"Annars hafa þeir unnið".

 

Ofsatrúnaðurinn, hótanirnar, ofbeldið.

Og hinn pólitíski rétttrúnaður.

 

Sem gagnrýndi harðlega blöð eins og Charlie Hebdo fyrir að rugga bátnum, fyrir að vera ekki meðvirk í þeim rasisma að gera ekki sömu kröfur til allra menningarhópa sem mynda vestræn samfélög nútímans.

Jafn rangt eins og það er að mæta niður í miðborg Mekka með Whiskýflösku veifandi myndum að Muhamed spámanni, er sú krafa til atvinnuháðfugla að þeir sleppi að gera grín af ákveðnum hópum, því þeir eru á einhvern hátt viðkvæmir fyrir háði, eða eiga undir högg að sækja, og því ekki á bætandi að gera grín að þeim.

Grín er tjáningarmáti í hinum vestræna heimi, og við þurfum öll að sætta okkur við að það sér gert grín að okkur, og það sem meira er, það er hollt að kunna að gera grín af sjálfum sér.

Viðbrögð fólks við gríni segir mikið um það sjálft, og viðbrögð menningarhópa við gríni segir einnig mikið um þá sjálfa.

 

Í þessum orðum felst ekki að grín megi leyfa sér hvað sem er, og að grín geti ekki verið smekklaust, um það gilda lög eins og um aðra tjáningu.

Og við höfum öll rétt að hafna ákveðnu gríni.

Til dæmis með því að umgangast ekki fólk sem við teljum að sé með ósmekklegt grín, eða kaupa ekki þá fjölmiðla sem við teljum að gera út á ósmekklegheit.

 

En við getum ekki beðið aðra um að halda kjafti vegna þess að þeir móðga kolbrjálað fólk.

Eða vegna þess að til séu hópar sem þola ekki viðkomandi grín.

 

Og við getum ekki beðið heil menningarsamfélög að frábiðja sér grín með hótunum og ofbeldi.

Um það snýst deilan í dag.

 

Og við verðum að sigra þá deilu.

Kveðja að austan.

 

 


mbl.is „Við ælum á allt þetta fólk“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, segðu, vinur.

Sko, það er náttúrulega slæmt að drepa skopmyndateiknara fyrir að teikna myndir sem fara fyrir brjóstið á einhverju trúarliði, en held að hitt sé verra.
Maður er úthrópaður, og sennilega réttdræpur, af því að maður sér ekkert fyndið í rétttrúnaðarskopi vinstrimanna í áramótaskaupum.

Er ekki rétt að barnaskólarnir fái það hlutverk að kenna börnum, hvenær maður á að hlægja, og hvenær ekki?
Þannig gætu vinstrimenn framleitt fyndið pólitískt réttrúnaðarskop á hverju ári, og enginn múslimi þarf að fara í fýlu, og drepa einhvern.

Hilmar (IP-tala skráð) 10.1.2015 kl. 18:12

2 identicon

Margir gagnrýndu harðlega blöð eins og Charlie Hebdo fyrir að rugga bátnum, fyrir að vera meðvirk í þeim rasisma að gera ekki sömu kröfur til allra menningarhópa sem mynda vestræn samfélög nútímans. Þannig mátti múslimi ekki tjá einhverjar fornaldarskoðanir án þess að gert væri grín að Múhameð spámanni. Á sama tíma og kristnir voru sjálfir skopskældir fyrir sín ummæli frekar en að Jesú væri sýndur nauðga börnum með risa dildó uppí rass. Kristnir fengu einstaklingsbundið grín en allt grín á múslima beindist að spámanninum. Við sjáum það sama í öðrum fjölmiðlum þar sem glæpir múslima eru nær undantekningarlaust tengdir við trú en kristnir geta stundað sína glæpi án þess að minnst sé á hvaða trúflokki þeir tilheyra.

Málfrelsinu fylgja ábyrgð og skyldur. Málfrelsið, eins og annað frelsi, er hægt að misnota án þess að brjóta lög. Samfélag okkar byggist á því að taka tillit til annarra, löglegt en siðlaust telst ekki hegðun til eftirbreytni. Bankamennirnir okkar, útrásarvíkingarnir, töldu sig í rétti að gera hvað sem þá lysti svo lengi sem ekki væru lög sem bönnuðu það. Þeir misnotuðu það frelsi sem við viljum öll njóta. Hefði það komið þér á óvart ef einhver hefði skotið á einhvern þessara útrásarvíkinga? Hefðir þú þá varið frelsi útrásarvíkinganna til að haga sér eins og þeir gerðu?

