Loksins, loksins, loksins.

 

Fór sem ég spáði að skynsemin sigraði í Sjálfstæðisflokknum.

Ekki sú skynsemi að skilja að nútímasamfélag þrífst ekki án lækna, því slíkt common sens er frjálshyggjufólki ofviða, heldur sú skynsemi að valdaflokkur þarf kjósendur.

Og kjósendur Sjálfstæðisflokksins eru mjög háðir læknum.

 

Hvort svo þessir samningar dugi er svo annað mál.

Það er ekki víst að þó læknar samþykki þennan samning, að þeir hætti nokkuð að greiða um leið atkvæði með fótunum.

Tíminn mun skera úr um það en hvernig sem á málið er litið, þá er ljóst að vatnaskil urðu þegar læknum varð þröngvað til að grípa til þeirra neyðaraðgerða sem verkfall þeirra var.

Skilaboð þjóðarinnar, því það er hún sem ber ábyrgð á að frjálshyggjubörn stýra landinu, voru skýr, þið megið missa ykkur, við metum fjármagn meira en líf.

Læknar meðtóku þessu skilaboð, og hugsa sitt.

 

Tíminn sker úr um, en tíminn er líka á þrotum.

Það er einfalt lögmál að það sem er byrjað að hrynja, hrynur, og er að lokum hrunið.

 

Vonandi eru þessir samningar ekki Pyrrhosarsamningar.

Kveðja að austan.


mbl.is Skurðlæknar semja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 534
  • Sl. sólarhring: 658
  • Sl. viku: 6265
  • Frá upphafi: 1399433

Annað

  • Innlit í dag: 453
  • Innlit sl. viku: 5308
  • Gestir í dag: 415
  • IP-tölur í dag: 408

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband