Már gegn einelti.

 

Íklæddur jólapeysu.

Samt leggur hann íslensku þjóðina ítrekað í einelti með vaxtastefnu sinni.

Og hefur fært á silfurfati milljarða á milljarða ofan í vasa krónubraskara.

Sem þeir hafa getað flutt úr landi fyrir beinharðan gjaldeyri.

Hlálegt í ljósi þess að eignir þeirra eru verðlausar froðukrónur.

 

Það þætti skrýtin speki að ætla sér að fá nyt af dauðri kú, en í Woodú hagfræði auðmanna, frjálshyggjunni, þykir slíkt sjálfsagt og eðlilegt.

Már er kuklmeistarinn mikli sem fer létt með slíkan gjörning.

 

Einelti er sjálfsagt það minnsta sem hann hefur á samviskunni.

Og það er nú eini sinni tími jólaandans, svo kannski ætti maður að una honum að vilja virðast vel.

Einelti er grafalvarlegur hlutur, og veitir ekki af að allir sem einn leggist gegn því.

Líka eineltispúkar.

 

En ég vildi samt að Már hætti að leggja þjóðina í einelti á nýju ári.

Jafnvel strax í dag.

Kveðja að austan.

 

 

 


mbl.is Önnur vaxtalækkunin í röð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vá... er hiti með þessu óráði þínu?
Þvílíka samansúrraða steypu les maður sjaldan, sem betur fer.

Það væri sennilega til bóta, þegar bráir af þér, að taka eins eða tvo kúrsa í grunnhagfræði. Sennilega þarftu meira.
Hugsanlega gæti það fyllt þessa óráðspistla þína einhverri örlítilli glóru, sem hugsanlega væri hægt að svara málefnalega.
En svona þvaðri er ekki hægt að svara. Það er eins og heilt geðsjúkrahús hafi lagt til efni í þetta rugl.

Hilmar (IP-tala skráð) 10.12.2014 kl. 11:10

2 identicon

Annars er ég búinn að fatta hver þú ert.
Þú ert gaurinn með skiltið sem stendur á "HEIMSENDIR Í NÁND", í ótalmörgum skrípómyndum undanfarinna áratuga.

Hilmar (IP-tala skráð) 10.12.2014 kl. 11:13

3 Smámynd: Benedikt Helgason

@Hilmar. Ég bíð spenntur eftir útlistun þinni á þeirri "grunnhagfræði" sem liggur að baki vaxtaákvörðunum SÍ.  Ég segi að það liggi nákvæmlega engin hagfræði á bakvið vaxtastigið og að það hafi í nokkur ár ráðist fyrst og fremst af þörfinni fyrir að halda uppi verði lánasafna SÍ og bankanna og til þess að halda niðri uppgreiðsluáhættu ÍBLS. Toppaðu það! 

Benedikt Helgason, 10.12.2014 kl. 12:09

4 identicon

Það er greinilegt að þú kemur við kaunin á húskörlum vogunarsjóðanna.

Toni (IP-tala skráð) 10.12.2014 kl. 12:45

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Toni, það er nú það, það er ekki öllum gefin rósemd Helga vinar okkar, sem með jafnaðargeði sínu reyndi að leiðrétta það sem honum fannst réttara mætti vera.

Spái jafnvel í hvort það hafi ekki verið gustukaverk hjá tölvuandanum að drepa á maskínunni, þegar ég átti aðeins kveðjuna eftir í mun súralískari pistli þar sem textinn flæddi frá einbeittu einelti yfir í skipulagðan þjófnað fjárglæpamanna og þaðan í forspá um að örlög þeirra yrðu svipuð og ræningjahyskisins sem núna gistir bak við rimla í Haag.

Svo bara hvarf hann, og ég þurfti að byrja uppá nýtt.

Þá reyndar í anda jólanna, en það virðist samt ekki duga.

Svo það var eins gott að hinn birtist ekki.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 10.12.2014 kl. 14:29

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Benedikt.

Núna þykir mér þú vera bjartur, að frasi geti vísað annað en í frasa.

En þú hefur svo sem áður verið bjartsýnn, vildir gefa Sigmundi sénsinn.

Það fór eins og það fór, gat verið verra allavega.

Þannig að reynum Hilmar.

Hann þekkir þó til orðsins "grunnhagfræði".

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 10.12.2014 kl. 14:34

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Hilmar minn.

Láttu ekki svona, "HEIMSENDIR er Í NÁND".

Það eru aðeins fornar bækur sem hafa náð að lýsa almennilega atburðum síðustu ára.

Nostradamus náði að lýsa fjármálahruninu 2008,og afleiðingum þess. Eins var hann með upplausnina í Írak, Líbíu og Sýrlandi í réttri röð. Þú getur lesið um allt þetta í Spádómum Nostradamusar í þýðingu og túlkun Guðmundar stjörnufræðings.  Sem var gefin út 1996 að mig minnir.  Svo ekki er um eftirá túlkun að ræða.

Þú ert með engan akademískan spámann í nútímanum,sem komst nærri atburðarrásinni, nema núna eftir á.

Síðan ertu hvergi með betri lýsingu á helstefnunni kennda við frjálshyggju en í Opinberunarbók Jóhannesar og hún var skrifuð á annarri öld eftir Krist.

Og fyrst að fyrri hlutinn á beinar samsvaranir í atburði nútímans, hví ætti sá seinni ekki líka að ganga eftir??

Eða heldur þú að það sé hægt að færa samfélagið um tæp 200 ár aftur í tímann, í þágu auðs og auðmanna, án þess að hinn venjulegi maður rísi upp??

Eða láta framleiðslu heimsins fara fram í þrælaverksmiðjum í anda hinna gömlu Rómverja??  Án þess að nokkur rísi upp??

Nei Hilmar, maður þarf ekki að þekkja til forna spádóma til að þekkja ferlið sem leiðir til stórstyrjalda og átaka.

Það dugar smá skynsemi og pínulítil þekking á sögunni.

Þess vegna var eitt fyrsta verk frjálshyggjunnar að afmennta fólk, útrýma siðum og innleiða siðlausa sérhyggju og siðblinda græðgi.

Svo líklegast skilur þú ekki orð af því sem ég er að segja þér.

Og heldur að hið grafalvarlega sé háð.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 10.12.2014 kl. 14:58

8 identicon

Benedikt, af hverju að bíða eftir mér? Af hverju lestu bara ekki einfaldlega það sem Már hafði fram að færa?
Ef það dugar ekki fyrir þig, hvernig væri þá að kynna sér ástæðurnar fyrir því að seðlabankar hækka eða lækka stýrivexti?
Og kæri illa upplýsti Benedikt, stýrivextir hafa nákvæmlega ekkert með eignasöfn að gera, né uppgreiðsluvanda ÍLS.

Toni, það að EINN maður hafi svarað þessum ruglpistli, þýðir það ekki að hann hafi komið við kaunin á húskörlum vogunarsjóðanna.
Málið er, að það þarf allavega tvo til þess að geta notað fleirtöluna. Þess utan, þá verður þú, þrátt fyrir samsæriskenningaráráttu (sem er röskun) að gera ráð fyrir því að þarna úti séu einstaklingar sem hafi bara hreinlega gaman af því að rugla aðeins meira í ykkur bullukollunum.

Hilmar (IP-tala skráð) 10.12.2014 kl. 15:38

9 identicon

Blessaður elsku Ómar minn.

Við skulum aðeins ræða um hann Nostradamus.
Nei, Nostradamus spáði ekki fyrir um efnahagskreppu síðustu ára, ekki einu sinni í túlkun einhvers "túlkanda".
Það getur vel verið að einhver Guðmundur stjörnufræðingur hafi spáð því að það yrði efnahagskreppa.
Það verður alltaf reglulega efnahagskreppa, það þarf ekki einu sinni spámann til að spá því, þetta er beinlínis kennt í hagfræði.

Varðandi ruglið sem á eftir  kemur, opinberunarbækur og að verið sé að færa samfélagið tæp 200 aftur í tímann, þá blandast þarna saman trúarrugl og heimsendaspádómur. Og miðað við mann sem þykist hafa einhverja þekkingu á sögu, þá er dálítið átakanlegt að sá maður veit ekki að stríð hafa alltaf verið háð, stór sem smá, og alltaf hafa verið til siðblindir og alltaf hefur fólk verið í "þrælaverksmiðjum" Ég held að þrælaverksmiðjur ykkar vinstrimanna í Sóvétinu hafi alveg örugglega ekki verið af kapítalískum toga.

Það er bæði rétt og rangt hjá þér að ég skilji þig ekki. Ég skil að þú ruglir út í eitt, en skil ekki af hverju.

Hilmar (IP-tala skráð) 10.12.2014 kl. 15:52

10 Smámynd: Benedikt Helgason

Nei, ég ætla að bíða eftir þér Hilmar og þínum útskýringum úr báðum hagfræðikúrsunum þínum.  Ég trúi nefninlega ekki á þær ástæður sem Már gefur fyrir stýrivaxtastiginu.

Og svo skulum við rifja það upp að t.d. gengistryggðu lánasöfnin fylgja stýrivaxtastiginu og líka rifja það upp að Már lagði ofuráherslu á það að þessi lánasöfn færu einmitt á seðlabankavexti og það afturvirka.

Og var það ekki einmitt þannig, samkvæmt frásögn SJS, að við verðmat á lánasöfnunum sem flutt voru á milli gömlu og nýju bankana að þá var notast við framtíðar vaxtamunatekjur til þess að finna út eiginfé nýju bankana?

Og ef við skoðum Víglunarfundargerðirnar erum við þá ekki komnir með vísbendingar um að viðskiptaáætlun nýju bankana hafi einmitt byggt á verulegum vaxtamun?

Og er það ekki þannig að hluti af lánasöfnum Dróma í eigu SÍ standa sem veð fyrir innistæðuskuldbindingum sem Arion tók yfir frá Sparisjóðakerfinu?  

Sjáðu til Hilmar, þegar Seðlabankanum hefur tekist með stýrivaxtasprotanum að keyra hagkerfið niður í verðhjöðnun, þá hætti ég að trúa á að það sé hagfræði 101 og 102 sem ræður för. Og það er heldur ekki eins og að það skorti fordæmi fyrir heimskulegri stýrivaxtastefnu SÍ.  Það hefðu að minnsta kosti orðið læti hér í Sviss ef að seðlabankinn hefði hækkað stýrivexti þegar Evrur flæddu yfir landið fyrir 3-4 árum síðan. Það hefði í því tilviki alla vega ekki verið vesen fyrir blogg-hagfræðinga að finna þess dæmi úr norður íshafinu að slík vaxtastefna gæti orðið til þess að jarða heilu hagkerfin.

Benedikt Helgason, 10.12.2014 kl. 16:29

11 Smámynd: Ómar Geirsson

Það er gott að við séum staupsáttir Hilmar, það er upphaf allra samræðna.

Og góður er punktur þinn um að Guðmundur sé spámaðurinn en ekki Nostradamus, en breytir ekki því að á árinu 1996 var skrifuð bók sem lýsti  nokkuð nákvæmlega atburðarrásakeðju síðustu ára. Mér vitanlega hafa spámenn raunheimsins ekki náð sambærilegri nálgun, þrátt fyrir að það sé kennt í hagfræði að kreppur verði reglulega og í sögubókum að stríð verði reglulega.  

Vissulega getur verið um tilviljun að ræða, en það er svo með tilviljanir, að þær vilja elta hvora aðra, eða svo segir líkindafræðina allavega.  Svo eigi skaltu gera lítið úr þeim félögum, Guðmundi og Nostradamusi.  

Verra er þegar þú afgreiðir Opinberunarbókina sem trúarrugl, fyrir utan að móðga Jón Val, þá lýsir það slæmum bókmenntasmekk.  Sem og þú afhjúpar skort á rökhugsun, trúarrugl eða ei, ef um samsvörun við nútímann er að ræða, þá er um samsvörun að ræða.  Samsvörunin er algjörlega óháð uppruna eða tilgang hins forna texta.

Afmenntun þín kemur svo berlega í ljós þegar þú telur að ábending mín um tímasveiflu í framrás sögunnar, hafi eitthvað með heimsendaspádóma að gera.  Rökin fyrir sveiflunni í miðtíma er augljós, en kannski ekki svo augljós í langtíma, aðallega vegna þess að það er ekki vitað hvernig frjálshyggjutilraun vestrænna landa endar.

Sjáir  þú hinsvegar ekki þessi rök, þá ætla ég ekki að uppfræða þig, þú getur sjálfur fundið þá sagnfræðinga sem fjalla um þetta.  Eða opnað augun og séð breytingarnar á vestrænum samfélögum frá 1970, og hve margar samsvaranir eru komnar með ástandinu í verkssmiðjuborgum Englands á 19. öldinni.

Síðan eru rök þín um alltaf hafi verið til þrælaverksmiðjur brosleg, það er vissulega alveg rétt.  En þær voru reglan en ekki undantekningin í Rómaveldinu hinu forna, urðu síðan smán saman að undantekningu í samfélögum siðaðs fólks.  Alþjóðavæðingin rekur sig áfram á sömu hugmyndafræðinni og Rómverjar, svo við erum að sjá eitthvað sem hefur ekki sést sem regla í um 1.600 ár.

Ég veit það síðan Hilmar að afmenntaður maður þekkir ekkert til þeirra tilvísana sem ég vitna í, og í hreinskilni sagt þá hefði ég orðið fyrir gífurlegum vonbrigðum ef þú hefðir þekkt þær, og komið með málefnaleg rök á móti.  Það hefði vissulega verið bakslag fyrir rökfærslu mína um hinar meintu afleiðinga af yfirráðum frjálshyggjunnar yfir vestrænum samfélögum.

En þú átt samt að ráða við þá rökhugsun hvað það þýðir að stríð hafi alltaf verið, og séu því óhjákvæmileg í nánustu framtíð.

Þú ert eiginlega að staðfesta það sem ég kaus að taka út úr fyrstu innslögum þínum, og hæðast pínupons að.

Þú getur fundið á netinu lýsingu á nútímavopnum, og gettu hvað mannkynið heldur lengi út eftir beitingu þeirra??

Jafnvel húmorískur frjálshyggjumaður sem kýs að rugla í rugluðum, ætti að geta svarað þeirri spurningu.

Eða það held ég.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 10.12.2014 kl. 16:35

12 identicon

Alveg rétt hjá þér Hilmar, þú ert einn. Þakka þér fyrir ábendinguna. 

Toni (IP-tala skráð) 10.12.2014 kl. 19:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 607
  • Sl. sólarhring: 745
  • Sl. viku: 6191
  • Frá upphafi: 1400130

Annað

  • Innlit í dag: 551
  • Innlit sl. viku: 5315
  • Gestir í dag: 524
  • IP-tölur í dag: 515

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband