Er sögulegur glæpur gegn þjóðinni í uppsiglingu?

 

Á að breyta aflandskrónum í erlenda mynt og þjóðin látin borga??

Eða hvað þýðir þessi klausa?

 

Útgöngu­gjaldið mun þannig einnig ná til af­l­andskróna í eigu er­lendra aðila eft­ir að þeir verða „þvingaðir“ til að skipta á krónu­eign­um sín­um á af­slætti yfir í skulda­bréf í er­lendri mynt til meira en 30 ára.

 

Verðmæti verða ekki til úr engu.

Vextir seðlabanka umfram verðmætasköpun er froða sem aðeins safnast upp og verður að engu þegar reynt er að skipta henni í erlenda mynt.

Eftir Hrunið 2008 sömdu stjórnvöld við AGS um að þjóðin yrði skuldsett fyrir þessari froðu, en ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur hafði ekki þrek til að framkvæma þann gjörning sökum innri stjórnarandstöðu og ítrekaðra ICEsave ósigra sinna.

Málið var sett í bið eins og kallað er.

 

Og biðin er á enda.

Morgunblaðið afhjúpar djúpstæðan illvilja gagnvart þjóðinni er rétt er.

Tek það fram að í leyndarhjúpnum gætu verið útfærslur sem eru ekki á kostnað þjóðarinnar.

En ég leyfi mér að efast, fyrst talað er um 35% skattinn sem sérstaka þvingun, og að hann geti skilað allt að 500 milljörðum í ríkiskassann.

Eins og að menn átti sig ekki á því að 500 milljarðar af froðu aflandskróna er álíka verðmæt og 500 tonn af froðu úr hvernum Geysi.

Nákvæmlega ekkert því það er engin tilvísun í undirliggjandi verðmæti.

 

Einn af InDefence jöxlunum bendir á í nýlegri blogggrein á hina nöturlegu staðreynd um ástand íslenska hræætustofnsins; "Erlendu kröfuhafarnir eru með á þriðja hundrað manns af okkar bestu lögfræðingum í vinnu til að hámarka hagsmuni sína á kostnað íslensks almennings.".

Hann virðist dafna vel og afleiðingarnar af áti hans koma sífellt betur og betur í ljós.

En varðstaðan gegn þeim er engin því stjórnarandstaðan er þegar kviksett í fúamýri hrægammanna.

 

Það er eins og enginn eigi lengur líf sem þarf að verja.

Liljur vallarins slegnar, rafhlöðurnar tómar í vitanum sem lýsir upp vonina.

 

Og þó, harðsnúnir menn halda uppi vörnum undir merkjum Hagsmunasamtaka Heimilanna.

Formaður samtakann, Vilhjálmur Ekki fjárfestir, skrifaði status um baráttu samtakanna gegn ólögmæti verðokurslánanna á Feisbóksíðu HH í morgun.  

Mig langar að vitna í Villa, tóninn hjá honum er annar en í vesælahópnum sem kenndur er við stjórnarandstöðu.

Við vorum búin að vinna hörðum höndum að málinu yrði flýtt til að flýta fyrir niðurstöðunni þannig að fleiri einstaklingar yrðu ekki gerðir gjaldþrota eða fleiri heimili tekin af fjölskyldunum áfram á grundvelli þessara ólöglega kynntu lána.

Þetta snýst um tilveru sjálfrar fjölskyldunnar, að hræætur geti ekki hrakið fólk af heimilum sínum.

 

Það er ennþá barist á Íslandi, þó sá bardagi fari ekki hátt.

Ekki ennþá.

En ef ríkisstjórnin stenst ekki hræætunum snúning, og selur þjóðina í ánauð vogunarsjóðanna, þá verður safnað liði.

Og skildir skeknir.

Það er öruggt.

 

Þess vegna vona ég að fyrirsögn þessa pistils eigi sér ekki tilvísin í eitthvað sem eigi eftir að gerast.

Ég vona að þetta sé einn stór misskilningur.

 

Að stjórnvöld standi með þjóð sinni.

Og verji hana.

Kveðja að austan.

 

 

 

 

 


mbl.is Stjórnvöld draga línu í sandinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 34
  • Sl. sólarhring: 629
  • Sl. viku: 5618
  • Frá upphafi: 1399557

Annað

  • Innlit í dag: 27
  • Innlit sl. viku: 4791
  • Gestir í dag: 26
  • IP-tölur í dag: 26

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband