10.12.2014 | 14:01
Ef það er ekki Ríki Islams, þá er það USA.
Sem yfirfylla fjölmiðla af viðbjóðslegum aftökum, morðum og pyntingum.
Ríki Islams hefur það sér til afsökunar að vera stjórnað af geðvilltum trúarofstækismönnum sem þurfa ekki að svara neinum til saka öðrum en skrattanum þegar þar að kemur.
En hver er afsökun Bandaríkjamanna að láta viðbjóðinn viðgangast??
Vagga sjálfs hins vestræna lýðræðis???
Hver er afsökun kristinna Bandaríkjamanna að hið opinbera komist upp með að skipuleggja, og framkvæma viðbjóðslegar aftökur á bandingjum sínum??
Hver afsökun Obama á morðum á saklausu fólki í stríðshrjáðum löndum þar sem orðið "grunsemd" er talið nægjanleg ástæða til að sprengja almenna borgara í loft upp??
Hver er afsökun George Bush á villimannlegum pyntingum fanga sem grunaðir voru um aðild að hryðjuverkasamtökum??
Og hver afsökun okkar að þegja yfir allri óhæfunni??
Höfum við ekki fordæmt hinn múslímska heim fyrir að steinhalda kjafti yfir margskonar ódæðisverkum íslamískra bókstafstrúarmanna, á sama tíma allt verður sjóðandi vitlaust ef grunsemd er um að einhver hafi teiknað mynd af spámanninum.
Fordæmum við ekki myndskeið af grimmdarlegum aftökum Islamska ríkisins??
Gerum okkur grein fyrir að í þeirra augum eru þeir að taka seka menn af lífi á hreinlegan hátt að hætti forfeðra sinna. Alveg eins og Bandaríkjamenn sem telja sig hafa farið eftir öllum laganna reglum þegar þeir handahófskennt aflífa fátæklinga úr slömmum stórborga sinna.
Ef það er afsökun í USA, þá gildir það sama um Ríki Islams, það fer líka eftir sínum lögum og reglum, skráðum fyrir rúmum þrettánhundruð árum síðan.
Villimennskan getur nefnilega alltaf réttlætt sig.
En við erum samsek þegar við samþykkjum aðra, það er engin sálarhjálp að fordæma hina.
Því mannúð og mennska er algild, hún leyfir engar undantekningar, hún segir skýrt, þú skalt ekki mann deyða, myrða eða pynta.
Mannúð gerir aldrei mannmun.
Illskan er líka algild.
Og hún gerir heldur ekki mannamun.
Það er sama hvernig við réttlætum hana, hún er ill fyrir það.
Og það sem verra er, slík réttlæting er hluti af tilvist hennar.
Þess vegna er heimurinn eins og hann er í dag.
Við höldum að við getum gert mannamun.
Kveðja að austan.
Tóku tvo af lífi í Bandaríkjunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring: 13
- Sl. viku: 202
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 168
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.