Hvernig getur kristin þjóð gætt jafnræðis??

 

Það er mikill munur á jafnræði, og virða rétt annarra.

 

Þjóð sem telur sig kristna, sem ætti að vera augljóst í tilviki íslensku þjóðarinnar þar sem lúterska kirkjan er þjóðkirkja landsins, og lungað af þeim sem er fyrir utan hana teljast til kristinna safnaða, getur ekki látið svona yfirgang vantrúaðra yfir sig ganga.

Hún getur ekki látið örlítinn minnihluta vega að hefðum hennar og gildum.

Þetta er eins og að láta frekasta krakkann stjórna öllu í skóla og æskulýðsstarfi.

 

Í öllum lýðræðisþjóðfélögum getur fámennur sérviskuhópur náð völdum yfir einstökum sveitarstjórnareiningum, og reynt að frekjast gegn almennum gildum og hefðum í samfélaginu.

Áhangendur amerísku peningaprédikarana gætu til dæmis sameinast um að ná völdum, til dæmis í Mosfellsbæ, og með einbeittum vilja þröngvað út öllum kennurum sem ekki vilja kenna sköpunarsögu biblíunnar til jafns við þróunarkenninguna í náttúrufræði.

Mörg slík dæmi eru þekkt frá Bandaríkjunum þar sem mörkin milli vísinda og trúar er að hverfa.

 

Af hverju ekki líka hérna eftir að stuðningsmenn ICEsave fjárkúgunarinnar hafa slegið sinn frekjutón í Reykjavík??

Það eru ekki bara þannig að rasistar hins pólitíska rétttrúnaðar standi fyrir aðför að ríkjandi gildum og almennt viðurkenndum hefðum.  

Það veit enginn hver er næstur með yfirgang sinn og ofbeldi.

 

Menn geta spurt hvað eru almenn gildi og hefðir í þjóðfélaginu?

Og svarið er mjög einfalt, það er það sem er á hverjum tíma.

Og er mjög breytilegt milli kynslóða.

 

Hugsanlega er þetta siður sem úreldist, og einhver annar kemur í staðinn.   

Og það er ekkert annað en gott um það að segja.

Það sem þykir eðlilegt í dag, þykir hallærislegt á morgun, annað helst mikið til óbreytt á milli kynslóða.

 

En þessi þróun er ekki handstýrð, og má aldrei verða háð duttlungum skammsýnna popúlista í stjórnmálastétt.

Menningarstraumar eru svo margvíslegir, og allir hafa þeir áhrif.

Skemmst er að minnast breytinganna sem bítlatónlistin og hipparnir höfðu.  Annað gott dæmi eru áhrif eldmóðsins hjá íslenskum rauðsokkum.

 

Og í dag eru nýbúarnir okkar að breyta ásýnd þjóðfélagsins, til hins betra.  Það er fjölbreyttara og skemmtilegra.

Með koma nýir siðir eins og til dæmis fjölmenningarhátíðin fyrir vestan, og aðrir siðir aðlaga sig að fjölbreytninni.  Íslenskir krakkar hefðu til dæmis gott af því að kynnast jólasiðum rétttrúnaðarkirkjunnar, og sögninni um heilagan Nikulás.

Múslimar hafa einnig merkan sið sem kenndur er við Ramadan og svo mætti lengi telja.

 

Við virðum siði hina nýju siði með því að kynna okkur þá, ekki með því að afleggja þá siði sem fyrir eru.

Slíkt er afsiðun, sem er ómenning á hæsta stigi.

Engum til gagns nema sundrunginni.

 

Enda veit borgarfulltrúi VG alveg hvað hún er að gera.

Flokkurinn hennar hefur jú þjónað erlendu fjármagni á fimmta ár.

Og í dag þarf að sundra þjóðinni enn frekar svo ekkert verður um varnir þegar froðukrónum verður breytt í beinharðan gjaldeyri.

 

Allt á sínar skýringar.

Það er ef málið snertir hagsmuni aursins.

Kveðja að austan.


mbl.is Segir heimsóknina í samræmi við reglur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tek undir hvert einasta orð hjá þér. Því miður virðist það svo, að þetta "mannréttindaráð" hættir ekki fyrr en hér allt komið í allsherjarvitleysu og upplausn, þá fyrst líður þeim vel.

M.b.kv.

Sigurður K Hjaltested (IP-tala skráð) 11.12.2014 kl. 00:13

2 identicon

Vá ég bara get ekki lesið þetta án þess að hugsa eitt:
Hefðir og siðir samfélags eru ekkert annað er endurteknging á hlutnum frá árinu áður með smá breytingum því samfélag er ekkert annað en endurspeglun fjöldas í núinu.
Ef við ætlum okkur að halda í siði endalaust eins og frektbarn sem vill ekki láta frá sér leikfangið í búðinni þá allteins gætum við haldið áfram að drepa hvorn annan á Alþingi þegar upp koma deilur, brenna fólk sem við teljum vera göldrótt and só on... við þroskumst, við verðum meira upplýst og þeir sem yngri eru og taka við eru skít sama hvort hefðin sem afi gamli eða lang amma höfðu séu að deyja út.

Því trú er eitthvað sem er prívat og á heima á bakvið luktar dyr eins og margt annað.
Hefðir eru eitthvað sem á bara að vera á milli einstaklinga í fjölskyldu en ekki hjá stofnunum eða örðu slíku!

Einnig vil ég skila þetta hér eftir:

Dear World,

Religion is like a penis.
It's fine to have one and
it's fine to be proud of it,
but please don't whip it out in public and start waving it around...
and PLEASE don't try to shove it down my child's throat.

Núna er að koma árið 2015 (IP-tala skráð) 11.12.2014 kl. 02:03

3 identicon

Það felst engin aðför gegn trúnni í því að skólar fari ekki með þau í kirkju. Alveg eins og að það er ekki aðför gegn hárskerum að skólarnir fari ekki með börnin í klippingu. Samt er hárskurður stór hluti af menningu okkar og þeginn af flestum. 

Ólíkt trúnni höfum við sammælst um að það sé hlutverk foreldra en ekki skóla að fara með börnin í klippingu. Er einhver aðför fólgin í því að foreldrarnir fari með börnin í kirkju og geri fjölskyldustund úr því? Þannig er hægt að slá tvær flugur í einu höggi - sinna trúnni og halda friði við trúlausa, múslima, heiðingja og þá meðlimi þjóðkirkjunnar sem finnst að opinbert skólastarf eigi ekki að hygla einum hóp umfram aðra. 

Gunnar (IP-tala skráð) 11.12.2014 kl. 08:50

4 identicon

 her er ég sammala hverju orði,hitt er svo annað mal að ef farið er langt aftur i tíman þá væri hægt að sjá fámennan öfga hop neyða kristna trú uppa Íslendinga með yfirgangi og ofbeldi.

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 11.12.2014 kl. 08:54

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir það Sigurður.

Blessaður Helgi.

Þú þarft nú ekki að fara svo langt aftur í tímann til að finna eitthvað sem öfgahópar hafa neytt uppá þjóðina, það er undir yfirskini kristninnar.

En ég er ekki að ræða málið á þeim forsendum, aðeins að benda á að stjórnmálamenn eiga að láta siði og venjur nærumhverfis síns í friði.

Hlutirnir hafa sinn gang.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 11.12.2014 kl. 09:27

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Gunnar.

Skoðaðu aðeins rökfærslu þína betur.

Þú hlýtur að sjá að ef það væri hefð í einhverjum skóla að fara til hárskera fyrir jól, og ef það væri almenn sátt um þá hefð, þá auðvita fara menn til hárskerans fyrir jólin.

Og syngja kannski einhver rakaraslagara í leiðinni.

Og vilji menn hafa hugljúfa fjölskyldustund, þá hafa menn hugljúfa fjölskyldustund.

En þú komst óvart inná kjarna þess máls sem ég var að segja.  Það er eitthvað að þjóðfélagi sem telur sig þurfa að halda friðinn við minnihlutahópa á þann hátt að afleggja siði sína og venjur.

Og það eru öfugmæli að kalla slíkt að halda friðinn, þvert á móti skapar slíkt alltaf togstreitu, og jafnvel ófrið.

Þú heldur friðinn við minnihlutahópa með því að virða rétt þeirra til að vera eins og þeir eru, á meðan það er innan laga og reglna.

Þetta er svo augljóst og blasir við öllum nema rasistum rétttrúnaðarins.

Sem ég reikna ekki með að þú sért Gunnar.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 11.12.2014 kl. 09:40

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður þú sem kannt ekki að skrifa nafn þitt.

Hér á þessu bloggi er boðið uppá ýmislegt, umræður við skynsamt fólk, bjánavarnir handa þeim sem geta ekki tjáð sig án þess að þykjast vera bjánar, bjánauppfræðsla, það er þegar bjáninn afhjúpar vanþekkingu sína en vill í góðu ræða málin.  Endar oft með því að hann kastar af sér bjánabelgnum, og verður umræðuhæfur.

En hér er ekki boðið uppá uppeldi handa ólæsum menntaskólakrökkum, þar set ég mörkin.

Svo komdu aftur eftir nokkur ár.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 11.12.2014 kl. 09:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 9
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 455
  • Frá upphafi: 1412817

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 394
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband