Skyldi Netanyahu heimsækja verslun á Gaza?

 

Svona næst þegar hans menn sprengja eina í tætlur.

Líklegast ekki, hefur ekki gert það áður.

Fer varla að taka uppá því héðan af.

 

Það er ekki sama hver er myrtur, og hver myrðir.

Netanyahu er ekki einn um þá hræsni.  

 

Fáir velta sér upp úr litlu stúlkunni sem átti líf sitt fram undan, en Íslamskir öfgamenn sprengdu í loft upp nýlega, í þeirri sprengingu féllu.

Kuldinn er það mikill, eða fréttamenn vilja ekki rugga bátnum, að Ruv minnist á atburðinn undir fyrirsögninni; "Sprengja á ungri stelpu varð nítján að bana". eins og morðið á litlu stúlkunni væri aukaatriði málsins.

Og þetta eru engin mistök hjá fréttafólki Ruv, ekki frekar en síendurteknar fullyrðingar þess um að fjárkúgun breta væri ICEsave skuld þjóðarinnar, í frétt í dag er morð á tveimur ungum konum afgreitt á þennan hátt; "Talið er að tvær konur hafi sprengt sig í loft upp á markaðinum hver á fætur annarri.", samt er viðurkennt seinna í fréttinni að sprengjurnar hafi verið sprengdar með fjarstýringu.

 

Það er bara annað sem skiptir meira máli en morðið á þessu saklausa fólki.

Og það er sá pólitíski rétttrúnaður að segja ekkert sem mætti misskilja á þann hátt að hinn friðsami múslímski heimur væri bendlaður við voðaverkin.

Og þess vegna er best að segja ekki neitt frá voðamönnunum, enda eru þeir Íslamistar. Og trúbræður hinna friðsömu múslima.

 

Hræsnin er ekki bara hjá ísraelskum stríðsæsingamönnum.

Hún lekur af öllu í vestrænum samfélögum.

Og á það sammerkt að benda á hina.

Eða benda uppí loftið eins og enginn sé sekur.

 

Meðan dó lítil stúlka því hún var sprengd í loft upp.

Öllum gleymd.

Engin gengur til að fordæma voðaverkið og voðamennina sem frömdu það.

 

Hún var svört, hún var kristin, og hún var ekki frá Gaza.

Hún var ekki ein af okkur.

 

Samt var hún lítið barn.

Kveðja að austan.


mbl.is Netanyahu heimsótti matvöruverslunina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kuldinn sem þú talar um er sami kuldi og veldur því að íslenskir fjölmiðlar minnast varla orði á fórnarlömbin á koshermatarmarkaðinum sem létu lífið fyrir að vera gyðingar (hryðjuverkamennirnir þyrmdu vísvitandi kristnum og múslimum) og minntustu heldur varla orði á miklu meiri harmleik en þennan sem varð í París fyrir stuttu, þegar múslimskir hryðjuverkamenn tóku sig til og gerðu það sama og þeir gera oft í Ísrael og það er að ráðast á grunnskóla og myrða grunnskólabörn og kennara þeirra. Þarna létust sakleysingjar, en ekki hugrakkur og dónalegur blaðamaður eða lögregla við skyldustörf. En fóru Íslendingar að gráta? Var talað um þetta á Facebook? Komu Evrópuleiðtogarnir saman? Nei...Afhverju? Rasismi. Gyðingahatur. Múslimar mega þakka fyrir það í dag að það minnkar aðeins hatrið á þeim að gyðingahatrið er stekarar en það hefur verið síðan 1940 og margir erkirasistar sem fengju flog við að sjá svört barnabörn og vilja ekki sjá meiri þróunaraðstoð ganga samt í alls konar samtök til stuðnings Gasa og mæta glaðir á fjöldagöngur. Ekki til að fá útrás fyrir verðskuldaða samúð, heldur bara til að tjá hatur sitt. Væri annað upp á teningnum væru nú jafn fjölmennar fjöldagöngur til stuðnings Yazídum, þriðja heims verksmiðjuþrælum og öðrum sem líða í dag, ennþá meira en fólkið á Gasa. En við kippum okkur ekki við það nema hvítur maður deyi, og þó gyðingur deyji í sömu árás þá segir enginn á Facebook "Je suis juif"

Jón (IP-tala skráð) 14.1.2015 kl. 07:30

2 identicon

Það var reyndar í Toulouse og þar um kring, en ekki París þarna um árið. Lítið var rætt um dauða skólabarnanna og vakti hann enga samúð þó þau létust fyrir sömu sök og Anna Frank og enga aðra. Þeir sem ganga lengst í gyðingahatrinu notuðu óviðeigandi tækifærið til að láta falla nokkur illa valin orð um Ísrael og Ísraela, (þriðjung allra gyðinga heimsins, en þó óviðkomandi þessum frönsku gyðingabörnum).

Jón (IP-tala skráð) 14.1.2015 kl. 07:31

3 identicon

Toulouse og Mauntauban. En morðin í versluninni voru núna á sama tíma og skrípamyndateiknarans, en svo lítið er um þau rætt að greinilega þykir dauði Aríanna merkilegri. 

Jón (IP-tala skráð) 14.1.2015 kl. 07:33

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Jón.

Þetta sagði ég í einum pistli mínum;

"Við eigum heldur ekki að gleyma öðrum fórnarlömbum Íslamista.

Það voru fleiri drepnir í París en skopmyndateiknarar, þar á meðal saklausir gyðingar sem voru að versla í matinn.".

En tók líka fram að múslimi hefði fallið, sem og að flest ódæðin væru unnin á öðrum múslimum, einnig minntist ég aftur og aftur á litlu stúlkuna sem var sprengd í loft upp í Nígeríu, með sprengjubelti, það er líklegast mesta ómennskan í öllu þessu dæmi.

En menn eru ekki einlægir, nema þeir fordæmi allt.

Ég vona að þú standir undir þeirri kröfu Jón.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 14.1.2015 kl. 15:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 403
  • Sl. sólarhring: 741
  • Sl. viku: 6134
  • Frá upphafi: 1399302

Annað

  • Innlit í dag: 341
  • Innlit sl. viku: 5196
  • Gestir í dag: 315
  • IP-tölur í dag: 311

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband