útgangspunkt, sýrist upp þegar hún kemst í tæri við þessi orð.

Þannig er nú það.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 16.1.2015 kl. 08:52

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Toni.

Þetta er þekkt munstur, fyrst er hin ágæta þjónusta eyðilögð, þá er komin rökin fyrir að hinu opinbera er ekki treystandi fyrir rekstrinum, og svo er einkavætt.

Eftir lögmálinu um cheapest bid.

Sem er samnefnari hins lægsta.

Eitthvað sem gengur ekki í samkeppni, en gengur ágætlega í vernduðu umhverfi einokunarþjónustunnar.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 16.1.2015 kl. 08:56

7 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Æi þetta er svona þó við séum oft sammála,þa er þetta fjalshyggutal þitt úr hófi fram,Hún bókstaflega verður að vera með,engið spurning,þú sem ert lesin vek veist að margir menn hér áður voru frjalshyggjumenn og komu bæði R.vík og mjög víða um landið atvinnu og góð fyrirtæki,og héldu uppi atvinnu,en við kannski verðum aldrei sammála um meðaltalið á þessu/Kveðja að sunnan 

Haraldur Haraldsson, 17.1.2015 kl. 18:10

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Haraldur, að sjálfsögðu er núna tengt við frjálshyggjuna, þó ég léti það eiga sig þegar ég fjallaði um hryðjuverkin í París, þá voru Íslamsitar, annar ófögnuður, ættaður úr neðra, til umfjöllunar.  

Því ég blogga gegn Helinu Haraldur.

En alveg eins og fjöldinn ruglar saman Íslamistum og múslimum, þá ruglar þú saman frjálslyndu fólki sem leggur á áherslu á mikilvægi einkaframtaksins, við frjálshyggjufólk, sem er áhangendur hagtrúar eða hagheimsku, sem gerð er út og nýtt í þágu hinna örfáu.

Alvarleiki þessarar hagheimsku, fram yfir aðrar eins og kommúnismann, er að hún sækir beint í hugmyndaheim þess í neðra, lesti og siðblindu, mannhatur og mannfyrirlitningu, og það hlálega er að alvöru frjálshyggjumenn bera ekkert á móti því.  Þeir telja slíkt vænlegustu leiðina til að ná hámarks hagvexti, til að hámarka gæðin sem eru til skiptanna hverju sinni.

Og um það hafa þeir skrifað margar háfleygar greinar sem að einhverju ástæðum virðast vera ókunnar ykkur eldri stuðningsmönnum Sjálfstæðiflokksins, þið haldið að þetta séu ennþá þessir kristilegu íhaldsmenn einkaframtaksins sem þið studduð á árum áður.

Þú tekur til dæmis alla gagnrýni mína á frjálshyggjuna sem árás á flokk þinn og jafnvel lífsgildi.  Sem er fjarri lagi.

Sá sem fordæmir djöflatrú , er ekki að gagnrýna kirkjuna þó hann beiti sér gegn því að Svartar messur séu haldnar í kirkjum.  Eitthvað sem menn ræddu af fullri alvöru í Frakklandi á dögum Lúðvíks 14. og 15. ef ég man rétt.

Það er það sama með flokkinn þinn, hið Svarta hefur yfirtekið hann, og það er það sem ég er að gagnrýna, en ekki flokkinn sem slíkan. Heldur hvet hann til að losa sig við svertuna, og taka aftur upp sín gömlu gildi.

Og mér er full alvara með þessari gagnrýni minni Haraldur.

Ef þú skoðar heiminn 5 mínútum fyrir heimsendi, þá sérðu draumaríki frjálshyggjunnar, martröð hins venjulega manns þar sem örfáir menn deila og drottna, og standa í stanslausum vígaferlum. Beita fyrir sér heilum þjóðunum, heilu trúarhópunum.

Og ef þú vilt að börnin þín lifi af, þá kennir þú þeim ekki faðirvorið og góða siði, þú kennir þeim að svíkja og stela, sem er löglegt ef þú græðir á því á kostnað einstaklinga, hópa eða samfélagsins, þú kennir þeim að lestir, undirferli, og siðblind hegðun sé þeirra eina leið ef þau ætla að komast að.

Flestir fylgismenn frjálshyggjunnar eru það ólesnir og fáfróðir að þeir halda að þetta sé bara hagfræðikenning, því heimurinn sé frumskógur og því sé aðferðafræði skordýranna sú eina sem dugar til sigurs, en þeir átta sig ekki á að hugmyndafræðin sem þeir hafa ánetjast, á ekkert skylt við hagfræði, hún er árþúsunda gömul, og hefur í öllum trúarbrögðum heims verið kennd við hið illa.

Og í kristinni hugmyndafræði við þann í neðra sjálfan.

Þó ég haldi því persónulega fram að hann hafi hvergi komið nálægt mótun og þróun frjálshyggjunnar, eða fljótlega kippt að sér höndum, vegna þess að hann er ekki nógu heimskur til að hafa komið nálægt þessum óskapnaði.

Því bein leið til heljar eru ekki í hans þágu.

En það er einfaldara að kenna frjálshyggjuna við flærðina, það er tilvísun í þekktan hugmyndaheim mannsandans.

Nei Haraldur, við verðum ekki sammála fyrr en þú sérð glitta í hið réttu andlit skepnunnar, og þá ræðum við málin þegar þar að kemur.

En það er langt síðan að við urðum sammála um flokkinn þinn.

Það er eins og hann var.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 18.1.2015 kl. 12:23

9 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Eg þakka mjög svo góða greinargerð fyrir mig er þetta sannleikur mikill þegar að er gáð og ég les þetta yfir í 3 skiptið,enda er ég mikið á móti mínum mönnum mínu ef þú gáir að,en og aftur þakka mikið góða greina fyrir Halla gamla betra seint en aldey segir máltækið,kær kveðja að sunnan

Haraldur Haraldsson, 21.1.2015 kl. 16:31

10 Smámynd: Ómar Geirsson

Ég veit það Haraldur.

En þeir hafa samt sína kosti, og velferðartaugin er ennþá sterk í Sjálfstæðisflokknum.

Og frjálshyggjusmitið nær inní flesta flokka, ef ekki alla.  Þeir ætla allir að hagræða eitthvað, í stað þess að sækja fram, byggja upp, fjárfesta í framtíðinni.

Líkt og gömlu mennirnir sem byggðu allt hér upp úr engu.

Til dæmis Jón Þorláksson, hann barðist fyrir ljós og hita, handa öllum, líka fátækum.  Að selja allt hæstbjóðenda, og útiloka þar með fátækt fólk, var honum fjarri lagi.  

Togaravæðing og Thorsararnir, nefndu það bara.

Vegir hafnir brýr, sjúkrahús og skólar.

Tekjurnar komu svo eftir á sem afrakstur uppbyggingarinnar.

Þetta er latína í eyrum unga fólksins, hagræða, skera niður, þjappa saman, það er þeirra tungutak.

Það er ekkert að skammast sín fyrir að vera íhaldsmaður Haraldur, slíkt er sómi.  Og gildi flokks þíns standa fyrir sínu.

Um að gera að veita þínum mönnum aðhald, það skilar sér.

Takk fyrir spjallið.

Kveðja, Ómar.

Ómar Geirsson, 22.1.2015 kl. 15:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 3
  • Sl. sólarhring: 20
  • Sl. viku: 449
  • Frá upphafi: 1412811

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 388
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband