Við eigum í stríði.

 

Og það er kominn tími á að viðurkenna það.

Áður en mikið fleiri liggja í valnum án þess að við lyftum litla fingri til að verja samfélög okkar, lífsgildi, siðmenningu.

 

Við höfum látið það viðgangast að öfgafólk haldi fjölmiðlum okkar í gíslingu með stanslausum hótunum, sem og ofbeldisaðgerðum, án þess að svara á þann eina hátt sem virkar gegn slíku fólki.

Að birta það aftur og aftur sem reynt er að þagga niður.

 

Við höfum látið það viðgangast að miðaldafólk, með það eina markmið að færa klukkuna 800 ár aftur í tímann, fjármagni uppbyggingu bænahúsa og trúarmiðstöðva um alla Evrópu, og noti síðan þau hús til að útbreiða hatri og heift.

Í þokkabót kemst það upp með að senda syni sína og dætur í þjálfunarbúðir hermdarverkarmanna, auk þess að taka þátt í að murka lífið úr saklausu fólki á átakasvæðum Sýrlands og Íraks.

 

Við höfum látið viðgangast heiðursmorð, kvennakúgun, hommahatur, og aðra þá viðurstyggð sem fylgir þessu miðaldafólki, þessari miðaldahugsun.

Við höfum leyft hatursáróðurinn, við höfum leyft alla öfganna.

Hótanirnar, kúgunina, ofbeldið, sem ekki hvað síst hefur beinst að nútímafólki í hinu múslímska samfélagi Evrópu.

 

Allt í nafni hins pólitíska rétttrúnaðar að ekki megi segja sannleikann, ef sannleikurinn beinist af einhverju sem er flokkað sem minnihlutahópur.

Erum svo hissa á að gróusögurnar magnist, og að öfgahópar þrífist í andrúmslofti hinnar sjálfskipuðu þöggunar.

 

Vonandi dó hinn pólitíski rétttrúnaður í gær.

Þá dó Stephane Charbonner og samstarfsfólk hans ekki til einskis.

 

Því morðin voru afleiðing, ekki af hatursboðskap öfgaklerka, heldur af sinnuleysi okkar gegn einni þeirri skelfilegustu ógn sem siðmenningin hefur staðið gegn um aldir.

Miðaldahyggju ofsatrúnaðarins.

 

Hún skaut rótum í okkar boði.

Kveðja að austan.

 

 

 


mbl.is Markmiðið að valda ótta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Sammála!

Kolbrún Hilmars, 8.1.2015 kl. 15:34

2 identicon

Sammála þessu. Við lokum augum okkar gagnvart kúgun og ofstæki, annars erum kölluð Rasistar. Við þegjum frekar en að ræða þessi mál opinskátt. Við erum hrædd við þetta fólk. 

Margret S (IP-tala skráð) 8.1.2015 kl. 19:01

3 identicon

Sæll Ómar - sem og aðrir gestir þínir !

Tek undir - með ykkur öllum þrem, en ..... Margret S !

Persónulega: er ég ekki hræddur við þetta óskapnaðar lið / þar sem ég hefi lært frá bersnku árunum, að óttast ekkert annað, en sjálfan mig.

En - í hinum almenna skilningi: skil ég alveg fyllilega þína meiningu Margret, algjörlega.

Með beztu kveðjum sem endranær - af Suðurlandi /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 8.1.2015 kl. 20:23

4 identicon

"Við höfum látið viðgangast heiðursmorð, kvennakúgun, hommahatur, og aðra þá viðurstyggð sem fylgir þessu miðaldafólki, þessari miðaldahugsun."

Mér líst voða vel á það hvað þið eruð sammála og staðföst og einörð, greinilega vænsta (og hugrakkasta) fólk - en ég skil ekki hvað þið hafið eiginlega á móti kaþólsku kirkjunni? 

Hversemer (IP-tala skráð) 8.1.2015 kl. 21:18

5 identicon

Komið þið sæl - á ný !

Hversemer !

Raunar - hefi ég ekkert á móti Rómar kaþólsku / umfram aðrar Kirkjudeildir - þó ég sé velunnari Austurkirkjunnar (Grísk/ Serbnesk/Rússnesku) svona dags daglega: þér að segja.

Og - fylgi ég þar með hefða formi Austur- Rómverska ríkisins (395 - 1453 - og áfram: innan arftaka þess::Rússlands) svo fram komi, einnig.

Með þeim sömu kveðjum - sem öðrum og áður / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 8.1.2015 kl. 21:51

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið stöllur.

Og blessaður Óskar, það er gott að þú ýtir ekki undir hinn tilbúna ágreining hinna forna kirkjudeilda, sem beint má rekja til mannlegs hégóma, en ekki trúarlegs ágreinings.

Síðan er gaman að fá inn einn fyndinn húmorista, innblásturinn er greinilega sóttur til anda hinna föllnu sem sveima hér um.

Nema þeir voru skarpari.

Hefðu ekki fallið í þá gryfju sem þú féllst í bjánabelgur minn sem kannt ekki að skrifa nafnið þitt.

Vona að þú hafir ekki meitt þig. 

Og gangi þér vel að klóra þig aftur upp.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 8.1.2015 kl. 22:56

7 identicon

Ómar minn þú ert greinilega ekki búinn að atta þig a að þessi árás er tóm lygi.hver græðir.her firrir neðan má sjá lögreglumann skotin i hausinn en það skrítnasta er að það er alt i lagi með hausinn a honum eftir að hafa verið skotin a mjög stuttu færi

http://www.davidicke.com/headlines/

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 9.1.2015 kl. 00:00

8 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Samkvæmt Helga þá var þetta allt sviðsett; nú spyr ég, af hverjum?

Eina raunverulega kvikmyndIn sem eg hef séð, er af JFK þegar hann varð fyir voða skoti í höfuðið og dó. Ekki var að sjá að það væri ekki allt í lagi með höfuðið á honum. Samt dó gæinn.

Eða kanski að Helgi viti fyrir víst að JFK er ennþá á lífi eins og t.d Elvis Presley.

Enhverra hluta vegna þá held eg að Helgi trúi á samsærikenningar eins og t.d. 9 11 hryðjuverknaðurinn var planað af USA og enginn músi kom nálægt þeim verknaði, eða að hann er músi eða bæði.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 9.1.2015 kl. 01:45

9 identicon

 Sæll Jóhann því miður er videoið horfið youtube virðist ekki þola svona videos þeir sega að þetta sje of ogeðslegt ekki veit ég af hverju það var ekkert blóð eða heilaslettur og höfuðið kastaðist ekki til.Jóhann Kristinsson ég er ekki múslimi og eg trúi ekki samsærakenningum buss stjórnarinnar 

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 9.1.2015 kl. 04:47

10 identicon

Jóhann alt að 70% Ástrala trúðu ekki Bush 9 11 lyga þvælunni og um 70% voru a móti því að raðast inn i Írak þó að stjórnvöld gerðu annað og um helmingur fólks i USA.þannig að ég þarf ekkert að skammast mín firrir að trúa ekki Bush.en ekki ert þú mikið gæðablóð Jóhann að raðast a mig út af mínum skoðunum klína þvi a mig að ég hljóti að vera músi eða samsæris maður.segðu mer Jóhann af hverju hrundi bygging númer 7 var það ekki út af vatnsleiðslu sem groVe undan byggingunni  

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 9.1.2015 kl. 06:30

11 Smámynd: Jón Ragnarsson

http://www.filmsforaction.org/watch/just-a-little-racist-try-diet-racism/

Jón Ragnarsson, 9.1.2015 kl. 12:51

12 identicon

Það hefur greinilega tekist það ætlunarverk að fá einhver okkar til að varpa fyrir róða umburðarlindi, sanngirni og mannréttindum. Grunn lífsgildi og undirstaða menningar okkar, "pólitísk rétthugsun" eins og sumir vilja kalla það, er dvínandi eins og afturhaldsöflin sem vilja kúga í skjóli hræðslu og fordóma vilja. Hryðjuverkamennirnir eru að sigra með stuðningi þeirra sem vilja draga okkur niður á þeirra plan. Í reiði er kallað eftir uppgjöf þar sem við dæmum fjórðung mannkyns fyrir aðgerðir fámenns hóps afturhaldsseggja og geðsjúklinga. Í hræðslu er kallað eftir skyndilausnum.

Án "pólitísks rétttrúnaðar" væri engin Malala Yousafzai. Og deyi hinn "pólitíski rétttrúnaður" þá dó Stephane Charbonner og samstarfsfólk hans til einskis.

Hábeinn (IP-tala skráð) 9.1.2015 kl. 13:50

13 Smámynd: Mofi

Hábeinn, þeir múslímar sem aðhyllast ekki ofbeldi, múslímar sem aðhylliast trúfrelsi og tjáningarfrelsi eru sannarlega ekki óvinurinn en þeir þurfa líka að taka afstöðu með tjáningarfrelsi og trúfrelsi.

Mofi, 9.1.2015 kl. 14:36

14 Smámynd: Einar Karl

"Við eigum í stríði" - já. Það er heilmikið til í því.

Mjög margir múslimar upplifa það líka. En þeir upplifa það með loftárásum, með innrásum, með mannlausum drónum sem drepa ("óvart") saklausa borgara, í hundraðatali síðustu ár (það er kallað collateral damage.), með afskiptum af ríkisstjórnum og stuðningi við einræðisherra. 

Okkar verkefni er að koma í veg fyrir að það verði meira stríð. Taka höndum saman með þeim sem VILJA EKKI STRÍÐ. Því þeir eru svo sannarlega miklu fleiri, bæði "hér" og "þar".

Einar Karl, 9.1.2015 kl. 14:49

15 Smámynd: Einar Karl

"Sharpening Contradictions: Why al-Qaeda attacked Satirists in Paris"

"Al-Qaeda in Mesopotamia, then led by Abu Musab al-Zarqawi, deployed this sort of polarization strategy successfully in Iraq, constantly attacking Shiites and their holy symbols, and provoking the ethnic cleansing of a million Sunnis from Baghdad. The polarization proceeded, with the help of various incarnations of Daesh (Arabic for ISIL or ISIS, which descends from al-Qaeda in Mesopotamia). And in the end, the brutal and genocidal strategy worked, such that Daesh was able to encompass all of Sunni Arab Iraq, which had suffered so many Shiite reprisals that they sought the umbrella of the very group that had deliberately and systematically provoked the Shiites.

“Sharpening the contradictions” is the strategy of sociopaths and totalitarians, aimed at unmooring people from their ordinary insouciance and preying on them, mobilizing their energies and wealth for the perverted purposes of a self-styled great leader.

The only effective response to this manipulative strategy (as Grand Ayatollah Ali Sistani tried to tell the Iraqi Shiites a decade ago) is to resist the impulse to blame an entire group for the actions of a few and to refuse to carry out identity-politics reprisals."

http://www.juancole.com/2015/01/sharpening-contradictions-satirists.html

Einar Karl, 9.1.2015 kl. 15:27

16 Smámynd: Einar Karl

Mofi, þeir hvítu Vesturlandabúar sem aðhyllast ekki ofbeldi, hvítir sem aðhyllast frið og frelsi eru sannarlega ekki óvinurinn en þeir þurfa líka að taka afstöðu gegn innrásum og manndrápum í nafni Vesturlanda.

Einar Karl, 9.1.2015 kl. 16:00

17 Smámynd: Mofi

Einar, þannig að þú ert ósammála að hjálpa múslímum og kristnum sem eru undir árás frá IS?

Mofi, 9.1.2015 kl. 16:41

18 identicon

Auðvitað áttu starfsmenn vinstrisinnaðs skopblaðs í París skilið að deyja fyrir þátt þeirra í drápum á saklausum borgurum.
Það er víst hin opinbera skýring fjölómenningarsinna.

Þetta er víst ekkert mál, mjög margir múslimar upplifa sig í stríði og þess vegna er þetta eðlilegt.
Jafnvel þó þeir séu annarar og þriðju kynslóðar múslimar í Frakklandi.
Við eigum að taka því af stillingu og yfirvegun, að þessir sem upplifa sig móðgaða eða í stríði, fái óáreitt að myrða fólk á vesturlöndum.

Í framhaldinu af þessu, eigum við að sjálfsögðu að vernda lýðræði og málfrelsi, en ekki hjá þeim sem gagnrýna íslam, það þarf að þagga niður í þeim.
Og auðvitað eigum við að leyfa skoðpmyndateiknurum að teikna að vild, og veita þeim fullt frelsi til að teikna hvað sem þeim þóknast, svo framarlega að það móðgi ekki múslima, vegna árása vesturlandamanna í hinum íslamska heimi.

Jamm, það er mikilvægast að öllu, að við verndum frelsi vinstrimanna og íslamista til að túlka hvað er frelsi.

Hilmar (IP-tala skráð) 9.1.2015 kl. 16:52

19 Smámynd: Einar Karl

Mofi.

Nei. Auðvitað ekki. Af hverju hélstu það?

Einar Karl, 9.1.2015 kl. 16:58

20 Smámynd: Einar Karl

Hilmar, ég skil ekki þessa kaldhæðni þína. Er hún sneið til mín? Ég var ALLS EKKI að réttlæta eða afsaka hryðjuverkaárásina í París í fyrradag. Ég var að svara pistli Ómars, sem finnst að honum sé ógnað af múslimum og upplifir að hann sé "í stríði".

Einar Karl, 9.1.2015 kl. 17:02

21 Smámynd: Jóhann Kristinsson

(CNN)Egyptian President Abdel Fattah el-Sisi has called for a "religious revolution," asking Muslim leaders to help in the fight against extremism.

In a speech celebrating the birthday of the Prophet Muḥammad, which coincided with New Year's Day, he said they had no time to lose.

"I say and repeat, again, that we are in need of a religious revolution. You imams are responsible before Allah. The entire world is waiting on you. The entire world is waiting for your word ... because the Islamic world is being torn, it is being destroyed, it is being lost. And it is being lost by our own hands," el-Sisi said.

"We need a revolution of the self, a revolution of consciousness and ethics to rebuild the Egyptian person -- a person that our country will need in the near future," the President said.

El-Sisi, himself a pious man, was elected in May after leaving the military to run for the office.

 

           

A former defense minister, he led the ouster of Mohamed Morsy -- the Islamist who was Egypt's first democratically elected President -- and has long positioned himself as a more secular option, and defender against extremist views.

"It's inconceivable that the thinking that we hold most sacred should cause the entire Islamic world to be a source of anxiety, danger, killing and destruction for the rest of the world. Impossible that this thinking -- and I am not saying the religion -- I am saying this thinking," el-Sisi said.

He continued: "This is antagonizing the entire world. It's antagonizing the entire world! Does this mean that 1.6 billion people (Muslims) should want to kill the rest of the world's inhabitants -- that is 7 billion -- so that they themselves may live? Impossible! "

While el-Sisi's speech included some powerful language, H.A. Hellyer, a nonresident fellow at the Center for Middle East Policy at the Brookings Institution and research associate at the Kennedy School of Government at Harvard University, said the President has made similar statements in the past.

"There is little to suggest (el-Sisi) is interested in some sort of Lutheran reformation of Islam. By all accounts, he's quite comfortable with the prevailing leadership of the Azhari establishment.

"If anything, he wants to empower it further in order to push forward a counternarrative against radical Islamism. The real question is: How credible can such a state-empowered counternarrative be?" Hellyer said.

On Tuesday, the President visited the main Coptic cathedral in Cairo to attend a Christmas mass and make a short speech. He is the first president to attend such a mass since the revolution.

"We will build our country together. We will accommodate each other. We will love each other," el-Sisi said in that speech.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 9.1.2015 kl. 17:11

22 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Einar Karl.

Það er sök sér að þú sért svag fyrir glötuðum málstað, og finnir hjá þér hvöt að verja voðaverk kolbrjálaðs fólks, samt er það skömminni skárri en að verja stærstu fjárkúgun allra tíma.

Sem þú reyndar gerðir ekki, varst bara sammála.

En í guðanna bænum ef þú þarft að láta ljós þitt skína á þessari síðu, láttu ekki eins og þú sért lesblindur.

Jafnvel Bubbi Mortens, sem les aðeins stafarugl, getur ekki fundið orði múslimi út úr þessu orðum; "Miðaldahyggju ofsatrúnaðarins".

Líklegast held ég ekki að þú sért svo blindur, þú sást orðið "pólitískur rétttrúnaður" og fannst þig knúinn til að koma því skrípi til varnar, minnugur þess að hann studdi fjárkúgun breta, kennda við ICEsave.

Ef þú hefðir lesið lengur, þá hefðir þú rekið þig á þessa setningu, og jafnvel hnotið um hana; " að nútímafólki í hinu múslímska samfélagi Evrópu".  En ég feitletraði orðið múslímska,því þetta var eina skiptið sem ég notaði það orð.

Vonlaus málstaður ókei, að leika sig bjána, not ókei.

Ekki á þessari síðu Einar Karl.

Sem ég hélt að þú vissir.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 9.1.2015 kl. 18:21

23 Smámynd: Einar Karl

Ómar Geirsson, skammastu þín fyrir að halda því fram hér að ég sé að verja voðaverk! :(

Það hef ég aldrei gert og mun ekki gera.

Ég tek ekki við kveðju þinni að austan. Troddu henni uppí rassgatið á þér.

Einar Karl, 9.1.2015 kl. 18:25

24 identicon

Komið þið sæl - sem fyrr !

Ómar !

Ætli verði ekki - að virða Eianri Karli til nokkurrar vorrkunnar, að hann er sams konar tossi (ekki einu sinni C bókstafur / hvað þá sá aftasti í okkar stafrófi: Æ, dygði til að dekkja hann), og Sverrir Agnarsson og þetta heimska bábilju lið, sem fylgir óþverranum frá Mekku, að málum ?

Einar Karl - nær seint að þroskazt til nútíma lifnaðarhátta - fremur en það lið, sem hann fylgir að málum.

Með beztu kveðjum á ný - ekki hinum minnstu / til Einars Karls, og ámóta Steinaldarmanna /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 9.1.2015 kl. 19:03

25 identicon

Afsakið: Einari, átti að standa þar.

Einar Karl - getur enn lagfært sína æru / með því að biðja Ómar síðuhafa afsökunar á óboðlegu niðurlagi sínu, í athugasemd nr. 23 - hér efra.

ÓHH

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 9.1.2015 kl. 19:54

26 Smámynd: Ómar Geirsson

Minnsta málið Einar, hef gert margt löðurmannlegra en það.

En sárreiði þín breytir ekki hinum napra raunveruleika.

Og því miður eiga margir fleiri eftir að falla áður en þið stuðningsmenn rétttrúnaðarins kveikið á afglapahætti ykkar.

Sem þið munið gera að lokum, segir sagan.

Með ekki síðri kveðjum en áður, þætti samt verra að þurfa sífellt að troða þeim eitthvert.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 9.1.2015 kl. 23:32

27 Smámynd: Einar Karl

Ómar,

mér sárnaði og ég reiddist þegar þú fullyrtir að ég væri að verja voðaverk kolbrjálaðs fólks. Ef þú misskildir svo hrapallega það sem ég sagði þá ertu heimskur. Eða ég hef tjáð mig svona hrikalega óskýrt. EF þú skildir hvað ég sagði en fullyrtir þetta samt þá ertu andstyggilegur.

Innlegg mitt #14 var ekki um morðingja og ofbeldismenn, heldur um venjulega múslima, fólk eins og þig, konuna þína og börnin þín. Múslimar sem fara í háttinn á kvöldin og fara í vinnu á morgnana, múslimar sem fylgjast með börnum sínum vaxa úr grasi, sem heimsækja konuna sína upp á fæðingardeild, sem hugsa um ömmu þegar hún verður gömul, sem versla í matinn, og horfa á uppáhaldssjónvarsþáttinn sinn á kvöldin, sem vona að börnin sín fá bjarta framtíð góða menntun, góða vinnu og hamingjusamt líf. Þetta fólk vill ekki STRÍÐ. Ekki við þig, ekki við neinn.

Mér finnst dapurlegt að þú æsir þig út í 1.5 milljarð manna út af því sem ofbeldismenn gerðu í París fyrir tveimur dögum. Þá ertu að bíta á agn þeirra. Þú ert að gera nákvæmlega það sem ÞEIR vilja. Þú ert að hlýða ofbeldissmönnunum. Hugsaðu um þetta.

Hvað eru annars margir múslimar fyrir austan?

Einar Karl, 10.1.2015 kl. 01:12

28 identicon

Einar, þú ert ekki beinlínis að verja, heldur meira að afsaka.
Þú ert að bjóða okkur upp á þær "skýringar" að annarar kynslóðar múslimar í Frakklandi séu að drepa saklausa franska teiknara á skopmyndablaði og saklausa gyðinga í verslun, af því að vesturlönd eru að beita drónum í múslimalöndum.

Saklaust fólk var drepið af því að íslamistar gáfu út Fatwa á hendur skoðpmyndateiknurum. Gyðingarnir voru drepnir af því að þeir eru gyðingar. Hér var ekki ráðist á bandarísk hernaðarskotmörk, og þ.a.l. voru þessi innlegg þín í umræðuna bara enn ein útgáfa af "Við fordæmum morðin í Frakklandi, EN....."

Sverrir Agnarsson kallaði þessa menn "geðveika" og ræddi Breivik í sömu andrá, Salman Tamimi sagði að þeir væru bara venjulegir glæpamenn, ekki múslimar.
Ef þeir eru geðveikir eða glæpamenn, þá eru hundruð þúsunda geðsjúklinga eða glæpamanna á ferðinni, (eftir því hvorum forráðamanni múslima á Íslandi er trúað) sem tilbiðja Allah og framkvæma illvirki í hans nafni.
Bara í París einni eru a.m.k. 15.000 múslimar sem styðja ISIS, allavega í orði, við vitum ekki hversu margir gera það á borði.
Salmann Tamimi vill höggva hendur af þjófum, sem gerir hann öfgamann í mínum huga, og ef allir "hófsamir" múslimar á Íslandi eru eins og hann, þá erum við í djúpum.
Tilfinningaræpa um "venjulega" múslima, ást þeirra á börnum og so videre, er bara enn ein tilraunin til að forðast umræðuna, sem er, að öfgamenn, þúsundir þeirra, eru í nafni Íslam að drepa fólk í massavís í Sýrlandi, Írak, Jemen, Pakistan, Nígeríu, Sómalíu og nú Frakklandi, svo nokkur lönd séu nefnd.

Það væri miklu meira að marka þig og aðra "fjölómenningarsinna", ef þið mynduð sleppa þessu EN í fordæmingum ykkar.
Jú, svei mér þá, ég held að þú sért að verja....

Og svona til að árétta, þeir sem boða að þjófar séu handarhöggnir og morðingjar teknir af lífi, með tilvísunum í Kóraninn, eru væntanlega þessir venjulegu múslimar, en þeir eru ekki venjulegir menn. Þeir ættu að búa einhverstaðar annarsstaðar en í lýðfrjálsu og umburðarlyndu landi hér í vestri.

Hilmar (IP-tala skráð) 10.1.2015 kl. 02:54

29 identicon

Ómar. Þetta 1% sem þú ert alltaf að formæla, græða formúgu á hatri og stríði. Þeir beita öllum brögðum til og það eru smáaurar að halda uppi einu skopmyndablaði. Og ekki segja mér að þetta 1% sé ekki með puttana í þróun mála. Reynið að leita ykkur upplýsinga á netinu. Hvað heldurðu t.d. að þeir séu búnir að græða á 9/11. Ég tala nú ekki um öll valdaránin. Þeir kalla menn eins og þig nytsama hálfvita.

Ég held að það sé hámark heimskunnar að reyna að gera lítið úr viðvörunum manna með að kalla þær samsæriskenningar. Googlið bara "Kennedy conspiracy speach"

Benni (IP-tala skráð) 10.1.2015 kl. 06:46

30 Smámynd: Einar Karl

Nei Hilmar.

Ég fordæmi af öllu hjarta hin heigulslegu morð í París. Algjörlega og skilyrðislaust.

(Og fyrir tveimur dögum reifst ég og skammaðist út í fólk sem var þá að halda fram svipuðum sjónarmiðum og ég geri hér að ofan í kjölfar morðanna.)

Ég er ekki að verja. Ég er ekki afsaka. Ég er að reyna að skilja. Það sem vakir fyrir mér er spurningin, "hvernig getum við, til langs tíma, búið til betra samfélag, dregið úr spennu og hatri, dregið úr líkum á að svona ógeðslegir glæpir eru framkvæmdir?"

Ég er í liði með þeim sem vilja mannúðlegt, friðsamlegt samfélag fyrir alla. Ég er í liði með Ahmed Merabet, sem lét lífið í árásinni, hann var lögreglumaðurinn sem var tekinn af lífi, skotinn á stuttu færi eftir að hann særðist og lá í götunni fyrir utan ritstjórnanrskristofur Charlie Abdo. Hann var múslimi. Kannski sótti hann mosku, ég veit ekki. Fæstir franskir múslimar gera það. Þeir eru svona veraldlegur múlsimar, líkt og Íslendingar eru flestir veraldlega "kristnir". Kannski bara þegar hann gifti sig, á stórhátíðum og í skírn systkinabarna. Um hann má lesa hér: http://almostfearless.com/je-suis-ahmed/#.VLBbpcOnizY.facebook

Ég er enginn sérstakur vinur trúarbragða, og ekki fólks sem tekur þeim bókstaflega, eins og heilögum sannleik, og notar trúarbrögð til að réttlæta fordóma og dómhörku.

Ég er algjörlega ósammála Salmann Tamimi um margt, held að hann sé gamaldags karlremba með ýmsar kreddufullar hugmyndir sem hann bakkar upp með sinni trúarbók. En ég er sannfærður um að hann sé samt sem áður friðarins maður og góður íslenskur þegn - íslendingur - í íslensku samfélagi (en ég þekki hann ekki persónulega, frekar en þig eða Ómar Geirsson). Og þó hann sé með ýmsar fornfálegar skoðanir (reyndar margir "hvítir" Íslendingar sem vilja taka morðingja af lífi líka) þá STYÐ ÉG rétt hans til að fá að hafa þær og tjá þær, ég vil ekki senda hann úr landi, frekar en hommafordómapredikarann Snorra í Betel, eða Gunnar í Krossinum, því  mér finnst mikilvægt að hér sé skoðana- og tjáningarfrelsi. Þar er ég sammála hinum myrtu teiknurum.

Einar Karl, 10.1.2015 kl. 09:31

31 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Einar minn og takk fyrir að láta rassgatið á mér í friði í þetta sinn.

Ég veit ekki hvern þú ert að blekkja, vonandi þó ekki sjálfan þig, þegar þú flýrð í það skálkaskjól að útskýra sárreiði þína með því að ég benti þér góðfúslega á að þú værir að verja voðaverk.

Þú ert svekktur út í sjálfan þig fyrir að hafa látið þrá þína að finna á mér höggstað, leiða þig enn einu sinni í þá gryfju að lesa ekki orð mín áður en þú leggur út af pistlum mínum.

Og ég var búinn að vara þig við Einar, að þú kæmir inn með skens, þá svarið ég þér á sama tungumáli.  Ég var ekkert að skipta mér af umræðunni hér að ofan, leyfði henni að fljóta, játa meira að segja að ég hafði ekki tíma til að lesa hana nema á því hundavaði að sikta út gamla kunningja eða stoppa skrif þar sem kvatt væri til að heimili múslima yrði brennd, eða álíka.

En þú setur ekki svona inn, "Ég var að svara pistli Ómars, sem finnst að honum sé ógnað af múslimum og upplifir að hann sé "í stríði".", og haldir að þú komist upp með það.

Þess vegna benti ég þér á lesmisskilning þinn Einar, sem og ég benti þér á þá nöpru staðreynd að þú værir að verja voðaverk.  Og ólíkt þér Einar, þá get ég rökstutt fullyrðingar mínar.  Hef vissulega mismikinn tíma í athugasemdarkerfið, en geri það alltaf þegar um er beðið.

Hafi þú hinsvegar ekki ennþá fattað á hvaða villigötum þú ert með útleggingar þínar, þá var það svo að ég hélt áfram að leggja út af skoðunum mínum í nýjum pistli um hinn pólitíska rétttrúnað, þar sem ég segi meðal annars þetta;

"Hatur og heift er "Inn" hjá hinum jákvæðum velviljuðu ofsalegu réttsýnu Vesturlandabúum, þeir eru fylgjendur hommahatri, kvennakúgun, grýtingu, eða hengingum á almannafæri.

Að því gefnu að múslímar eigi einhverjar tengingu við slíka voðaverknaði.

 

Eins fá morð og limlestingar í bandarískum fangelsum topp tíu einkunn á spjallasíðum  hægri fólks, og ekki er verra að eitt og eitt brúðkaup hafi verið sprengt í loft í löndum eins og Jemen, Pakistan, að ég tali ekki um hjá hinum "réttdræpa" skríl í Afganistan.

Helgi mannslífa nær ekki yfir slíkt fólk.

 

Og þeir sem leyfa sér að efast, hvað þá að spyrja, upplifa sameiningu hinna tveggja póla.

Þegiðu, eða hafðu verra af."

 

Ég upplifi reyndar meiri ógn af öðrum miðaldamönnum en Íslamistum, og hef margfjallað um þau mál. 

Við litla hrifningu hins hægri sinnaða pólitíska rétttrúnaðar.

Ræði þær skoðanir mínar, við þá sem ráða yfir tungutaki rökræðunnar, en hinir fá þá uppskeru sem þeir sá til.

Og mega vera sárreiðir mín vegna.

Það er engin áskriftarnauð á þessu bloggi.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 10.1.2015 kl. 12:44

32 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið kæra fólk hér að ofan, sem ekki er áður á minnst.

Núna þegar kaffibollinn er kominn með nýlagað, rjúkandi Merild kaffi, og flóafriðurinn kominn í hús, þá langar mig að kíkja á athugasemdarkerfið hér í heild, og svara því sem að mér er beint, nú og kommenta á annað ef það æxlast svo.

Á meðan er það kveðjan.

Að austan.

Ómar Geirsson, 10.1.2015 kl. 15:25

33 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Helgi, ég reikna  með að þú sért að vísa í ákveðna áráttu þeirra sem hagsmuna eiga að gæta, að skapa atburðarrás, líkt og þegar nasistar klæddu nokkra menn í pólska einkennisbúninga, skutu þá og sýndu lík þeirra sem dæmi um að pólska árásarstefnu.  En áttu svo reyndar erfitt með að útskýra af hverju þeir voru skotnir í bakið, þegar þeir áttu að hafa ráðist beint fram á þýsk landamæravirki.

Eða það sem ég er með á hreinu að hafi gerst í Palestínu fyrir nokkru, þegar óþarflega friðvænlegt var orðið, að Hamas liðar og Ísraelskir hægriöfgamenn slógu saman á neyðarfund, og köstuðu upp, hvor ætti að drepa nokkra saklausa, svo hægt væri að treysta völdin.  Og Hamas vann það hlutkesti.

Ofbeldið er forsenda valda þessa fólks.

En veistu Helgi, ég held að málið sé alvarlega en svo, að það verði útskýrt með feiki, jafnvel þó ég efi ekki að einhvers staðar er gaukað orðum í eyra út frá annarlegum hagsmunum.

Við megum ekki láta samsæriskenningar glepja okkur Sýn á raunveruleikann.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 10.1.2015 kl. 15:31

34 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Jóhann.

Hönnuð atburðarrás hefur verið til frá fyrstu dögum valdabrölts 1% klíkunnar.

Rómverjar voru til dæmis mjög duglegir til að búa sér til átyllur til að réttlæta árásarstríð sín.

Menn geta glott af samsæriskenningum en það er á hreinu að skítugir puttar stríðshagsmuna komu nálægt þeirri atburðarrás sem leiddi til voðaverkanna 11. sept.  Þekkt atburðarrás minnir óþægilega mikið á íkveikjuna í þýska þinghúsinu 1933, en sú íkveikja var nýtt til að fangelsa þingmenn kommúnista og við tók alræði nasista. 

Rumsfeld kom upp um sig þegar hann lét út úr sér daginn eftir að núna yrði að ráðast á Írak, helsta óvin Íslamista. 

Þú getur líka spurt þig af hverju Vesturlönd komu frá þeim veraldarlegum einræðisherrum sem héldu Íslamistum í skefjum, með þeim afleiðingum sem við þekkjum í dag.

Íslamska ríkið spratt ekki fullskapað, bæði fjármagnað og vígvætt, út úr höfði Seifs, tími goðsagnanna er löngu liðin, og eins eiga menn ekki að láta bjóða sér þá skýringu að ráðamenn Vesturlanda séu svona heimskir.

Pælingar Helga eru fullkomlega réttmætar, við erum ekki að glíma við neitt venjulegt fólk.

Og við eigum í stríði.

Sjálf siðmenningin er undir.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 10.1.2015 kl. 15:45

35 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Hábeinn.

Það er nokkuð ljóst að þú hefur ekki fengið heppni nafna þína í vöggugjöf.

Pólitísk rétthugsun undirstaða menningar okkar.

Kanntu annan betri??

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 10.1.2015 kl. 15:54

36 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Jóhann í #21.

Því miður er þetta ákall núverandi forseta Egyptalands átakanlegt hróp í eyðimörkinni.

Sem þýðir að það er ekki lengur hægt að líta á hið múslímska samfélag sem hóp saklausra engla.

Ég áttaði mig á því að þegar þeir steinhéldu kjafti allir sem einn þegar Talibanar líflétu fátækar konur á knattspyrnuvelli Kabúl borgar fyrir þær einu sakir að hafa reynt að afla tekna svo börn þeirra syltu ekki.

Lægra er ekki hægt að komast, í þögninni.

En ég tók það skýrt fram í pistli mínum að nútíma múslímar eru ein helsta skotskífa Íslamista.

Fram að þessu hafa þeir þjáðst mest.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 10.1.2015 kl. 16:09

37 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Mofi.

Þú ert með ákveðinn kjarna sem hinir rétttrúðu munu átta sig á þegar þeir sjálfir eru farnir að springa í loft upp;

" .. þeir múslímar sem aðhyllast ekki ofbeldi, múslímar sem aðhylliast trúfrelsi og tjáningarfrelsi eru sannarlega ekki óvinurinn en þeir þurfa líka að taka afstöðu með tjáningarfrelsi og trúfrelsi."

Og þá eiga þeir eftir að verða verstu rasistarnir, því einu sinni rasisti, ávallt rasist.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 10.1.2015 kl. 16:12

38 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk Óskar fyrir innlitið.

Og ætíð fagna ég skömmum þínum á þinni kjarnyrtu íslensku, hvort sem þær beinast að mér, eða öðrum.

En gerðu mér greiða og slepptu á minni síðu orðnotkun eins og þeirri að tala um óþverrann frá Mekka.

Hann er ekki issjú í þessu máli, og hvort sem við tölum um Meistarann frá Nazaret eða Spámanninn frá  Mekka, þá eigum við að virða trú fólks að því marki, að ráðast ekki á það sem því þykir heilagast.

Enda eru þeir ekki gerendur málsins.

Og bera ekki ábyrgð á túlkunum öfgafólks.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 10.1.2015 kl. 16:20

39 Smámynd: Ómar Geirsson

Humm, humm Hilmar.

Þú ert alltaf að villast inná kommúnískar síður, þú þarft að fara að passa þig á að sýkjast ekki.

Skrif þín eru alvarlega farin að benda til þess.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 10.1.2015 kl. 16:23

40 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Benni kallinn minn.

Svona í það fyrsta þá hef ég ekki formælt hinum 1%, þú formælir til dæmis ekki Breivík þó þú bendir á að hann sé siðblindur fjöldamorðingi.

Og það er rétt að óvinurinn eini dvelst á meðal þeirra.

Hafi þeir hinsvegar séð ástæðu í sínum formyrkvaða huga að halda úti kommúnísku skopmyndablaði, þá er það bara svo, maður fattar ekki alltaf hinn djúphugsaða tilgang atburðarsmiða.

Hins vegar veit ég ekki hvað þú hefur fyrir þér í því, eða þá hvað kostun þeirra hefur eitthvað með morðin í París að gera??

Ertu ekki að rugla saman kostun og síðan sjálfum atburðinum??

Bubbi til dæmis söng áður en hann var kostaður, og kostun hans gerði honum ýmislegt kleyft, til dæmis að kaupa sér jeppa og hlutabréf, en kostunin var ekki forsenda söngs hans.

En hvað veit ég, nytsami hálfvitinn?

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 10.1.2015 kl. 16:32

41 identicon

Hún er falleg þessi hugulsemi, Ómar minn.
En alveg eins og hjúkrunarfólkið sem hættir sér á ebólusvæði til hjálpar þeim sem hjálpar þarfnast, þá hætti ég mér hér inn, í þeirri von að hægt sé að lækna fólk af þessari vinstrimennsku.

Kæmi mér ekki á óvart að ég hlyti fálkaorðu fyrir óeigingjarnt starf.

Hilmar (IP-tala skráð) 10.1.2015 kl. 18:06

42 Smámynd: Mofi

Ómar
Og þá eiga þeir eftir að verða verstu rasistarnir, því einu sinni rasisti, ávallt rasist

Þetta eru mjög dapurleg orð, að fólk geti ekki breyst. Trúir þú að allir múslímar séu rasistar?

Mofi, 10.1.2015 kl. 18:17

43 identicon


"Charlie Hebdo False Flag Story Goes Viral" http://www.veteranstoday.com/2015/01/08/charlie-hebdo-viral/

"Planted ID card exposes Paris false flag" 
http://www.presstv.ir/Detail/2015/01/10/392426/Planted-ID-card-exposes-Paris-false-flag

"Another Mossad victim? Police Chief Helric Fredou, investigating Charlie Hebdo Commits Suicide or Murder Case?"http://www.medhajnews.com/article.php?id=NTM0MA%3D%3D

"Charlie Hebdo Shootings - Censored Video" https://www.youtube.com/watch?v=yJEvlKKm6og 
This is footage of the Charlie Hebdo shootings which has been restricted or taken down from a number of websites. As you will see it contains no blood, gore or graphic violence. It does however punch a major hole in the official story.

Paris attack designed to shore up France’s vassal status: Roberts http://www.presstv.ir/Detail/2015/01/10/392443/CIA-carried-out-Paris-attack-Roberts

"WTF! Police Commissioner of Charlie Hebdo Event Found Dead! " https://www.youtube.com/watch?v=RSkNTEVzQzw&feature=youtu.be

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 10.1.2015 kl. 18:32

44 identicon

Komið þið sæl - sem fyrrum !

Ómar !

O; jú - síðuhafi góður.

Ég gef ekki FERÞUMLUNG eftir: í áliti mínu á Mekku óþverranum / eða því lymskulega og ófyrirleitna liði, sem þessarri Helvízku fylgir að málum.

ALDREI. nokkurn tímann, Ómar minn.

Niðurrifsöfl: af 1° / eins og : Múhameðsku - Kommúnisma  og Nazisma á að foragta hvar, sem því verður við komið, Austfirðingur mæti.

Falsspámaðurinn Múhameð / Lenín og Stalín: sem Hitlers gerpið / voru allir ógæfuleg eintök - af sama meiði.

Fólk: ætti að kynna sér betur Veraldar söguna - sem ENN velkist í vafa, um þessi himpigimpi.

Ekki síðri kveðjur - öðrum og áður /  

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 10.1.2015 kl. 20:29

45 Smámynd: Ómar Geirsson

Fyrirgefðu Mofi, aldrei þessu vant óskýr í framsetningu.

Hinir rétttrúuðu sem ég vísa í, eru hinir pólitísku rétttrúuðu, það er að þeir ættu eftir að átta sig á þessum kjarna.  Að múslímska samfélagið verður að taka afstöðu, ef það vill tilheyra samfélagi okkar.

Og þá er ég hræddur um að fylgismenn hins pólitíska rétttrúnaðar verði jafn erfiðir í fordæmingu sinni, líkt og þeir eru í afneitun sinni í dag.

Líklegast þarf ég að finna mér tíma til að pistla um rasisma þeirra, og útskýra af hvaða rótum hann er runninn.

En um múslima var ég ekki að fjalla, og hef reyndar aldrei fjallað um í þessum pistlum mínum fram af þessu.  Með þeirri undantekningu að minnast á að nútíma múslimar eru einn helsti skotspónn miðaldahyggjunnar.

Ætlaði hins vegar að gera það, það er út frá svipaðir nálgun og þú nefnir, því í stríði er enginn stikkfrí.

Það eru annaðhvort við, eða þeir.

Og það eina sem við ráðum, er okkar hegðun.

Takk fyrir að vekja athygli mína á þessu, hafi einhver nennt að lesa svona langt niður í athugasemdarkerfið, þá gat þetta auðveldlega misskilist.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 10.1.2015 kl. 23:55

46 Smámynd: Ómar Geirsson

Eða endar í líkkistunni Hilmar, hef orðið stórar áhyggjur af þér.

Þekki þig varla fyrir sama skrípent.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 10.1.2015 kl. 23:56

47 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið Þorsteinn.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 10.1.2015 kl. 23:57

48 Smámynd: Ómar Geirsson

Biðst forláts Óskar.

Hinar meitluðu skoðanir þínar eru ávalt velkomnar hér.

Ábending mín snerti frekar úlfahjörðina sem sækir að hér reglulega, hún safnar stundum svona efnivið til að afskræma umræðuna, það er sá hluti hennar sem ræður ekki við rökræðuna.

Og ég er vægast sagt á viðkvæmu svæði í þessari umræðu allri, og voga mér í þokkabót að vega að hinum pólitíska rétttrúnaði.

En þetta er bara hrein og klár leti hjá mér, eða þá alvarleg ellimerki.

Einhvern tímann hefði mér ekki leiðst vopnaglamur þar sem mörg spjót eru á lofti.

Og ef ég stenst ekki umræðuna, þá er við mína eigin vopnfimi að sakast.

Svo enn og aftur Óskar, þú ert ætíð velkominn með allt það sem þú hefur um málin að segja.

Það hafa allir gott að því að lesa þitt kjarnyrta tungutak, og aðeins apakettir reyna að misskilja það.

Og þá kaupum við bara handa þeim rólu til að róla sér í.

Velvirðingarkveðja að austan.

Ómar Geirsson, 11.1.2015 kl. 00:13

49 identicon

Ómar. Hefur þú lesið "the protocols of the elders of Zion".

Þjóðverjar þurftu ekkert að sviðsetja neitt. Ég hef reyndar ekki lesið um þetta atvik með Pólsku búningana. En það kæmi mér ekki á óvart að kommúnistarnir hafi skotið þá sjálfir í bakið. Googlaðu "jrbooks polish atrossities" 

Benni (IP-tala skráð) 11.1.2015 kl. 02:54

50 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Benni.

Þetta er svona á fyrstu blaðsíðum í þeim köflum sem lýsa aðdraganda styrjaldarinnar, stutt með myndum og svo framvegis.

En þegar þú segir að það kæmi þér ekki á óvart að kommúnistar hefðu skotið þá sjálfir í bakið, þá kemur þú bæði uppum vanþekkingu þína á sögunni, því slík tegund fólks þekktist ekki í Póllandi á þeim tíma, sem og hitt í hvaða búð þú keyptir lesrýnisgleraugu þín.

Íslamistar versla einnig í þeirri búð.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 11.1.2015 kl. 22:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 27
  • Sl. sólarhring: 630
  • Sl. viku: 5611
  • Frá upphafi: 1399550

Annað

  • Innlit í dag: 20
  • Innlit sl. viku: 4784
  • Gestir í dag: 20
  • IP-tölur í dag: 20

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband