Grobbið í stjórnarliðum á rætur í blóðpeningum.

 

Svo tala menn um vogunarsjóðina.

Ekki Bjarna Ben og Sigmund Davíð.

 

En fyrir þá sem réttlæta arðrán sinna manna með þeim rökum að það vanti alltaf pening í ríkiskassann, og ef þessara blóðpeninga nyti ekki við, þá yrði að skera niður bráðnauðsynlega þjónustu, vil ég aðeins segja þetta.

Hér myndi ríkja almenn velmegun og gróska, ef stjórnvöldum hefði borið gæfu til að afnema vaxtaokrið, leiðrétta þær skuldir almennings og fyrirtækja sem voru bein afleiðing af fjármálabraskinu fyrir Hrun, og þurrka út froðukrónurnar kenndar við Afland, til dæmis með upptöku Nýkrónunnar eins og Samstaða hennar Lilju Mósesdóttir lagði til.

 

Tekjur þjóðarinnar hafa aldrei verið hærri, hér ríkir velmegun til lands og sjávar.

Samt er hér allt í volli, og það voll er mannanna verk.

Alveg eins og ræningjaflokkar Mongóla fóru yfir frjósamar lendur Kína eða þegar bændur sultu í frjósömum héruðum Evrópu vegna áþjánar og arðráns lénslandeiganda.

 

Réttlætum ekki sorann vegna þess að við skríðum í skítnum.

Skítur er skítur, og skítafýla er skítafýla.

 

Og blóðpeningar eru blóðpeningar.

Kveðja að austan.


mbl.is Arðgreiðsla Landsbankans skiptir mestu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 3
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 205
  • Frá upphafi: 1412824

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 171
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband