Af hverju fékk ég gæsahúð þegar ég heyrði þessa rödd??

 

Líkt og þegar maður hlustar á hljóðritað ískur af slitinni grammófónplötu.

Eða eins og löngu liðin martröð sem ég hélt að hefði horfið við sigur þjóðarinnar yfir ICEsave fjárkúgurunum.

 

Hvernig gat manni dottið í hug að þeir fóstbræður Bjarni og Bucheit hefðu eitthvað annað en þjóðarsvik í huga.

Ríkistryggðar evrur fyrir verðlausar krónur, sem gátu ekki leitað út úr hagkerfinu á sínum tíma því það var enginn gjaldeyrir til í Seðlabankanum til að innleysa þær, ekki einu sinni á hrakvirði.

Þess vegna voru gjaldeyrishöftin sett á, til að gefa vinnumönnum fjármagnsins tíma til að útvega erlendan gjaldeyri, sem var gert með samningnum við AGS.

Aðeins algjört klúður ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttir í ICEsave samningunum kom í veg fyrir að það samkomulag gengi eftir. 

Þess vegna var ekki gengið á lán AGS, það var alltaf hugsað sem skref 2.

 

Lee Bucheit hrökklaðist með skottið milli fótanna eftir felldan svikasamning sinn, síðan dæmdur fjárkúgari hjá EFTA dóminum, krafan sem hann plataði upp meðvirka stjórnmálamenn var algjörlega ólögleg frá A til Ö.

Í dag er hann mættur með nýjan samning, sama röddin, sama falsið.

Og sama þóknunin.

 

Er Snorrabúð núna stekkur??

Mun Morgunblaðið þegja??

Munu fyrrum gagnrýnendur ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttir þegja??

 

Munu allir þegja.

Kyngja þessum svikum eins og menn kyngja dauða heilbrigðiskerfisins.

 

Það veit tíminn.

Og leiðari Morgunblaðsins á morgun.

Kveðja að austan.


mbl.is Haftaáætlun „snemma á næsta ári“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Her er það sem ræður Buckheit (Rslafötuna) i þetta starf?

Er fólk ekki búið að fa nóg af þessari Ruslafötu?

Hvað ættli þessi Ruslafata fái i laun fra Ríkinu?

Eg get gert það sem Ruslafatan hefur gert fyrir Saga Klass miða fram og til baka og ábyggilega gert betur en Ruslafatan.

kveðja fra Houston

Jóhann Kristinsson, 10.12.2014 kl. 00:48

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Jóhann, og takk fyrir innlitið.

Ég er jafnvel viss um að þú hefðir fórnað þér fyrir þjóðina og komið á almennu farrými.

Ég ætla reyndar að ítreka að við vitum ekki útfærsluna, en ef það stendur til að skattgreiðendur verði í ábyrgð fyrir þessa froðu, að þá er um glæp að ræða, skiptir ekki máli hvernig restin verður.

Hengingaról er alltaf hengingaról, og ekki rök í málinu að sá sem hana hefur um hálsinn, hafi fast undir fótum.  Það þarf ekki nema jarðskjálfta, þá er sú festa farinn.

Það eina sem er öruggt í þessum heimi er að það koma alltaf kreppur eftir góðæri, og þá er það í eðli svona hengingaróla, að herðast um hálsinn.

Síðan er engin ástæða til að treysta því sem frá Bucheit kemur, það stendur stimplað þvert yfir enni hans; "Fox".  Það er líka í anda slíkra rebba að leka út stýrðum upplýsingum í stað þess að kynna opinberlega hugmyndir sínar þegar þær liggja fyrir.  

Leyndin er líkt og brunasár hjá brennda barninu, við eigum að varast hana.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 10.12.2014 kl. 09:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 748
  • Sl. sólarhring: 763
  • Sl. viku: 6332
  • Frá upphafi: 1400271

Annað

  • Innlit í dag: 678
  • Innlit sl. viku: 5442
  • Gestir í dag: 644
  • IP-tölur í dag: 629

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband