Hver skrifar undir aflandsskuldabréfið??

 

Ef það eru skattgreiðendur, þá erum við að sjá áður óþekktan sósíalisma hér á landi.

Sósíalisma sem er glæpur gegn þjóðinni.

Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttir var ekki hrakin frá völdum til að þjóðin sæti uppi með ennþá verra skoffín.

 

Ég trúi þessu ekki fyrr en á reynir.

Kveðja að austan.


mbl.is Skref í átt að losun hafta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ég minni á að það er ólöglegt að binda skuldbindingar í íslenskum krónum við gengi erlendra gjaldmiðla, en það er einmitt það sem myndi felast í því ef gefin yrðu út skuldabréf í gjaldeyri fyrir kröfum í krónum.

Guðmundur Ásgeirsson, 9.12.2014 kl. 13:35

2 identicon

Ef svo fer fram sem horfir þá er full ástæða til að óttast byltingu að hætti franskra.

Kveðja að sunnan.  

Toni (IP-tala skráð) 9.12.2014 kl. 13:40

3 Smámynd: Benedikt Helgason

Já, þetta lítur ekki vel út ef þetta er rétt. Stefnir í aðra blysför með endastöð á Bessastöðum?

Benedikt Helgason, 9.12.2014 kl. 13:55

4 identicon

Óveður skýin hrannast upp. Er tímasetning stjórnvalda til að fara af stað í þessu máli núna, svona rétt fyrir jól úthugsuð. Tengist nýfallin úrskurður EFTA um verðtryggðu lánin þessu öllu saman á einhvern hátt. Það er ekki laust við að maður fái kvíðahnút í magann. Útgönguskattur: hvað þýðir það? Tekjur fyrir ríkissjóð? Tekjur án verðmætasköpunar, hvernig er það hægt? Skuldabréfið: Hver á að gefa það út og hver á að kaupa það? Það eru blikur á lofti.

Kveðja að sunnan.

Toni (IP-tala skráð) 9.12.2014 kl. 13:56

5 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Alister Darlig hótaði víst Björgúlfi Guðmundssyni, í vinsamlegri og skiljanlegri setningu, sem ekki varð misskilin. Það kom fram í Landsdómsmáls-yfirheyrslunum.

Hvað gera menn, þegar þeir hafa ekki lífvörð fyrir sig og sína, og fá skýr skilaboð um að byssuhlaup muni taka líf og heilsu þeirra sem Bretaelítu-ruglararnir hóta til undisskrifta, út um allan heim? Kannski betra um að tala en í að vera?

Já, hver skrifar undir? Og hverjir hafa hingað til skrifað undir?

Líklega er kominn tími til að lesa bók Árna Matthíassonar, þar sem hann lýsir víst ágætlega, sinni varnarlausu stöðu í kúgunarhorni Breta-brjálæðisveldisins?

Kannski ég lesi þá heimildarbók, núna um jólahelgi "ljóss, friðar og kærleika". "Hátíð" Kaupmanna-svikaranna sem tóku víst sögupersónuna Jesú Krist af lífi! "Hátíð" sem Breta-veldi skreytir sitt valdaníðs-heimsveldi með, á hátíðar og tyllidögum Bretaveldis-lyginnar! Hver bað um að Bæna-hús heimsins yrðu gerð að svikulli kauphöll misviturra, sjúkra og valdagráðugra kauphallar-níðinga veraldarinnar? Og að voga sér að kenna þessa siðlausu kauphallar-"hátíð" við Frelsandi og kærleiksríka orku, það toppar siðleysi heimsveldisins!

Ég tapa örugglega ekkert á að heyra hlið Árna Matthíassonar á: eina alvöru stóra máli málanna, hjá dómstóla-SVÍKJANDI ríkis-veldinu: US-ÍSLANDI? Það vantar nefnilega enn svo mörg púsl í heildar-heimsmyndina.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 9.12.2014 kl. 15:47

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Guðmundur.

Ætli þetta séu ekki minnstu ólögin í þessu dæmi?

Hvaða lagaheimild geta ráðamenn vísað í þegar þeir skrifa uppá svona stórt skuldabréf??

Og hvernig er hægt að láta skattgreiðendur vera milliliði í svona endurlífgun á töpuðu fé??

En vissulega liggur ekkert fyrir um útfærsluna, en það er full ástæða til að óttast þegar helstu ráðgjafar ríkisstjórnarinnar eru annars vegar fyrrum aðilar af ICEsave fjárkúguninni og hins vegar sterk tengsl við hrægamma.

Fólki sem finnst það alltílagi að almenningur víða í heim sé þrælkaður á skuldaklafa fjármagns, svo lengi sem arðurinn renni í vasa hinna örfáu.

Nei, þetta er skítapakk,förum bara að segja það hreint út.

Næstu mánuðir munu skera úr um hvort fólki sé ætlað að lifa hér á landi, eða fjármagni.

Vilji ríkisstjórnarinnar liggur fyrir.

En ennþá ef vafi um hvað þjóðin vill.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 9.12.2014 kl. 19:47

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Toni.

Þó ég sé óbilandi bjartsýnismaður þá efast ég stórlega um byltinguna. Tel að fátt hamli förina í glatkistuna.

Ég held að þetta hafi legið í farvatninu líklegast frá því fyrir kosningar, en örugglega fljótlega eftir þær.  Eina spurningin var hvernig Sigmundur hafði hugsað sér að útskýra umpólun sína, frá skynsömum málflutningi yfir í kerfislægan í þágu auðs og auðmanna.

Útgönguskatturinn er trixið, hann sem slíkur virkar alveg, svona ef hann er hátt í 100%, en ekki mikið lægra en það.

Ég orðaði þetta einhvern veginn í athugasemd að það yrði reiknað út hve háa upphæð væri hægt að blóðmjólka út úr efnahagskerfinu, og það sem væri umfram yrði afskrifað, og kallað mikill sigur. Til að staðfesta það myndu leppar vogunarsjóðanna setja upp smá grenjuleikrit, en væru í raun mjög sáttir.

Því allir þekkja jú söguna af sanngjarna landeigandanum sem rukkaði leiguliða sinn um 5 kýr í landskuld, en af rausnarsemi sinni þá gaf hann eftir 2, þegar hann komst að því að aðeins höfðu 3 lifað hallærið. Sanngjarn maður, hann hefði jú getað rekið hann út úr kotinu.

Það eru blikur á lofti.

Og það kolsvartar.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 9.12.2014 kl. 20:33

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Hræddur er ég um Benedikt að blysin dugi ekki í þetta skiptið.

Og sé það reyndar ekki gerast, fjármagnið á stjórnarandstöðuna eins og leggur sig.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 9.12.2014 kl. 20:35

9 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Anna.

Menn geta alltaf reynt að útskýra uppgjöf sína.

En sagan man aðeins þá sem gáfust ekki upp.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 9.12.2014 kl. 20:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 202
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 168
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband