12.1.2015 | 16:35
Af hverju ættu læknar að draga uppsagnir sínar til baka??
Þegar forsenda stöðugleika í landinu er að hér sé ekki læknir til að sinna börnum okkar þegar þau veikjast, til að sinna foreldrum okkar í ellinni.
Af hverju ættu þessir læknar að hafa slíkt á samviskunni, að ógna þessum stöðugleika greyjanna í vasa auðsins á skrifstofu ASÍ og vinnumanna þeirra hjá Samtökum atvinnulífsins?
Af hverju ættu þeir ekki að leysa þennan hnút sem komandi kjarasamningar eru sagðir í vegna þeirra samninga sem ríkisvaldið gerði við þá, og flytja úr landi, svo það þurfi ekki að greiða þeim kaup eftir þessum voðalegum samningum?
Af hverju ættu þeir að sitja undir þessum óhroða og þvættingi?
Fyrst að þjóðin kemur þeim ekki til varnar.
Fyrst að þjóðin gín við áróðri þessa leiguþýs.
Þjóðin trúði ekki þessu sama þýi þegar forsenda kjarasamninga fyrir nokkrum árum síðan var samþykkt fjárkúgunar breta kennda við ICEsave.
En núna virðist hún vera efins.
Allavega þegir hún þunnu hljóði.
Hún virðist ekki gera athugasemd við að laun forstjóra hækkuðu um tugi prósenta á meðan hún sjálf þáði 3% kauphækkun, slíkt virðist ekki hafa ógnað stöðugleikanum.
En þegar síðustu læknarnir fóru í verkfall, í stað þess að yfirgefa landið þegjandi og hljóðalaust, þá fékk áróðursvél fjármagnsins vopn í hendur, sökudólga sem hægt var að kenna um andlát stöðugleikans.
Eins og þessi stöðugleiki hafi gagnast nokkrum öðrum en þeim sem peninga eiga.
Hvaða stöðugleiki felst í því að borga laun sem duga ekki til framfærslu?
Sem sveltur bótaþega.
Sem gengur að heilbrigðiskerfinu okkar dauðu.
Annað en stöðugleiki stöðnunar og hægfara uppdráttarsýki.
Nei, það væri skrýtinn læknir sem léti bjóða sér þennan áróður.
Þetta níð og þennan óhróður.
Það eru ekki launin sem skýra val þeirra að búa í landi feðra sinna, og ef það er ekki velvilji og stuðningur þjóðarinnar, hvað ætti það þá að vera.
Viljinn til að vera sökudólgur??
Kveðja að austan.
Hafa ekki dregið uppsagnir til baka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 3
- Sl. sólarhring: 20
- Sl. viku: 449
- Frá upphafi: 1412811
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 388
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.