10.12.2014 | 19:05
Er Valgerður að vakna uppaf dimmri martröð??
Fatta í hvað flokki hún er?
Fatta út á hvað hugmyndafræði frjálshyggjunnar gengur??
Miskunnarleysi, mannvonsku, hörku.
Svo grimmlynd að hún vílar sér ekki að skera heilbrigðiskerfi þjóðarinnar niður við trog svo hægt sé að koma á einkavæddu kerfi fyrir fólkið sem á aur.
Var það kannski skýrsla OECD um skipbrot frjálshyggjunnar, um skaðsemi brauðmolakenningar hennar, sem vakti Valgerði til lífsins??
Ég trúi varla að það sé andi jólanna, hann hefur verið þekktur allan hennar stjórnmálaferil.
Veit ekki, en hún sem sjálfstæðiskona á að vita að grimmd sveitarfélaganna stafar af útbreiddum ítökum flokks hennar á sveitarstjórnarstiginu.
Ásamt samdaunun kratískra stjórnmálamanna sem hafa það eina til málanna að leggja að toppa frjálshyggjuna, þar sem því er við komið.
R listinn steig fyrstu sporin og hlýðnu gufurnar komu á eftir.
En breytir samt engu um hvaðan rót mannvonskunnar er runnin.
Það þarf illa sjúkt hugarfar að tala um stöðuleika þegar heilbrigðiskerfið er að gefa upp öndina, öllum með vott af viti, sem og öllum hinum líka er ljóst að án heilbrigðiskerfis, er engin stöðugleiki.
Það er yfir höfuð ekkert nútímaríki.
Harkan gegn fátæku fólki, gagnvart fólki í greiðsluerfiðleikum.
Allt ber þetta að sama brunni.
Ósigur mennskunnar.
Sigur frjálshyggjunnar.
Endalok hins siðaða samfélags.
Þess vegna er það fagnaðarefni að a.m.k. einn þingmaður Sjálfstæðisflokksins hafi vaknað upp af martröð sinni.
Þó tímabundið sé.
Þá er alltaf von um að fleiri vakni.
Varanlega.
Kveðja að austan.
Sveitarfélögin hvað grimmust | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 51
- Sl. sólarhring: 621
- Sl. viku: 5635
- Frá upphafi: 1399574
Annað
- Innlit í dag: 42
- Innlit sl. viku: 4806
- Gestir í dag: 41
- IP-tölur í dag: 41
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
https://www.youtube.com/watch?v=G2y8Sx4B2Sk
Ásgrímur Hartmannsson, 10.12.2014 kl. 19:59
Blessaður Ásgrímur, ég hélt að þú værir kominn í frí.
En tölvuskrifill minn andsetinn og slekkur á sér í tíma og ótíma ef reynir eitthvað á hann.
Svo í stað þess að keyra túbið, þá máttu alveg upplýsa mig um hvort þú hafir fundið flottan trailer um Boogeyman.
Svona þegar ég sé hann í lógóinu hjá þér, þá fattaði ég að ég gleymdi að telja hann með sem hugsanlega skýringu.
Það er að Valgerður hafi vaknað uppaf martröð sinni.
En upptalningin átti ekki að vera tæmandi.
Bara eitthvað svona líklegt, og Boogeyman er vissulega líkleg skýring.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 10.12.2014 kl. 20:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.