7.1.2015 | 20:12
Maðurinn sem hélt haus.
Á meðan aðrir lutu höfði, var myrtur í dag.
Þaggað niður í honum, vegna þess að hann kaus að tala, í stað þess að þegja.
Neitaði þeirri samdaunun sem einkennir hina opinberu umræðu á Vesturlöndum um málefni hins múslímska heims.
Umræðu sem má lýsa með tveimur orðum; Sjálfskipuð þöggun.
Þöggun sem er réttlætt með tilvísun í einhverja meinta ofurviðkvæmni hinna trúuðu, en stafar fyrst og fremst af ótta við kolbrjálað fólk.
Ótta sem Stephane Charbonner deildi ekki með restinni af starfsfélögum sínum.
Galt fyrir með lífi sínu, en dó sem maður, lifði ekki sem mús.
Sem er grundvallaratriði því forsenda einræðis og kúgunar er útbreiddur músafaraldur.
Meðal fólks, nota bene.
Mýsnar á fjölmiðlum munu keppast við næstu klukkutímana að fordæma morðið á Charbonner, fordæma morðin á samstarfsmönnum hans, fordæma morðin á saklausu fólki sem átti leið hjá.
En það hvarflar ekki að þeim að verja þau grunngildi sem hinn látni ritstjóri stóð fyrir.
Að láta ekki öfga og öfgafólk ritstýra frjálsum fjölmiðlum.
Mærðarfullar greinar varða samdar, hástemmdar yfirlýsingar birtar, en engin mynd af brjáluðum trúarleiðtogum eða skeggjuðum spámönnum mun fljóta með.
Að tillitsemi við hina sjálfskipuðu ritskoðun.
Því mýs eru ekki menn.
Það vita jú allir kettir.
Og öfgamenn líka.
Kveðja að austan.
Maðurinn sem bauð þeim birginn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 8.1.2015 kl. 07:30 | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 11
- Sl. sólarhring: 12
- Sl. viku: 457
- Frá upphafi: 1412819
Annað
- Innlit í dag: 11
- Innlit sl. viku: 396
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Vel orðað. Islam er ógn við allt mannkyn, lýðræði og siðmenningu, enda hefur Islam áberandi fátækan kúltur, en hefur troðið hugmyndafræðinni upp á þjóðir með morðum, nauðgunum og valdbeitingu á öllum sviðum. Örfáir voga sér að tala um þessa ógn og gefa lítið fyri áróður gegn sér um islamafóbíu og vondann rasisma, sem einmitt mýsnar í fjölmiðlunum tísta mest um. Þær tilheyra "góða rasismanum" og styðja Islam með velsæmd. Og það er ekki nóg að segja að Islam sé ógn og sita síðan auðum höndum og bíða eftir hryðjverkum frá þessum geðveiku múslimum. Ef hægt er að banna Nasisma, þá er hægt að banna hugmyndafræðina Islamism, sem er af sama meiði og sjáfsagt að forráðamenn menningarþjóða sporni við fæti með sameiginlegu átaki gegn þessum ófögnuði.
Eflaust eiga einhverjir meðvirkir eftir að segja, að það séu margir múslimar gott og vænt fólk. Það segir í kóraninum að múslimar mega ekki vingast við aðra en múslima og sá múslimi sem segist vera vinur þinn einfaldlega lýgur.
Valdimar Jóhannsson (IP-tala skráð) 7.1.2015 kl. 21:56
Svo rétt og vel orðað. Því miður er á Íslandi of mikið
af músum og áður fyrr voru þetta talin vera meindýr sem
ekki voru húsum hæf.
En þegar kötturinn sefur, þá fara mýsnar á kreik.
Sigurður K Hjaltested (IP-tala skráð) 7.1.2015 kl. 23:26
Deildi þessu.
Rakel Sigurgeirsdóttir, 8.1.2015 kl. 02:39
Blessaður Valdimar.
Það er fullseint í rassinn gripið að ætla að snúa við úrslitum bardagans við Yarmouk og hvort sem menn líta á afleiðingarnar sem hundsbit eða eitthvað þaðan af verra, þá er ekki hægt að líta framhjá þeirri staðreynd að rúmlega fjórðungur mannkyns er múslímskrar trúar.
Og stór hluti hans dálítið svag fyrir Islamisma.
Að banna hann væri svona svipað og að ætla sér að hefta útbreiðslu nasismans með því að banna Þjóðverja.
Í mínum huga er málið kristal tært, fólk má vera eins og það vill vera, að því svo gefnu að það sé ekki að bögga aðra fyrir að vera það sem þeir eru.
Þú mátt til dæmis aðhyllast refsiákvæði Sharia laga, og þá framfylgja þeim á þann hátt að þú heggur að þér höndina ef þú stelur, eða þá grýtur sjálfan þig ef þú hefur framið hjúskaparbrot, en ekkert gefur þér rétt til að þröngva miðaldarhugsun þinni á samborgara þína.
Alveg eins og Votti má neyta sjálfum sér um blóðgjöf, en ekki að neita börnum sínum um slíka lækningu, eða að kristnir bókstafsmenn geta sjálfir sleppt því að fara í fóstureyðingu en látið aðra í friði sem eru ekki sama sinnis.
Og þegar menn virða ekki samborgara sína, taka jafnvel uppá því að bögga þá, hóta þeim, beita þá ofbeldi, ofsækja og kúga, þá eru þeir plága.
Og plágum er útrýmt.
Ekkert flókið við þetta, kemur uppruna böggarans ekkert við, það er böggið sjálft sem er rangt.
Þess vegna er ekkert hér að ofan tengt trú, eða trúarskoðunum, slíkt ræði ég aðeins við eldklerkinn góða þegar þannig liggur á okkur báðum, ég er að benda á þá músarhegðun sem skapar jarðveg fyrir útbreiðslu plágunnar.
Svona líkt og þegar sóttvarnarlæknir ítrekar mikilvægi þess að fólk í matvælaframleiðslu þvoi sér um hendurnar eftir salernisferðar sínar.
Samfélag okkar er ekkert sjálfgefið, það er sótt að því, og það er okkar að verja það.
Og því miður er islamisminn ekki helsta ógn þess í dag.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 8.1.2015 kl. 08:57
Takk fyrir innlitið Sigurður og Rakel.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 8.1.2015 kl. 08:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.