Er Morgunblaðið að taka afstöðu gegn Hæstarétti??

 

Eða er um einkaframtak blaðamanns að ræða??

 

Hvort sem er þá er dálítið furðulegt að lesa dóm á dóm og jafnframt nýta tækifærið til að nýta samúðina til að öngla saman fé.

Allt þetta getur verið rétt, og frásögnin flæðir vel áfram, og er trúverðug.  

Það er ef maður gefur sér þá forsendu að dæmdur barnaklámsmaður, sem gengur undir þremur nöfnum, hefur aldrei sinnt börnum sínum, og stjórnast líklega af hvötinni að fá til sín börnin svo hann geti grætt pening á verndarleysi þeirra, geti unnið mál í Hæstarétti, þar sem dómur hafi áður fallið gegn honum í héraði.

 

Ég dreg það ekki í efa að Morgunblaðið vill vel, en ef blaðið tekur að sér krossferð gegn Hæstarétti, þá verður að vanda betur til verka.  

Einhliða fréttir eru alltaf ótrúverðugar, því það eru alltaf sjónarmið á móti.  

Sjónarmið sem ættu að koma fram í dómnum, og/eða í viðtali við gagnaðilann.

 

Ásakanir um siðblindu eru alvarlegar, en gætu alveg verið réttar.

En hvaða gögn styðja þær??

Hvaða sérfræðingur leggur mat á málið??

 

Eru til önnur fordæmi um þar sem börn hafa verið tekin með valdi af mæðrum sínum og flutt til feðra sinna erlendis??

Hvað hefur orðið um þau börn, hvernig líður þeim í dag, hvernig eru félagslegar aðstæður, tengsl við fjölskyldu og svo framvegis.

Til dæmis held ég að Íslendingar hafi fengi visst menningarsjokk, þegar uppvaxnar dætur Sofiu Hansen litu vel út,  og báru ekki nein merki um eitthvað óeðlilegt í uppeldinu, líkt og alltaf var haldið að þjóðinni.

 

Er fólk sjálfkrafa ljótt og siðblint vegna þess að er útlendingar og vill fá börnin sín??

Auðvita ekki, en stundum mætti halda það af umræðunni.

 

Hinsvegar eru mörg dæmi um slíka hegðun sem Ásta Gunnlaugsdóttir er að lýsa. 

Og það er skelfilegt ef börn njóta ekki vafans.

 

Þess vegna er svo mikilvægt að vanda til verka í svona umfjöllun, gera hana trúverðuga með því að reifa málið frá þekktum hliðum, fá álit þar álit er hægt að fá, og svo framvegis.

Því miður eru orðin; "hún segir" ekki tæk rök, þó þau geti alveg verið rétt sem slík.  

Einhverjar ástæður voru fyrir því að málið vannst í héraði, og það tapaðist í Hæstarétti.

 

Sumir myndu segja að það væri mikið verk, og jafnvel svona blaði ofviða. 

En það má spyrja á móti, hvað er brýnna að hindra að siðblindur maður fái að ráðskast með börn sín, slíkir menn eru oft aðeins að hefna sín á barnsmóður sinni því þeir geta ekki lengur ráðskast með hana.  

Velferð barnanna skipta þá engu í slíku valdatafli.

Margt óþarfara hefur blaðið gert um dagana.

 

Vonandi verður þessari frétt fylgt eftir.

Kveðja að austan.

 

 

 

 

 

 

 

 


mbl.is „Þessi maður er siðblindur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elsabet Sigurðardóttir

löggjafavald og dómsvald eru ekki að hugsa um börnin og velferð þeirra. valdhafar eru að hugsa um aðra hluti 

Elsabet Sigurðardóttir, 13.1.2015 kl. 14:03

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Elsabet.

Oft hvarflar þessi hugsun að mér líka.

Og þá er þeim mun mikilvægara að einhver fjölmiðill hafi kjark og þor til að kryfja þau mál.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 13.1.2015 kl. 17:59

3 identicon

Mér finnst þessi frétt furðuleg. Ekki þekki ég til þessar konu og ekki barnsföðursins heldur.. En þessi frétt er undarleg finst mér. " Móðirin seigir og að sögn móður" Allt er eftir þessu. Ekkert verið að ræða við hinn aðilan það er föðurinn eða kanna sannleiksgildi orða konunar.

Minnir mann strax á Hjördísar Svan málið þar sem sannleikurinn var nú annar en búið var að góla hér í fjölmiðlum eins og öllum er ljóst núna.

það læðist bara að manni sá grunur að þarna sé feminismafasismi á ferð og að blaðamaður gangi þarna í fótspor þóru Tómasdóttur sem með réttu ætti að sitja í fangelsi fyrir mannrán. Sjaldan að feður fái td svona umfjöllun þegar málum  er öfugt farið.

ólafur (IP-tala skráð) 13.1.2015 kl. 19:07

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Já ólafur, þetta er hin hliðin á málinu.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 13.1.2015 kl. 22:30

5 identicon

þetta er önnur hliðin Ómar ekki báðar.

ólafur (IP-tala skráð) 14.1.2015 kl. 18:26

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Ef "hún segir" er önnur hliðin, þá er það sjónarmið sem þú bentir á ólafur, hin hliðin á málinu.

Samtals gera þetta báðar hliðar málsins.

Og ef þú hefur lesið pistil minn þá skammaði ég þá fréttamennsku að láta að eins aðra hliðina koma fram.

Sem og ég hvatti til, fyrst blaðið var að þessu á annað borð, að ítarlegar yrði fjallað um þetta mál í heild, en ekki út frá einhverjum hliðum.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 14.1.2015 kl. 19:40

7 identicon

það er nú oft sagt að sannleikurinn hafi þrjár hliðar. það er hlið aðila a hlið aðila b og loks það sem er svo satt. Amk er þarna bara talað við móður en ekki og blaðamaður hefur engan annan að vitna í en þessa móður. Bara undarlega blaðamenska. 

ólafur (IP-tala skráð) 14.1.2015 kl. 22:27

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Enda var það útgangspunktur þessa bloggpistils.

 

Þess vegna er svo mikilvægt að vanda til verka í svona umfjöllun, gera hana trúverðuga með því að reifa málið frá þekktum hliðum, fá álit þar álit er hægt að fá, og svo framvegis.

Því miður eru orðin; "hún segir" ekki tæk rök, þó þau geti alveg verið rétt sem slík.  

Einhverjar ástæður voru fyrir því að málið vannst í héraði, og það tapaðist í Hæstarétti.

 

En svo sem sjálfsagt mál að ítreka það.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 14.1.2015 kl. 22:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 30
  • Sl. viku: 448
  • Frá upphafi: 1412810

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 387
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband