13.1.2015 | 14:41
Fáfræði og fordómar forsetans.
Leka af hverri setningu í þessu viðtali Morgunblaðsins við Forseta ASÍ.
Hann er líkt og hægri öfgamenn Evrópu sem kenna innflytjendum um allt sem miður fer, þegar skýringa er að leita hjá þeirri hugmyndafræði sem leyfir fjármagni og auð að blóðsjúga samfélögin sín.
Þegar verkafólk missir vinnuna vegna útvista starfa þeirra til þrælabúða Asíu, þá er hrópað múslimi, og þá er sökudólgurinn fundinn. Eða aðeins fyrr þegar hrópað var gyðingur þegar fólk missti vinnuna í kreppunni miklu því öllu skipti að viðhalda kaupgetu gjaldmiðla sem aðeins auðurinn átti.
Með því að sökudólgavæða læknana er athyglinni beint frá hinni misheppnuðu frjálshyggjutilraun sem verkalýðshreyfingin undir forystu Gylfa hefur samsinnað sig við.
Tilraun sem formaður Verkalýðsfélags Akranes lýsti með þeim orðum að fyrst hirða þeir sem kringum kjötkatlana sitja, allan afraksturinn, en síðan væri kastað 2-3% til launafólks, og það sagt að sætta sig við það, annars færi stöðugleikinn á hliðina (endursagt eftir lélegu minni).
Tilraun sem hefur skilað þeim árangri að eftir um 30 ára fylgispekt við frjálshyggjuna, þá komast atvinnurekendur upp með að greiða laun sem duga ekki fyrir lágmarksframfærslu, og víða í Evrópu og Bandaríkjunum væri skortur ef ekki kæmi til öflugt starf hjálpar og mannúðarsamtaka. Eins og það sé stöðug kreppa eða stöðugt stríðsástand.
Tilraun sem hefur stóraukið hlut fjármagns á kostnað launa og gert hina ofurríku margfalt ríkari.
Sem er ekkert annað en þjófnaður frá almenningi fyrri tilstuðlan gjörspilltra keyptra manna, hvort sem þeir eru í stjórnmálum, taka að sér að svíkja verkalýðinn, eða skapa akademíska umgjörð um hinn löghelgaða þjófnað (á lénstímanum þegar fólk var formlega í ánauð, þá bullaði akademían um guðlega skipan sem enginn mætti rísa gegn).
Og Gylfi forseti er samsekur í þessum glæp.
Í þessu viðtali er ekkert minnst á sjálftöku fjármagns eða forstjóra.
Ekkert minnst á skuldaánauð verðtryggingarinnar, eða óeðlilegt vaxtastig.
Ekkert minnst á hvað það er óeðlilegt að þeir sem störfin vinna séu afgangsstærð og fái borguð laun sem gera þeim hvorki kleyft að lifa að deyja.
Aðeins ískur fáfræðinnar og fordóma.
Verkafólki att á þá einu stétt sem þjóðin getur ekki verið án og á ekki nokkurn möguleika að finna valkost við.
Og þá einu stétt sem getur beint labbað inní miklu betur launað störf í öðrum löndum, að ekki sé minnst á aðbúnað og vinnuaðstöðu.
Hvaða tilgangi þjónar þetta??
Hvaðan kemur öll þessi fávísi og fordómar??
Stjórnmálamenn okkar hafa spilað rússneska rúllettu með heilbrigðiskerfið of lengi.
Allt hefur verið skorið inn að beini, starfsfólk er komið að því að gefast upp vegna óhóflegs vinnuálags.
Verstur er læknaskorturinn, og alvarlegast er að engin endurnýjun hefur orðið í stéttinni í fjöldamörg ár, þannig að eftir 10-15 ár verða fleiri læknar á hjúkrunarheimilum, sem vistmenn, en starfandi á spítölum landsins.
Þessi rússneska rúlletta er búinn með öll sín tómu skothylki.
Næsta skot, er sjálft dauðaskotið.
Þegar frjálshyggjumennirnir í Sjálfstæðisflokknum gáfu eftir því þeir óttuðust að fylgi flokksins mynd deyja út, þá taka þeir við, forseti ASÍ og framkvæmdarstjóri Samtaka Atvinnulífsins.
Og reyna sitt ýtrasta að hleypa af.
Hvílíkur félagsskapur.
Hvílíkt ógæfufólk.
En í okkar boði.
Því við þegjum.
Eða það sem verra er, tökum undir hrópin;
"Múslimi, gyðingur, læknir.
Burt með þetta lið".
Fordómar forsetans eru ekki sáðir í ófrjóan akur.
Kveðja að austan.
Hvað halda menn að gerist núna? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 398
- Sl. sólarhring: 743
- Sl. viku: 6129
- Frá upphafi: 1399297
Annað
- Innlit í dag: 336
- Innlit sl. viku: 5191
- Gestir í dag: 310
- IP-tölur í dag: 306
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er ástæða fyrir því að þú ert vinstrimaður.
Sjáðu til, að þó vinstrimenn hafi haldið því fram í áratugi, að almenn hagfræði ætti ekki við Ísland, sökum smæðar o.sv.frv., þá á hagfræði við Ísland.
Ein af grunnhugmyndum hagfræði er þetta með framboð og eftirspurn.
Ef of mikið framboð er á einhverju, þá lækkar verðið. Ef of lítið framboð er á einhverju, þá hækkar verðið.
Tökum dæmi úr íslenskum veruleika:
Það eru of fáir læknar á Íslandi miðað við þörf. Hér hefur verið rekin markviss skortstefna á þeim undanfarna áratugi.
Árangurinn er að þeir geta í krafti þess gert fáránlegar launakröfur, og voru þó margir þeirra ofurlaunamenn.
Það er of mikið af verkafólki á Íslandi miðað við þörf.
Þess vegna lækka laun verkafólks. Það má nefnilega alltaf ráða Pólverja á lægri launum ef þeir íslensku eru of kröfuharðir.
Þetta er grunnurinn að "fjölmenningarstefnu"
Þeir sem sitja við háborðið, eins og læknar, geta komið í veg fyrir samkeppni erlendra lækna, en hinir, sem hirða brauðmolana við fætur þeirra, t.d. verkafólkið, hefur ekkert um samkeppni um þeirra að segja.
Og ef verkamaðurinn möglar, þá er hann ásakaður um rasisma og fordóma.
Þetta er nú aðallega ástæðan fyrir því, af hverju verkafólk á vesturlöndum er líklegra til að taka þátt samtökum sem berjast gegn innflytjendum.
Helvíti botnfrýs víst, áður en vinstrimenn skilja þessa einföldu hagfræði. Þangað til halda þeir áfram að klifa á rasistakjaftæðinu.
Og eitt að lokum, kynþáttahatur og fordómar eru af öðrum toga, ef þú skyldir ekki hafa vitað það.
Múslimar eru ekki kynþáttur og minnihlutahópur, heldur tæplega er þetta tæplega fjórðungur jarðarbúa, af mismunandi kynþáttum.
Öfgastefna í íslam er jafn hættuleg og kommúnismi. Þessi venjulegi múslimi er ekkert hættulegur, ekki hættulegri en hinn venjulegi vinstrimaður. Þeir eiga þó báðir sameiginlegt að vera hallari undir öfgana en annað fólk, og báðir hópar eru fljótir að gefa eftir þegar öfgasinnarnir styrkjast.
Gyðingar eru hinsvegar um 15 miljónir á heimsvísu, og mælast í prómillum af heimsvísu. Þeir hafa aldrei reynt að troða sinni trú upp á aðra, og þetta er jafnframt sá hópur sem á mest undir högg að sækja, og þá helst frá múslimum.
Hilmar (IP-tala skráð) 13.1.2015 kl. 15:35
Jamm, jamm og jæja Hilmar, það er nú svo.
Ég sagði þér einhvern tímann að þú skyldir gildi læknastéttarinnar þegar þú eignaðist börn, þú ert greinilega það ungur að þú hefur ekki áhyggjur af foreldrum þínum, ert sjálfsagt í mat hjá mömmu oft í viku.
Það er samt fróðlegt að þú skulir telja skynsemi vinstrimennsku, þegar ég var ungur var talað um að hún leiddi til íhaldsmennsku, þess vegna yrðu menn íhaldssamir þegar aldurinn færðist yfir.
Skil það svo sem vel, isminn sem fóðrar þig hatar íhaldsmennsku meir en djöfulinn sjálfan, passar sig því á að kenna hana við vinstrið. Því það voru íhaldsmenn sem felldu hann í fyrra skiptið, og íhaldsmenn munu fella hann áður hann nær að eyða öllu mannlífi í þessari seinni tilraun hans.
En það er samt óþarfi að verða fyndinn, ég veit að frasinn um framboð og eftirspurn er á blaðsíðu 2 eða var það þrjú í Auðlegð þjóðanna, og líkt og Íslamistar kyrja sönginn um að drepa trúleysingja, þá er þessi framboðssetning kyrjuð í upphafi allra funda ykkar frjálshyggjuismara.
Svona til að peppa ykkur upp áður en þið meðtakið annað rugl úr hagtrúarbrögðum ykkar.
En að útskýra stöðu heilbrigðiskerfisins með þessu trúarbulli, fer fram úr öllum þjófabálki.
Jafnvel Marsbúar gætu ekki verið svona navý á málið, enda komst formaðurinn að því að hann væri ekki Marsbúi, og samdi að lokum.
En fyndnari ert þú þegar þú segir að það sé of mikið af verkafólki á Íslandi, þess vegna lepji það dauðann úr skel, en segir svo í næstu setningu, að ef það geri of miklar kröfur, þá sé alltaf hægt að fá Pólverja til að svelta fyrir það.
Jú, ég veit að þetta er úr Svörtu bókinni, en jafn fyndið fyrir það.
En eitt er að vera fyndinn, annað að rökstyðja vitleysu. Sem ég hélt að þú væri hættur að gera.
Þó Kínverjar séu langfjölmennasta þjóð heims, þá finnast víða Kínverskir minnihlutahópar. Eiginlega allstaðar nema í Kína.
Það sama gildir um múslima, þeir eru minnihlutahópur í hinum vestræna heimi, og eru fórnalömb rasisma þar. Sem þýðir samt ekki líka að múslimar séu rasistar, bæði þar sem þeir eru í minnihluta eða meirihluta, en það er ekki til umræðu þegar ég tók lækna með sem hæðni í þessari rasistaupptalningu.
En fyndnastur ertu þegar þú segir að gyðingar eigi mest undir högg að sækja, örfáar milljónir, og halda öllum Arabaheiminum í gíslingu haturs og heiftar.
Fyrir utan áhrif þeirra í USA.
Nei Hilmar, það er gott að vera fyndinn, en ekki í svona grafalvarlegu máli og þessi pistill fjallar um.
Þér hefði verið nær að taka undir gagnrýni mína á Gylfa forseta, hann er jú í Samfó, hann er fjárkúgari, og evrusinni.
Hví ekki að grípa gæsina og skamma hann ennþá blóðugri skömmum.
Það hefði Milton gert.
Enda vissi hann sínu viti.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 13.1.2015 kl. 17:36
Veit ekki hvort ég á að nenna að svara þér, en allt í lagi, það helsta:
- Fjölskyldusaga mín á sennilega ekkert erindi í þessa bjánalegu umræðu þína.
- Fyrsta sem við gerum á fundum frjálshyggjumanna, er að drekka blóð verkamanna
- Þegar umframframboð er af verkamönnum, þá lækka launin. Þannig virkar nú hagfræðin, félagi. Og ef tækifæri gefast, þá er sjálfsagt að fjölga verkamönnum enn meira, t.d. ef þarf að auka hagnað fyrirtækja, og standa skil af sífellt hærri sköttum sem verða til vegna félagslegra mistaka ykkar vinstrimanna, m.a. vegna mislukkaðrar "fjölmenningarstefnu"
- 50 miljónir múslima er ekki minnihlutahópur, ekki einu sinni í hagleysu vinstrimanna, þetta er stærsti einstaki hópurinn í Evrópu, sem skilgreinir sig sem hóp, fyrir utan Þjóðverja.
Múslimar tengja sig saman óháð búsetu, ólíkt t.d. kristnum.
- 40% af tilkynntum hatursglæpum í Frakklandi á síðasta ári, var í garð gyðinga. Það er svolítið, þegar múslimar eru 10% þjóðarinnar, og gyðingar innan við 1%
- Heildarfjöldi gyðinga er rétt rúm 3% af heildarfjölda araba. Að þessi rúmu 3% haldi arabaheiminum í gíslingu haturs og heiftar er mun fyndnara en áramótaskaup ykkar vinstrimanna. Það er mikið afrek, þar sem þú hefur ekki sýnt takta fyndni fram að þessu.
Það að Gylfi sé eins og Gylfi er, kemur málum nákvæmlega ekkert við. Gylfi er bara sami vinstrimaðurinn og allir hinir vinstrimennirnir sem hafa stjórnað verkalýðshreyfingunni, og hefur fært hana langt frá því að vera málsvari verkalýðs. Gylfi er þarna m.a. fyrir tilstuðlan manna eins og þín. Só, suck it up, friend.
Hilmar (IP-tala skráð) 13.1.2015 kl. 18:20
Ef þér finnst umræðan svona bjánaleg, hvers vegna ertu þá að taka þátt í henni. Ekki skilja mig þannig að það sé ekki skemmtilegt að lesa innlegg þín. Þú ert skemmtilegur penni, hnyttin og kannt að slá um þig með snjöllum frösum. En samt?
Toni (IP-tala skráð) 13.1.2015 kl. 20:33
Æ Hilmar, átti ég ekki að minnast á matinn hjá mömmu, sorrý.
En þú ert miklu skemmtilegri svona, það er þegar smá móður er á þér.
En áður en ég kveð, þá sé ég að þú hefur ekki áttað þig á ábendingu minni um gyðinga og þeirri gíslingu sem þeir halda Arabaheiminum í.
Veistu ekki hvað djúpstæð minniháttarkennd getur gert fólki?? Ef það er ekki fuck it, þá er það suck it, getur aldrei horft glatt fram á veginn.
En veistu, ég hefði samt notað tækifærið og hnýtt í Gylfa, það er fljótandi rennsli af IP tölum núna seinni partinn, svo það er aldrei að vita að þú hefðir orðið víðlesinn, jafnvel star of the night.
Glatað tækifæri er ekki góður bissness, og eitthvað dregst að þú fáir það næsta.
En tek undir með Tona, þú ert samt ágætur.
Hafðu það sem best Hilmar.
Kveðja að austan.
P.S. Láttu þig ekki verða bumbult á næsta fundi.
Ómar Geirsson, 13.1.2015 kl. 22:40
"Segðu" Toni.
Bið að heilsa suður í baráttuna.
Vonandi kemur eitthvað að viti út úr héraðsdómnum.
Jafnvel smá fætingur.
Þá heyrumst við aftur.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 13.1.2015 kl. 22:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.