Jós.T. (IP-tala skráð) 10.1.2015 kl. 18:27

3 Smámynd: Magnús Ágústsson

blöð eins og Charlie Hebdo eru ekki ad gera grin ad bara muslimum lika ad pafanum og ollum odrum truarathopum , stjornmalamonnum , fraegu folki  barara ollum
en afhverju er baraq thessi hopur tilbuinn ad drepa fyrir sma grin
fjolskyldur latinna i frakklandi eiga alla mina samud en eg er ekki ad fatta hetta ofstaeki

kv ur usdur kinahafi

Magnus

Magnús Ágústsson, 10.1.2015 kl. 19:32

4 Smámynd: Mofi

Ef að Jesú hefði predikað að þeir sem gerðu grín að Honum ættu að vera drepnir og síðan myrt þá sem hefðu dirfst að gera grín að honum þá grunar mig að það væru einhverjir kristnir í dag sem myndu langa að drepa alla þá sem vinna hjá Charlie Hebdo. 

Það er eins og fólk er ekki að skilja tenginguna milli hvað trúin predikar og síðan hvernig sumir meðlimir þeirrar trúar hegða sér.

Mofi, 10.1.2015 kl. 20:19

5 identicon

Maurice Sinet var rekinn frá Charlie Hebdo árið 2009 fyrir að gera grín að gyðingum. Það hljóta nú einhver takmörk að þurfa að vera á skoðanafrelsi og því ekki að veita "hinni útvöldu þjóð" undanþágu frá móðgunum. Ef gyðingarnir ættu ekki meirihlutan í öllum stóru fjölmyðlum vesturlanda væri löngu búið að afhjúpa þeirra eðli. Lesiði bara gamla testamenntið. Og þá sérstaklega Deutoronomy. Svo til að toppa óþverran þá kemur Talmúdinn þar á eftir. Kynnið ykkur Talmúdann og þið verðið aldrei söm á eftir. Kóraninn er einglasöngur við hliðina á gamla testamenntinu og Talmúd. Þetta lið veit að fólk er að vakna til vitundar um þessa glæpatrú, í gegnum frjálsa fjölmiðla og bækur á netinu. Bækur sem haldið hefur verið frá almenningi.

Þið vitið það sennilega ekki t.d að bolsjevistar voru að uppistöðu gyðingar fjármagnaðir af Jacob Schiff. Þetta var ekkert annað en valdarán. Sama og er að gerast í Úkraínu og miðausturlöndum. Allt sama klíkan á bak við tjöldin.

Haldið þið að það sé að ástæðulausu að gyðingar hafa verið reknir 109 sinnum úr þeim löndum sem þeir hafa sest að í.

Og talandi um skoðanafrelsi.Það eru ófáir einstaklingarnir sem hafa setið í fangelsum fyrir það að leifa sér að efast um eitthvað varðandi helförina. Googlið Ernst Zundel. Hann þurfti að dúsa í fangelsi í sjö ár,við ömurlegar aðstæður, fyrir að gefa út bók sem bar heitið "Did six million really die?" sem hann skrifaði ekki einu sinni sjálfur.

Benni (IP-tala skráð) 11.1.2015 kl. 09:01

6 identicon

Það er bannað með lögum í Þýskalandi og Frakklandi að efast um Helförina

Þannig að ef hægt er að sannfæra má þá einstaklinga

sem stjórnvöld hafa valð sem dómara

um að teikning dragi í efa Helförina þá fer höfundurinn beint í fangelsi - einsog dæmin sýna

Grímur (IP-tala skráð) 11.1.2015 kl. 10:20

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið félagar, og umræðuna.

Skemmtileg tilbreyting að sjá fólk andstæða sjónarmiða, geta rætt þau án þess að vega persónulega að andmælendum sínum.

Það sem snýr að mér hér að ofan er ekki mikið.

Jóst, ég skil ekki spurningu þína, vona að þú sért að tjá þig um að fara eftir lögum, en ekki að meðmæla morð.

Þekki ekki til efnistaka Charlie Hebdo, en það sem þú ert að lýsa er rasismi, og við honum liggja viðurlög í vestrænum löndum, og veit ekki annað en að Frakkar framfylgi þeim lögum.

En ég hef aldrei annað en upplifað beint grín á helgitákn kristinna, hvort sem það er páfinn, Jesú eða Jahve.  Hvort sem það er hér á landi, eða í erlendum gríni.  Þekki því ekki þennan veruleika sem þú lýsir.

Og Islamistar eru ekki að viðra fornaldarskoðanir, þeir eru að framfylgja þeim.  Og með dauðatilskipun sínum, sú fyrsta sem ég man eftir er gagnvart Salman Rushdie, og síðan hafa margar fylgt í kjölfarið hafa þeir vakið hörð viðbrögð.

En þú þarft ekki að samþykkja grínið, þú drepur ekki vegna þess.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 11.1.2015 kl. 14:39

8 identicon

Það lyggur við því fangelsisdómur í 17 löndum að efast um helförina. Maður að nafni Robert Faurisson varð fyrir morðárásum fyrir að efast um helförina í skrifum sínum. Hann var sjálfur í svokölluðum "útrýmingarbúðum".

Hvernig geta menn sagt að það sé málfrelsi á vesturlöndum. Ég gæti skrifað hundruðir  greina um sannleikann um heimstyrjaldirnar fyrri og seinni sem ég fengi aldrei byrtar sama hversu vel þær væru skrifaðar og vel studdar heimildum.

Ég mæli eindregið með að allir fari á youtube og googli "Zionist jew converts to catholism and exposes jewish conspiracy". Ef það er búið að taka það niður þá getur verið nóg að googla bara "Benjamin Freedman" það á að vera ca. 45 mínútna langt. Það er ótrúlegt, en ég veit það er satt. Ég hef lesið bækur sem styðja við það sem hann er að segja, skrifaðar fyrr, af mönnum sem hafa örugglega ekki verið í neinum tengslum við þennan merka gyðing. Jú það eru margir góðir gyðingar sem eru að reyna að afhjúpa glæpina. Enda munu allir heiðarlegir gyðingar verða fórnarlömb sjálfir. Flestir gyðingar vita ekki einu sinni að þeir eru verkfæri í höndum illra afla, alveg eins og við.

Benni (IP-tala skráð) 11.1.2015 kl. 21:37

9 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Benni.

Ég hef aldrei skilið óttann við umræðuna, þar á meðal þessa.

Því í myrkri þöggunarinnar vaxa gróusögurnar best.

Í nútímanum er ekkert vandamál að birta greinar, þú þarft ekki einu sinni að hafa nokkuð að segja.  Líklegasta skýring þess að þú hefur ekki fengið greinar birtar, er sú að þú hefur ekki skrifað neina.

Sem er þitt að bæta úr.

Þú hefur fullkomið frelsi að afneita helförinni, og að trúa því sem þú vilt trúa.  Það er aðeins á milli þín og samvisku þinnar, svo og Lykla Péturs þegar þar að kemur.

Sjálfsagt hefur þú skýringuna á því hvernig það tókst að útfæra svona stóra leikbrellu, útbúa leikmunina, gera leikarana trúverðuga með því að beinagrindavæða þá, planta tilbúnum minningum og svo framvegis.

Og sjálfsagt átt þú einnig góða skýringu á hvað varð af öllu þessu fólki sem hætti að birtast við hlið forfeðra sinna í kirkjugörðum Evrópu.

Allt er hægt að skýra ef viljinn er til staðar.

Þú verður bara aðeins að átta þig á þeirri mótsögn, að þú fáir ekki sannleikann birtan, samt vitnar þú í bækur sem þú hefur lesið.

Dreg ekki bækurnar í efa, en glotti af því fyrra.

Það getur verið árátta hjá fólki að leita að sökudólgum.

Kenna öðrum um.

Vertu því þakklátur gyðingunum, þú hefur þó alltaf í handraðanum tiltæka sökudólga.  Sem hafa breitt bak, og bera ábyrgð á mörgu, að mér skilst.

Geta örugglega bætt þínu lánleysi í syndaregistur sínar.

Takk fyrir innlitið Benni.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 11.1.2015 kl. 22:56

10 identicon

Ég þarf ekkert að hafa á samviskunni ef ég segi sannleikann. Eins og Jesú  Kristur sagði forðum daga. Leitaðu sannleikans og sanleikurinn mun frelsa þig. Ég hef alla vega skoðað málin frá ýmsum hliðum. Ég les t.d. Haaretz og fer inn á ýmsar síður múslima. Ég hef ekki enn fundið neina vefsíðu múslima sem mæla ofbeldi bót. Ég er reyndar orðinn sannfærður um að þeir séu, upp til hópa, friðsamir. Ég var reyndar fordómafullur gagnvart þeim áður en ég fór að leita upplýsinga, upp á engin spítur. 

Hvað er að því að leita sökudólga. Ertu að meina að það sé enginn slíkur. Eða er ekki sama hver sökudólgurinn sé. Ég veit þó hverjir hagnast á öllum þessum erjum á milli kristinna og múslima. Eins og haft var eftir Netanyahu eftir 911. "We are benefiting from one thing, and that is the attack on the Twin Towers and Pentagon, and the American struggle in Iraq". (Haaretz) Mikið rétt og skemmtileg tilviljun, ekki satt. Ég efast ekki um að árásin í París eigi eftir að þjóna honum og hans líkum.

Ef heldur fram sem horfir í heimsmálunum, þá verðum við í sömu stöðu og palestínumenn innan tíðar.

hefurðu kíkt á youtube myndbandið sem ég benti þér á. Ég mæli eindregið með þvî

Kveðja Benni

Benni (IP-tala skráð) 12.1.2015 kl. 02:30

11 Smámynd: Mofi

Benni, sama dag og árásin í París var gerð þá réðust múslímar á hóp af fólki og drápu 2000 manns. Fór lítið fyrir því í fréttunum enda ef eitthvað gerist í Afríku þá virðist Evrópubúum vera nokkuð sama. Það er í þeirra eigin helgu bók að það er í lagi að ljúga þegar kemur að stríði svo að lesa þeirra eigin síður til að komast að hver þeirra viðhorf eru, er ekki vænlegt til árangurs. Hérna er stutt yfirferð yfir sögu stríðanna sem hafa verið háð vegna fordæmis Múhameðs, sjá: https://www.youtube.com/watch?v=HIeG_0WfaJw

Að halda að þessi örsmáa þjóð gyðingar, sem er búið af ofsækja síðustu tvö þúsund ár eins og engin önnur þjóð hefur verið; eitthvað sem Biblían spáði fyrir um, að það sé hún sem stjórni öllu... vá, það er svo heimkst að orðið heimska er engan vegin nógu sterkt yfir slíka yfirþyrmandi þvælu sem stafar aðeins af fordómum, illsku og gífurlegu magni af heimsku.

Mofi, 12.1.2015 kl. 10:24

12 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Benni.

Auðvitað hefur þú mikið á samviskunni.

Þannig séð er það álitamál hvort illskan hefur borið meiri ávöxt, í huga þess sem hendir börnum lifandi á bálið, eða þess sem dregur dár af því.

Og blandaðu ekki Jesú inní þá umræðu.

Ekki heldur Múhameð, Budda eða neinum öðrum hafa eitthvað látið sig trúmál varða.

En því miður hefur þú rétt fyrir þér að það er einhver sem hagnast á þessu, og það eru ekki Íslamistar.

Það eitt er víst.

Rót vandans er miklu dýpri og illri en það.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 12.1.2015 kl. 13:29

13 Smámynd: Mofi

Það voru múslímar sem gerðu árásina ekki af því að þeir hagnast á því heldur af því að þeir vildu það. Þessir menn töluðu um að þeir hefðu verið sendir til þess að gera akkúrat þetta svo kannski í þeirra herbúðum var þetta eitthvað sem bætti mjög svo móralinn.  Aðrir múslímar geta séð þetta sem sönnun fyrir því að viðkomandi samtök láta verkin tala og vilja taka þátt í því.

Mofi, 12.1.2015 kl. 13:35

14 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Mofi.

Þú gerir þér grein fyrir því að ef einhver vill vera illkvittinn, og gjalda þér líku líkt, þá getur hann alveg sett saman svona lista líka um meint stríð kristinna vegna þeirrar útleggingar að þeir ættu að fara að boða þjóðum heims trú sína.

Ég bið þig einnig að íhuga að mörg þessi svokölluðu árásarstríð af hendi Íslams, eru háð af þjóðum og ættbálkum, sem stunduðu sömu iðju, árþúsundum áður en Múhameð fékk vitrun sína.

Arabar réðust vissulega á nágranna sína, og hættu ekki fyrr en þeir komust ekki lengra.  En þeir eru semísk þjóð af Arabíu skaganum, og fyrsta semíska þjóðin sem réðist á nágranna sína, til að ræna þá og rupla, er skráð af Súmerum einhvern tímann á þriðja árþúsundi fyrri Krist.  Síðan þá lá Mesópótamía undir stanslausum árásum semískra hirðingja, margir þeirra náðu að mynda nýjar valdaættir, sem aftur urðu fyrir nýjum árásum.

Gyðingar eru annað dæmi um svona semíska árásarþjóð, og ennþá hafa þeir ekki játast Íslam.

En Arabar voru ekki einir um þessa lensku á þessum slóðum, Assýríumenn voru dæmi um miklu svæsnari ofbeldisseggi, Persar stunduðu líka útþenslu, Egyptar á tímabili, og svona má lengi telja.

Rómverjar háðu grimmileg útþenslustríð, eyddu heilu samfélögunum, þrælkuðu það fólk sem eftir lifði.  Og þeir eru taldir annar af tveimur hornsteinum vestrænnar menningar.

Indland er tekið sem annað dæmi, og þá hinar skefjalausu slátrana múslímskra innrásarmanna á Hindúum.  Allt mikið rétt, en upphaf þeirra innrása má rekja til fyrrum mongólskra ættbálka, sem höfðu það fyrir sið að drepa sigraða andstæðinga, og seinna herskárra hirðingja sem gerðu árásir sínar frá því svæði sem nú er Afganistan. 

Múslimskir að vísu, en gerðu bara það sem þeir höfðu alltaf gert.

Ef eitthvað var, þá voru þeir siðaðri eftir að þeir gengu Alla á hönd.

Mofi, sem kristinn maður, þá þarftu ekki svona samanburð, þú gerir eiginlega lítið úr trú þinni með honum.

Hún dugar alveg og þolir samanburð.

Það þarf ekki að upphefja hana með því að gera lítið úr öðrum.

Eða það tel ég.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 12.1.2015 kl. 13:48

15 Smámynd: Mofi

Ómar, það væri einmitt virkilega gott. Setja saman lista og rannsaka. Forvitnileg grein um trú og stríð, sjá: http://carm.org/religion-cause-war

Ef að hugmyndafræði er herská þá er gott að vita það og loka ekki augunum fyrir því.  Sömuleiðis, ef að einhverjir flokka sig sem kristna þá getur maður í staðinn fyrir að vera fáfróður og heimskur, þá getur maður metið þeirra hugmyndafræði og hvað rak þá áfram og metið hvort það var sama hugmyndafræði og Kristur boðaði.

Það er eins og í dag glímum við vitræna leti af óþekktri stærðargráðu þar sem enginn vill virkilega rannsaka þessi mál.

Mofi, 12.1.2015 kl. 14:02

16 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Mofi.

Ég held að þér hafi yfirsést að ég sagði ef maður er illkvittinn.

Sem er forsenda þess myndbands sem þú vísaðir í hér að ofan.

Eyðing klassískrar menningar er rangnefni, því hún lifði ágætis lífi í margar aldir á eftir.  Til dæmis var áberandi munur á lykt, bæði af sorpi á götum úti, sem og á fólki sjálfu, í löndum múslima til dæmis í Norður Afríku, og löndum kristinna í háborgum þeirra eins og París eða London, ekki svo seint sem á 18. öld.  Það er ómenning að þrífa sig ekki eins og hinir fornu menningarþjóðir vissu svo mæta vel, sem og þjóðir sem kristnir kölluðu skrælingja, líkt og þjóðir svartra sunnan Afríku eða íbúar Ameríku fyrir innrásir kristinna.

Og það voru múslímskar menningarstofnanir sem varðveittu hinn forna gríska/rómverska arf, ekki villimannaþjóðir Germanna.  Vissulega lifði hluti af hellenskri/rómverskri menningu í Konstantínópel, en úrkynjunin og hjaðningavígin hjá stríðandi valdaættum þar var þessleg að fátt nýtt bættist við menningararfinn.

En múslímski heimurinn upplifði miðaldir eins og sá kristni, en bara miklu seinna.  Ábyrgðina báru tvær herskáar hirðingjaþjóðir, Tyrkir, það er tyrkneskir ættbálkar sem herjuðu á Konstantínópel og síðan hjarta hins arabíska veldis í Mið Austurlöndum og Norður Afríku, og ekki hvað síst, Mongólar undir stjórn afkomenda Gengis Kahn.  Sérstaklega fór hið forna landsvæði Persa (Íran) og Súmera (Mesópótamía) illa út úr morðæði Timurs sem var uppi seint á 14. öld.

Það má segja að þessi svæði hafi ekki náð sér síðan, en það er svo sem ekki lengri tími liðinn en það tók Evrópu að ná sér eftir þjóðflutninga Germanskra ættbálka á 5. og 6. öld.

Er ekki talað um upphaf Nýaldar 1492??

Þetta er bara dæmi um hina villandi framsetningu myndbandsins.

Annað má tína til, til dæmis er ekki  gert skil milli fjölmargra bardaga á Spáni hvort kristnir eða múslimar voru að berjast, kristnir börðust mjög innbyrðis á þessum árum, sem og í bandalagi við múslima, gegn öðrum kristnum krossferðarríkjum.

Og þar með komum við að annarri sögufölsun, krossferðarnar voru alls ekki bundnar við Palestínu, þær voru drifkraftur hinna kristnu landvinninga á Íberíuskaganum, og nota bene, menningarstigið lækkaði mjög á þeim svæðum sem kristnir furstar endurheimtu, og þær voru líka í Mið og Austur Evrópu.

Hvorki þú eða höfundur myndbandsins virðast hafa heyrt getið um þær, en í þeim var til dæmis mörgum baltneskum þjóðflokkum við Eystrasalt útrýmt, og ennþá er talað með hryllingi um hermdarverkin í baltnesku löndunum. 

Svo má náttúrulega ekki gleyma Karla Magnúsi og árásum hans á hina heiðnu Saxa, og öll fjöldamorðin sem fylgdu í kjölfarið.  Eða krossferðunum í Suðvestur Frakklandi, og svo framvegis.

Loks langar mig að minnast á alvarlegustu vanþekkinguna og það er sú napra staðreynd að engir rauðir punktar eru sýndir á því landsvæði sem kallaðist Indland til forna, en skiptist í Pakistan og Indland í dag.

Þar voru hryllileg hryðjuverk framin, en sjálfsagt ekki talin með því þau svæði voru ekki kristin áður.

Þetta er ekki einu sinni söguþekking Mofi, og þetta er svo illa gert, að þetta er ekki einu sinni áróður.

Forsendurnar eru síðan út úr kú, að taka öll stríð Araba, og síðan annarra múslímskra þjóða sem dæmi um heilagt stríð, en sleppa öllum orrustum kristinna manna.

Landakortið lýsti útþenslu herskárra þjóða, en aðeins apakettir sjá ekki muninn á því og fyrri útþenslu herþjóða á þessu svæði, hvort sem það voru Persar, Assýríumenn, Rómverjar eða Austur Rómverska ríkið.

Og eftir kristni, útþensla Moskvu þar til að hún stjórnaði stærsta landsvæði heims, Breta sem áttu nýlendur í öllum heimsálfum, Frakka, Þjóðverja og svo framvegis.

Arabísku ræningjarnir notuðu vissulega orðið Jihad sem einhverja réttlætingu, en önnur orð voru notuð af öðrum útþenslu þjóðum.  En eðlismunurinn er enginn, og áhrifin þau sömu.

Menn hertóku sér veikari þjóðir þar til þeir höfðu ekki afl í frekari útþenslu.

Múslímsk trú breiddist út frá Mekka í kjölfar landvinninga múslímskra þjóða, en það sama á við um Kristni, það eru ekki margar þjóðir sem tóku sjálfviljugar upp Kristna trú.  Í fljótheitum man ég bara eftir Armennum, en það gæti líka átt við Georgíumenn.

Svo hvert er pointið Mofi, hvert er pointið??

Skil ekki svona umræðu, hún gerir fyrst og fremst lítið úr þeirri trú sem þú tilheyrir, og hún er vatn á myllu öfgaafla.

Því það eru engin rök til við frasanum, "Pabbi minn er sterkari en pabbi þinn", og "þú líka, og þú líka".

Það er núið sem skiptir máli, og því miður er núið grafalvarlegt.

Og hin herskáa miðaldahyggja er ekki bara bundin við hin múslímska heim. 

Þá væri nær að muna hvað Jesús Kristur sagði, og taka mark á því.

Orð hans lifa, ekki vegna stríðsboðskapar hans, heldur vegna friðarboðskapar.

Friðarboðskapar sem var algjör bylting í heimi þar sem hinn venjulegi maður var sífelldur skotspónn valdagráðugrar yfirstéttar. Þar sem siðir og hefðir virtu ekki manngildið.

Þar sem líklegra var að deyja fyrir vopnum, en úr elli.

Friðarboðskap sem er eina svarið við öllu ruglinu í dag.

Ef múslímar telja sig hafa sama boðskap í dag, þá sýna þeir fram á það, það er ekki flóknara en það.

Og málið útrætt.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 12.1.2015 kl. 15:40

17 identicon

Allt í lagi Mófi. Við skulum byrja á bókinni sem þú virðist dýrka

"When the LORD thy God shall bring the into the land wither thou goest to posess it, and hath cast out may nations before thee....seven nations great er and mightier then thou. And when the LORD shall deliver them before thee;  thou shalt smite them [and] utterly destroies them: thou shalt make no covenant with them, nor shew murcy unto them....the LORD thy God hath chosen the to be a special people unto himself, above all people that [are] upon the face of the earth. The LORD did not set his love upon you, nor chosen you, because ye were more in number then other people; for ye [were] fewest of all people"(Deuteronomy 7:1-7)

Móses var ekkert annað en geðveikur valdasjúklingur. Mófi. Þú ættir að vita það ef þú þykist þekkja Biblíuna. Hvað sagði ekki Jesú Kristur við faríseana. "Ye are of your father the devil, and the lusts of ye father ye will do. He was a murderer from the beginning and abode not in the truth, because there is no truth in him. When he speaketh a lie, he speaketh of his own: for he is a liar, and the father of it. And because I tell you the truth ye believe me not".

Mófi. Þú ættir að vita það að það er markmið Satans að spilla trú manna á Guð. Eitt verkfærið er frímúrarar.Frímúrarar hafa veri fjölmennir í prestastéttinni í gegnum tíðina. Það voru t.d. Ca. 50 íslenskir prestar og meira að segja Biskupinn frímúrarar árið 1985

Getur það nokkuð verið skírara. Síðan farísearnir krossfestu Krist hafa þeim engin bönd haldið. Slóð þeirra lyggur um allan heim. Í dag heita þeir bara ekki farísear. Í dag kallast þeir Illuminati, Elítan, Bildebergers Zionistar og ýmsum öðrum nöfnum.  Og þeir  hafa flesta strengi í sínum höndum. Þeir hafa peningavaldið gersamlega í sínum höndum, og þar af leiðandi, stjórnmálamenn og fjölmiðla. Enda eru fjölmiðlar orðnir eins og einn samstilltur kór sem villir okkur sýn á það hver raunverulegi óvinurinn er.

Benni (IP-tala skráð) 12.1.2015 kl. 16:48

18 Smámynd: Mofi

Ómar, ekki láta eins og kjáni.  Hvað eiginlega heldur þú að hægt sé að gera í nokkra mínútna samantekt?  Auðvitað er þetta söguþekking, þarna er farið yfir landvinningastríð múslíma frá tímum Múhameðs. Síðan eru skoðaðar krossferðirnar til samanburðar.  Það er auðvitað ekkert hægt að telja allt til og auðvitað voru fleiri stríð og mörg þeirra svo kallaðar kristnar þjóðir á móti öðrum kristnum þjóðum og bara hverjum sem er því að lang flest af þessum stríðum snérust ekkert um trú heldur um völd.

Hérna er maðurinn sem gerði myndbandið með fyrirlestur þar sem hann útskýrir þetta frekar í klukku tíma fyrirlestri: https://www.youtube.com/watch?v=t_Qpy0mXg8Y

Auðvitað skiptir fortíðin máli og hvaða hugmyndafræði hefur verið hvatinn á bakvið stríð fortíðinnar.  Voru stríð fortíðinnar vegna boðskapar Jesús og Hans fordæmi?  Ég segi nei. Þegar ég sé kristnar þjóðir fara í stríð þá sé ég hið týpíska, valdagræðgi konga og presta þar sem fólk fer á móti boðskapar Hans.  Voru stríð fortíðinnar vegna boðskapar Múhameðs og hans fordæmis?  Ég segi já, Múhameð var stríðsherra svo bæði í verki og orði þá boðaði Múhameð stríð. Þetta finnst mér skipta máli og í dag þá virðist fólk loka augunum fyrir því og ég tel að það sé mjög erfitt að leysa einhver vandamál með því að loka augunum fyrir þessu.

Við þurfum að biðja múslíma sem aðhyllast frið, trúfrelsi og tjáningarfrelsi að standa upp fyrir þetta ásamt þeim sem eru þeim sammála. Það þýðir líka á móti stríðselskandi úlfum í sauðagærum sem frið elskandi vestrænt fólk þarf að standa gegn og alls ekki kjósa þá til valda.

Mofi, 13.1.2015 kl. 09:38

19 Smámynd: Mofi

Benni, Móses fór ekki í eitt einasta stríð á hans ævi. Jesús sagði að þegar við lesum það sem Móses skrifaði, þá eigum við að hlíða svo að reyna að aðskilja Jesú frá Móse er bara kjánalegt.  Það eru án efa valdamiklir menn sem stjórna miklu í þessum heimi en að halda að það skipti einhverju máli hvaða ættar þeir eru er kjánalegt. Eins og miljónir sem tilheyra sama kynstofni hafa eitthvað með þessa ríku menn að gera?

Mofi, 13.1.2015 kl. 09:42

20 Smámynd: Ómar Geirsson

Já Mofi, ég er óttalegur kjáni, en ekki svo mikill kjáni að ég viti ekki að það tekur jafn langan tíma að fara rétt með og að fara rangt með.

En ég vona að þú áttir þig á því að þessi forsenda þín; 

Voru stríð fortíðinnar vegna boðskapar Jesús og Hans fordæmi?  Ég segi nei. Þegar ég sé kristnar þjóðir fara í stríð þá sé ég hið týpíska, valdagræðgi konga og presta þar sem fólk fer á móti boðskapar Hans.  Voru stríð fortíðinnar vegna boðskapar Múhameðs og hans fordæmis?  Ég segi já, Múhameð var stríðsherra svo bæði í verki og orði þá boðaði Múhameð stríð.,

Er jafngildishlaðin og forsenda Benna um gyðinga.

Og ég get alveg sagt þér Mofi að íbúar Mesópótamíu sáu engan mun á árásum Araba, það er semískra þjóðflokka, fyrir og eftir tilkomu Múhameð.

Þeir skyldu hvort sem er ekki stríðhróp þeirra, en skyldu alveg hvað stálið þýddi.

Ég ítreka við þig Mofi, að trú þín þarf ekki á tungumáli Benna að halda.

Eða tungumáli Íslamista ef út í það er farið.

Rót hennar er bjargföst, og þarf ekki á þröngsýnisgleraugum að halda.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 13.1.2015 kl. 17:48

21 Smámynd: Mofi

Ómar, þú vonandi kíktir á fyrirlesturinn þar sem er farið ýtarlegra í þetta. Ertu að halda því fram að það er farið rangt með þessi stríð? Að það voru ekkert árásar stríð múslíma á þessum stöðum á þessum tímum?

Það er alveg góður punktur að þjóðirnar á þessum slóðum voru búnar að vera að stunda hernað til að stækka veldi sitt frá örófi, Babýlón, Persar, Grikkir og Rómverjar gerðu þetta allir ásamt fleirum. Múhameð gerði óneitanlega aðeins það sem hann þekkti nema í staðinn fyrir að stækka veraldlegt ríki þá bjó hann til trúarlegt ríki.

Ég er ekki viss um að þetta tengist minni trú eitthvað nema að ég skil betur en hinn týpíski íslendingur af því að ég les trúarbók þ.e.a.s. Biblíuna og veit að hún hefur áhrif á hvað mér finnst vera rétt og hvað er rangt og tel að hið sama gildi um hluta af múslímum heimsins nema þeirra bók er Kóraninn. Ég einfaldlega sé ekki betur en stríð hefur einkennt múslíma frá upphafi. Ég er ósammála svo mörgum trúarbrögðum en Íslam stendur upp úr vegna hve herskár uppruni þessarar trúar er og þess vegna tel ég hana hættulega.

Mofi, 14.1.2015 kl. 08:39

22 Smámynd: Ómar Geirsson

Nei Mofi, ég gerði það ekki.  Ég sá niðurstöðuna, og hina alvarlegu sagnfræðifölsun í henni.  Ég yfirleitt afla mér ekki þekkingar í gegnum hreyfimyndir eða heyrn, ég les innihald klukkustundarfyrirlestrar á svona 5-10 mínútum, og tek því yfir leitt fróðleik inn í gegnum lestur.

Ég þekki alveg þessar forsendur sem kortið er byggt á, kannast við marga bardagana, hef meir að segja lesið um suma þeirra.  Til dæmis veit ég að Arabar háðu mjög hatrammt stríð við Berba, þar sem núna er Lýbía og Alsír.  Hef aldrei skilið Berbana hvað þeir yfirtóku svo mikið af menningu kvalara sína.  En það gerðu Saxar svo sem líka.

En það sem ég benti þér á var tvennt, forsendurnar, sem voru vægast hæpnar bæði varðandi skilgreiningu á meintum trúarstríðum Araba, og síðan hvað þær slepptu mörgum krossferðum kristinna, þar sem miklu fleiri orrustur voru háðar en fyrir botni Miðjarðahafs.  

Síðan benti ég þér á Mofi, að ef þú vilt taka flest stríð kristinna út úr dæminu, vegna þeirra atriða sem þú taldir upp, þá ertu hlutdrægur ef þú gerir ekki það sama með stríð múslímskra fursta.  

Þú mátt alveg vera hlutdrægur, þú ert bara þú, en ef sagnfræðingur gerir slíkt hið sama, þá er hann falsari, og fræðilega ótækur.

Ég veit að réttlætingin er að einhver Kalífi gaf út Jihad og síðan öskruðu hirðingjarnir, "guð er eitthvað", en það er alltaf hrópað í stríði. Og þú getur alveg eins tekið fyrir kristin tákn, kross og bænir, ásamt guðlegri vissu um að drottinn styddi þig en ekki andstæðingana, sem dæmi um sömu táknfræði.  

Kristnir hafa mjög oft háð trúarleg stríð, og þá gegn öðrum kirkjudeildum eða öðrum túlkunum á biblíunni.  Alveg eins og múslimar.

Málið er að þú þarft, það er ef þú vilt vera marktækur, en ekki vera eins og Benni vinur minn, að nota sömu skilgreiningar á báða aðila.

Þú segir að munurinn hafi verið, og þá reikna ég með að það eigi að réttlæta þessa túlkun, er að Múhameð hati stofnað trúarlegt ríki.  

Þetta er mjög hæpin forsenda, í fyrsta lagi þá dó Múhameð mjög snemma í Arabísku útrásinni, en vissulega fylgdu Kalífarnir fordæmi hans, og í öðru lagi þá ert þú með sambærileg dæmi frá hinum kristna menningarheimi.  Ef man rétt þá lifði hið Heilaga Rómverska Keisaradæmi alveg til 1806, þegar Napóleon neyddi Habsborgara til að afsala sér þessum titli.  En stofnandi þessa ríkis var Karlamagnús, og þýski armur ríkis hans viðhélt þessum titli.  

En orðið heilagur er tákn fyrir tengslin við hina heilögu Rómversku kirkju, það er páfann í Róm.

En Kalífarnir gufuðu upp úr sögunni á ákveðnum tímapunkti, mun fyrr en það Heilaga Rómverska, formlega var Kalífadæminu útrýmt þegar Mongólar unnu Baghdad 1258 (mikill happafengur hann Gúgol frændi, mig minnti að þetta hefði verið 1262), en löngu áður skipti það engu máli í framrás atburða.  

Heldur voru það ýmsar furstaættir sem slógust.

Og ég fæ ekki betur séð en að bardagar þeirra séu teknar með.

En bardögum kristinna fursta sleppt. 

Sögufölsun, sem eyðileggur allt sem átti að bera saman.

Múslímar upplifðu hins vegar hreyfingar sem mátti kannski líkja saman við krossferðarnar, og þá er ég að tala um ófétin sem við köllum í dag Íslamista.

Mig minnir að þegar á níundu öld hafi ein slík gert usla sunnan megin við Miðjarðarhafið, og ein slík, ættuð úr Marokkó, gerði innrás á Spán, sem var alfarið Íslömsk.  Og drápu í nafni trúarinnar, hina minna trúuðu meðal múslímskra íbúa Spánar.

Síðan er Tímur, eitt mesta skrímsli sögunnar.  

En á hann er lítið minnst í þessu korti, sjálfsagt vegna þess að hann drap aðallega múslima, sem og aðra trúflokka sem áttu heima á landsvæðinu sem við kennum við Íran, Írak, og Pakistan.

Skepna, jafnvel verri en Ívan grimmi, sem nota bene var kristinn.

Að lokum vil ég segja þér Mofi að þú átt ekki að draga trú þína út úr þessari umræðu, það vita allir að hún er hreyfiafl þitt, og hún er skýring þessarar nálgunar þinnar.

Veit svo sem ekki mikið um slík mál, trúlaus maðurinn, en veit þó að Jesús þurfti ekki svona nálgun, svona umræðu í gegnum þröngsýni fyrirfram ákveðinna skoðana.

Hafðu það bak við eyrað, það má margt læra af þeim mikla Meistara.

En takk fyrir umræðuna Mofi, hún er búinn að vera málefnaleg á báða bóga, það var gaman að spjalla við þig.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 14.1.2015 kl. 15:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 464
  • Sl. sólarhring: 711
  • Sl. viku: 6048
  • Frá upphafi: 1399987

Annað

  • Innlit í dag: 420
  • Innlit sl. viku: 5184
  • Gestir í dag: 405
  • IP-tölur í dag: 400

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband