13.1.2015 | 17:07
Spreki kastað á umræður.
Ég segi bara, mikið vildi ég að forystufólk úr Sjálfstæðisflokknum væri ennþá valið úr hópi fullorðna, en ekki misgamalla íhaldsdrengja, eða það sem Björn Bjarnason bendir réttilega á, úr hópi fávísra.
Viti borið fólk bauð sig fram í prófkjörum flokksins, fólk sem hafði mótaðar tillögur um hvernig hægt væri að takast á við lykilvandamál þjóðarinnar eins og arðrán verðtryggingarinnar, eða skuldaánauð almennings eða fyrirtækja.
Sumt af þessu fólki kom úr röðum okkar Moggabloggara, höfðu þar sýnt hæfni sína til að takast á við málefnalega umræðum, að setja fram skoðanir, færa rök fyrir þeim, og takast á við rök andstæðra sjónarmiða.
Og það kolféll allt með tölu.
Árangri náði fólk sem myndaðist vel, og gildir það um kvenþingmenn flokksins með einni undantekningu, hún myndaðist ekki vel, og fólk sem talaði ekkert um hinn brýnu vandamál þjóðarinnar.
Það áþreifanlegasta sem þessir útvöldu sögðu í prófkjörsgreinum sínum var að þeir ætluðu að lækka ekknaskattinn. Eða hvað sem hann hét.
Annars auð bók, og jú frasinn um stóriðjuna.
Treyst var á leiðsögn mótorhjólagaursins í leðurdressinu, sem hafði lært að setja brilljantín í hárið, og fella eitt tár.
Eins og Cry Baby í myndinni um Cry Baby.
Og jú lesa uppúr þeim ræðum sem að honum voru réttar, af þeim sem eiga flokkinn.
Punktur.
Björn Bjarnason, sem sagan mun telja einn af albestu ráðherrum lýðveldistímans, hvort sem það var í ráðuneyti menntamála eða dómsmála, enda var hann fullorðinn þegar hann fékk forfrömun sína, gaf flokknum eina einfalda einkunn.
Fávitar, eða var það fávís, man það ekki, svo langt síðan ég las fréttina.
Í grundvallarmáli er engin stjórn, og fávísin lekur út.
Íslamsitar unnu skelfileg hryðjuverk í París.
En þau eru hjóm eitt ef í kjölfarið fylgja ofsóknir á hendur samborgurum okkar.
Fólki sem er nákvæmlega eins og ég og þú.
En játar aðra trú.
Björn er hógvær, hefur alltaf verið orðvar maður.
Ef hann hefði sagt hug sinn, þá hefði hann sagt flugvélabensín á eldinn.
Eða púður, eða dýnamít, eða eitthvað sem springur með enn meiri látum.
Hann vill ekki að flokkur sinn taki upp gyðingaofsóknir hinar nýju.
Hann vill ekki að flokkurinn verði það sem faðir hans kvað eftirminnilega í kútinn á fundi hjá Stúdentafélagi Reykjavíkur, þegar hann sagði þjóðernissósíalisma vera ógn við grundvallargildi flokksins.
En Björn tala Albaníutungumál, það er hann gagnrýnir Albaníu þegar hann þorir ekki í Kína.
Enda eðlilegt, formaðurinn er frændi hans og þar að auki úr þeim ættlauk sem höndlar með fjármuni ættarinnar.
Það sem hann sagt vildi hafa er ákaflega skýrt.
Ef Ásmundur hefur ekki sagt af sér á morgun, þá er Bjarni ekki formaður.
Þá er flokkurinn forystulaus.
Og gat ekki orðað hlutina betur.
Þó á Albanísku væri.
Sumt er ekki flókið.
Sama á hvað tungumáli það er sagt.
Kveðja að austan.
Sakar Ásmund um fávisku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 511
- Sl. sólarhring: 677
- Sl. viku: 6242
- Frá upphafi: 1399410
Annað
- Innlit í dag: 433
- Innlit sl. viku: 5288
- Gestir í dag: 397
- IP-tölur í dag: 391
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þér finnst Ásmundur, sem sagt, myndast vel?
Þorvaldur S (IP-tala skráð) 13.1.2015 kl. 17:15
Já þú segir það Þorvaldur, hafði ekki hugsað út í það.
Ég flokkaði hann eiginlega undir hinn innantóma frasa líkt og Jón Gunnarsson, en þetta er rétt hjá þér.
Hann myndast ágætlega.
Karlmannlegur vexti, með kollvik og bumbu.
Alveg eins og við síðmiðaldra karlmenn eru.
En ég fattaði þetta bara ekki.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 13.1.2015 kl. 17:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.